Sameiningin - 01.07.1919, Síða 27
149
Heldur hvorutveggja fram afdráttarlauat og laatur þar staSar numiö.
Séra Jón Bjarnason ræöir ,um þetta efni vel og viturlega í fyrirlestri
giínum um mótsagnir fAldamót, 1900, bls. 27-32).
1, ' ■ .... ■ n
FYRIR UNGA FÓILKÐ.
pessa delld annast séra F. Hallgrímsson.
^ ... - - -- 'I
Páskarnir 1919 í Nagoya.
Eftir séra S. O. Thorlaksson.
Vel gæti eg endurtekiö alt sem eg skrifaöi fyrir ári síðan um
páskana hér í Nagoya. En í þess stað læt eg nægja að vísa til Maí-
"blaðs Sameiningarinnar 1918, bls. 90. 1 stað Mr. Chiga, sem var þá
prestur hér, prédikaði í þetta sinn Mr. Takashima, sem eg skrifaði
ykkur um síðast. Fimm voru skírðir við guðsþjónustuna, og 2
fcrmdir. Altarisgestir voru fleiri þetta ár, en nokkru sinni fyr.
Það sem mér þótti mest til koma þetta árið var það, að Taka-
shima-hjónin gömlu létu skírast, en þau eru foreldrar trúboðans okkar
og hafa sezt að hjá honum hér í borginni. Þið getið varla hugsað
ykkur þann fögnuð, sem fylti hjarta trúboðans, þegar hann sá for-
eldra sína, grá fyrir hærum og lotin af elli, krjúpa við skírnarfontinn
og meðtaka heilaga skím. Við, sem höfum verið foorin til skírnar í
barnæsku af foreldrum okkar, þurfum á öllu imyndunarafli okkar að
halda til þess að geta gjört okkur grein fyrir þeim tilfinningum.
Miklum mun ánægjulegri hlýtur prestsskapurinn að verða honum
fyrir það, að foreldrar hans hafa á gamals aldri þegið það hjálpræði,
scm hann hefir verið að boða síðastliðin sjö ár.
Þeir, sem skírðir voru, eru þessir: Mr. Toragoro Takashima,
Mrs. Sada Takashima, Miss Yoa Umikawa, og námsmennirnir K.
Hirano og S. Suguki.
Fermd voru: Mrs. Masa Nakagawa og Miss Tomi Takashima.
Hin síðastnefnda er yngsta systir trúboðans, og var hún skírð fyrir
3 árum. — Hin fyrnefnda er ekkja. Hún var starfandi kristin kona
fyrir 15 árum í Meþódista söfnuði, en eftir að hún misti mann sinn,
dofnaði trú hennar. Fyrir hér um bil 2 árum fékk Mr. Chiga hana
til þess að sækja morgunguðsþjónustur okkar, og síðan hefir hún
verið vel kirkjurækin. Hún er 57 ára að aldri og lifir af því að
reka dálitla verzlun í fylkis spítalanum, sem er nálægt trúboðssúsinu;
þar selur hún ýmislegt smávegis, sem sjúklingunum kemur vel að
geta fengið. Hún hefir veitt okkur góða aðstoð með því, að útbýta
kristilegum ritum meðal sjúklinganna og starfsfólks spítalans, og
vér 'biðjum þess, að það starf megi bera mikinn ávöxt.
Að morgni annars í páskum fórum við með sætabrauð og smárit