Sameiningin - 01.07.1919, Blaðsíða 28
150
í eitt af munaSarleysingja-hælum borgarinnar, sem er nálægt heimili
okkar. Þar eru nálægt 40 börn, frá 2 mánuðum og upp aS 18 ára.
aldri, og eru 2 þeirra blind. Eftir að við höfðum sungið páskasálm,.
talaði Mr. Takashima viS ibörnin um frelsarann og upprisu hans.
Svo sungum viS barnasálm, og létun? börnin læra viSkvæSiS utan-
bókar og syngja þaS meS okkur, og aS því loknu gáfum viS hverju
barni einn poka af sætabrauSi og eldri börnunum kristileg smárit.
Eins gjörSum viS í fyrra á jólunum. HæliS er svo óþokkalegt, aS
þaS er stórkostleg minkunn borg, sem í er hálf miljón manns. En
úr þessu verSur vonandi bætt, því nú er veriS aS reisa annaS nýtt
hæli utarlega í borginni, og þaS ætla eg aS fara og skoSa einhvern
næsta daginn. —
Sendimennirnir.
ÞaS var einu sinni konungur, sem varS mjög veikur, og hann
vildi. koma boSum um þaS til sonar síns, sem var í öSru landi. Hann
kallaSi þá til sín þrjá menn, og sagSi þeim aS fara til sonar síns
sem hraSast, og segja honum frá líSan sinni. Hann sagSi þeim aS
fara hver sína leiS, til þess aS skilaboSin kæmust, þó aS itorfærur
yrSu á leiS einhvers þeirra; en leiSin var samt jafn löng, sem þeir
þurftu allir aS fara.
Á þriSja degi kom fyrsti sendimaSurinn í borgina þar sem kon-
ungssonurinn var. ÞaS var um hádegis'bil og sólarhiti mikill : hann
var allur sveittur og rykuguren hann flýtti sér tafarlaust, eins og
hann var, til konungssonarins og flutti honum skilaboSin. — Konungs-
sonurinn spurSi hann um landiS, sem hann hafSi fariS um, en sendi-
maSurinn gat ekki frætt hann um þaS, því hann hafði ekki um annaS
hugsaS, en aS hraða sem mest ferS sinni. OÞ.egar hann haíSi skilaö
boðunum, laugaði hann sig og boröaSi, og lagSist svo til svefns.
Seinna um daginn kom annar sendimaSurinn. Hann var snyrti-
legur útlits, því hann hafSi laugaS sig í ánni fyrir utan borgina, áSur
en hann gekk á fund konungsins. Þegar hann hafSi flutt honum
skilaboðin, spurði konungssonurinn hann jim landiS, sem hann hafSi
fariS um. “ÞaS er fagurt land”, svaraSi hann; “akrarnir eru blóm-
legir og trén full af ávöxtum; í skógunum stóru er mikiS af söng-
fuglum og alls konar dýrum.”
Seint um kvöldiS kom þriSji sendimaöurinn. Hann var vel til
fara og ólúinn, því hann hafSi líka laugað sig í ánni og hvílt sig,
áSur en hann kom til konungssonarins meS skilaboöin. Konungsson-
urinn spurSi hann, eins og hina, um landiS, sem hann hafSi fariS
um, og hann lýsti þvi vel og greinilega. “Eg fór inn á akrana”, sagSi
hann, “og skoSaSi korniS, og þaS var fallegra en nokkurt annaS korn,
sem eg hefi séS. Eg smakkaði líka á ávöxtunum á trjánum, og aldrei
hefi eg betri ávexti bragðaS. Eg hlustaSi lika á söng fuglanna, og
hann var yndislegur; eg náði einum þeirra til þess aS lofa þér aS
heyra hve fallega hann syngur.” SíSan gaf hann konunginum söng-
fuglinn, og hann söng fyrir hann svo aS unun var á aS hlusta.