Sameiningin - 01.09.1922, Page 26
282
Eins er um guödómsdýrð Jesú Krists. Ef hún fær aS skína inn í
hjörtu okkar, þá veröur þar hlýtt og bjart inni; þá dafna dygðirnar
eins og vorgróöur: trú, von og kærleikur, friSur, gleSi, hæverska og
barnsleg viSkvæmni. En ef viS látum svo annarlegar hugsanir
skyggja á dýrS frelsarans, þá dimmir þegar og kólnar inni fyrir og
dygðagróSurinn visnar upp. ViS þurfum því sífelt að eiga frelsar-
ann í hjartanu.
5. Jóhannes skírari var mikill og góður guSsmaður. En hann
var ekki ljósið guðlega. Hann að eins bar vitni um ljósið. Jesús
er hátt upp hafinn yfir alla menn, sem uppi hafa verið; ber af þeim
öllum, eins og sólin af tunglinu. Máninn lýsir aS sönnu, en ljósiS
er ekki frá sjálfum honum; þaS er endurskin sólargeislanna—dauf-
ur bjarmi, sem vantar ylinn og lífskraftinn. Svo er ljó.s hinr.a
beztu guðsmanna, í samanburði viS guSdómsdýrð Jesú Krists.
6. MyrkriS, syndsamleg þverúð og heimska mannanna, vildi
ekki taka viS ljósinu guðlega. Fyrir því höfnuðu mennirnir Jesú
Kristi. Það er ekki vitiS, heldur syndin, sem hafnar Kristi; þó við
skiljum ekki eSa þekkjum guSseSii hans til fulls, þá getum viS tign-
að hann og elskaS, og fylgt honum. Ef viS gjörum það, þá dafnar
trúin í hjörtum okkar, eins og af sjálfu sér. En ef viS höfnum
Kristi, neitum aS fylgja honum, þá er þaS af því, aS við viljum ekkt
láta af einhverjum syndum; við kjósum þá myrkrið, heldur en
ljósið. Það versta illverk, sem til er, er að hafna frelsaranum. ViS
erum myrkursins börn, ef viS gjörum það.
7. Jesús gefur okkur mátt til að verða GuSs börh. Til þess er
hann í heiminn kominn, að opna okkur leiSina til GuSs. Hann er
meSalgangarinn. Viljum viS þekkja GuS? Kynnumst þá Jesú
Kristi. Viljum við ganga á GuSs vegum? Fylgjum þá frelsaran-
um. Viljum við elska föðurinn? Lærum þá að elska soninn.
Viljum viö verSa GuSi líkir? Líkjumst þá Jesú Kristi. Viljum
viS öSlast náS GuSs og fyrirgefning? Treystum þá honum, sem
al-heilagur gekk undir byrSi syndarinnar og gaf sig i dauSann
fyrir okkur alla.
8. Tvent er það sérstaklega í fari frelsarans, sem gagntekiS
hefir hjarta Jóhannesar. ÞaS er náSin og sannleikurinn. Það er
eins og honum finnist guðdómur frelsaras hafa skinið einna biart-
ast í þessum einkennum — hvað hann var mildur. blíður, nærgæt-
inn viS sorgmædd og iðrandi mannshjörtun, og hvað hann var
sannur. OrS hans og eðli er i fullu samræmi; hvorttveggja hefir
viS sig einhvern guSdómlegan, sannfærandi kraft, sem yfirgengur
allan skilning, en fullnægir hjartanu.
Til hliðsjónar: Jes. 11, 1-9; Matt. 11, 25-28; Jóh 8, 12; 14. 8-9;
17, 1-5; Fil. 2, 5-10; 2. Kor. 4, 5-6; Hebr. 1, 1-4.
Sálmar: 18; 59; 253; 354 (32. Passíus.J.