Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.07.1919, Qupperneq 24

Sameiningin - 01.07.1919, Qupperneq 24
146 byggja á þeim eina grundvelli, sem lagður er, sem er Jesús Kristur! ----------- Já, mörg eru vanadmálin á þessum vegamótum sög- unnar. Kirkjan hefir mikið, vandasamt en dýrlegt starf með höndum. Nú er þess þörf, að hún sé Drotni sínum trú. Nú er þess þörf, að hún vaki og glími við Drottin í bæninni. Nú er þess þörf að hún flytji þann boðskap, sem henni hefir verið trúað fyrir, með hreinum, skýrum og ákveðn- um tónum, svo að menn skilji að krafa kristindómsins er há og helg. Nú er þess þörf, að hún sé lifandi og þekki köllun sína. Nú er þess þörf að hún skírist skírn heilags anda, og þori að tala í krafti Jesú Krists. Menn tala um þörf mikilla breytinga og umbóta í heiminum — umbóta á sviði stjórnmála, verzlunarmála, iðnaðarmála, — allra mannfélagsmála. Og þetta er áreið- anlega rétt. En það er ein þörf, sem brýnni er og meiri en allar aðrar þarfir, það er þörfin á sterkari, meir lifandi, bjargfastari trú, sannara samfélagi anda mannsins við anda Jesú Krists. pað er þörf á því að mennirnir endurfæðist í sannleika. J?að er þörf á því að þjónustuandinn, kærleik- urinn og sjálfsafneitunin gagntaki hjörtu manna. pá koma þessar þráðu breytingar á öðrum sviðum áreiðanlega, og vandaspursmálin ýmsu verða auðveldlega leyst. Einhver hefir sagt, að þeir 22 kapítular 1 Opinberun- arbók Jóhannesar, séu eins og 22 dýrleg herbergi í stór- byggingu, og er vér lesum áfram sé eins og vér göngum úr einu fögru herbergi í annað, frá dýrð til dýrðar. pegar vér komum að 19. herberginu er þess þörf að vér drögum skóna af fótum vorum, því staðurinn, sem vér stöndum á, er heilagur. par er svo sem hinn elskaði lærisveinn skilji við hurðina að hásætisherberginu í hálfa gátt, og vér horf- um inn og sjáum hinn krýnda konung lífsins. Dýrleg er sú sýn! Á höfði hans eru margar kórónur—kóróna vel- þóknunar föðursins, kóróna hins eilífa sigurs yfir gröf og dauðá, kóróna friðþægingarverks hans, og fleiri dýrðar kórónur. Ó, að sá dagur mætti og brátt upprenna, að vér mennirnir bættum á höfuð hans einni kórónu enn! — Kórónu fullveldis yfir þessum mannheimi, — kórónu yfir- ráða yfir hjörtum mannanna, þá sérhver tunga viðurkennir, að Jesús Kristur sé Drottinn! pegar sá dýrðardagur renn- ur upp, hverfa vandamálin og eyðast í dýrð þeirrar himn- esku birtu, eins og ísjakar eyðast í vermandi geislaflóði morgunsólarinnar!

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.