Sameiningin - 01.09.1922, Síða 12
268
farið. Treysti eg mér ekki til þess, en naut að íslendings, ei
heitir Leifur Sölvason, sem er þaulvanur bílstjóri. Eins og
flestir aðrir fór eg út til Hollywood, sem nú er stundum kallað
í spaugi Alca-bollywood—þar sem kvikmyndirnar flestar verða
til—og sá mörg stórhýsi hinna nafnkendari leikara. Eru það
ihallir, en ekki vanaleg heimili. Þaðan fór eg ofan að strönd-
inni, en þótti fyrir að mér vanst ekki tími til þess að fara út að
Catatina eyjunni, sem liggur þar fyrir utan, og sigla þar í bát-
um með glasbotni, þar semj sjórinn er svo tær, að það sér til
botns, og hinn fjölskrúðugi sjávargróður birtist manni í allri
sinni dýrð. — En það er svo margt, sem mann langar til að sjá
á slíku ferðalagi, að erfitt er um að velja. Eg skrapp til Pasa-
dena, sem er io eða 12 mílur frá Los Angeles, og er það óvið-
jafnanlega fagur bær. Eru það mest auðmenn, sem þar búa
Þar er búsett Elín Nielsen, dóttir Friðriks Nielsen, móður-
bróður séra Hans Thorgrímsen og séra Steingríms Thorláks-
sonar, en systir Mrs. J. P. Arason og Mrs Magnus Ásgrímsson
í Norður Dakota. Hefir hún þar sölubúð og aðra í Santa Bar-
bara, og selur kjóla og hannyrðir. Eru systur hennar þrjár
þar einnig, tvær giftar annara þjóða mönnum. Hefir Elín
Nielsen rutt sér braut með frábærum dugnaði og listfengi, og
eru þær systur allar hinar myndarlegustu. Þó þær séu þarna
einar af Islendingum, fyrnist ekki hjá þeim íslenzkt mál. Þær
töluðu það hreimfagurt og óbjagað.
Aðra ferð fór eg út frá Los Angeles til Redlands, sem er
milli 60 og 70 mílur frá Los Angeles. Er það í suðaustur og
bærinn í San Bernardino dalnum. Þangað fór eg aðallega
vegna þess, að þar er búsettur Gústaf Anderson, bróðir fyrri
konu minnar. Hefir hann fengið heilsu sína aftur þar vestra,
og dvaldi eg hjá honum og fjölskyldu hans einn sólarhring. En
auk ánægjunnar, sem það veitti að koma til vina, er vel þess
wert að gera krók á leið sína til að sjá bæinn. Smiley Heights
í Redlands er eitt af þvi allra fegursta, er fyrir augu bar i ferð
minni. Var það áður hrjóstrugur fjallhryggur, en er núi feg-
ursti listigarður. Smiley bræður—miljóna mæringar—létu
vinna verkið og gáfu svo bænum eftir sig.
Meðan eg var í Los Angeles var eg mest á vegum Gunnars
T. Guðmundssonar og Ingibjargar konu hans. Erum við Tngi-
björg systkinabörn. Voru þau til húsa hjá Guðmundi Guð-
mundssyni og fconu hans, er áður voru í Duluth. Kann eg eigi
að lýsa, hvernig alt var fyrir mig gert af þessu fólki til þess að