Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1922, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.09.1922, Blaðsíða 23
279 mínum innra manni, sem náö Drottins hefir þar látið festa rætur.” Hjartanlega ber aö þakka þessa gjöf og þaö hugarþel, er henni fylgir. Það er viðeigandi að láta trygðina við minn- ingu látins ástvinar og trygðina við starf Guðs ríkis renna saman í eitt í slíkri minningargjöf. ----------o---------- I........................: ÚR HEIMAHÖGUM. I .......................i Prestastefna.—Prestar kirkjufélagsins, áttu fund með sér á Gimli síðustu dagana í Ágúst. Byrjaði fundurinn í kirkju Gimli safnaðar þriðjudagskvöldið þ. 29. Forseti félagsins, séra R. Mar- teinsson, stýrði fundinum og hafði undirbúið störfin vandlega, — enda voru fundirnir óvenjulega uppbyggilegir. f fundarbyrjun fór fram guðsþjónusta og flutti þá séra N. S. Thorlaksson ræðu. Fund- irnir stóðu þar til á fimtudagskvöld. Aðal-umræðuefni voru guð- fræðilegs efnis. Fyrri daginn voru umræðurnar um Pcrsónu Jesú Krists. Um það efni voru fluttir þrír fyrirlestrar, sinn hver af þeirn prestunum, séra F. Hallgrímssyni, séra Adam Þorgrímssvni og séra Jónasi A. Sigurðssyni. Séra Friðrik rakti sögu Kristsfræð- 'innar í sínum fyrirlestri, en hinir fyrirlestrarnir tveir voru samdir frá trúfræðilegu sjónarmiði. Séra Adarn hefir sent “Sam.” fyr- irlestur sinn og kemur hann í næsta blaði. Hitt aðal-umræðuefnið var Trúarjátningar kirkjunnar og var það lagt fyrir fund með fvr- irlestri þeim, er birtist i þessu blaði. Önnur erindi, er flutt voru á fundunum voru um Samband við þjóðkirkjuna íslensku og um Húsvitjanir. Flutti séra Halldór Jónsson fyrra erindið en séra Sigurður Ólafsson hið síðara. Samtali út af I. Kor. 1. stýrði séra K. K. Olafson og útskýrði kaflann Séra R. Marteinsson talaði í fundarlok um trúmensku við kirkjufélagið og skólann. Á fundinum komu prestarnir sér saman um, að leita samskota í öllum sunnudagsskólum vorum og senda það fé. er safnaðist, sem jólaglaðning til barna þeirra á íslandi, er feður sína mistu í sjóinn í mannskaðaveðrinu mikla. Er sagt, að við Eyjafjörð séu ekki færri •en 50 föðurlaus börn eftir voðaslys þessi. Samskotin er ætlast ti’ að komi til forseta kirkjufélagsins í byrjun október. Kveðja til barnanna á íslandi frá börnum sd.skólanna verður prentuð á ióla- •spjöld og send hverju barni um sig með peningagjöfinni, í samráði við sóknarprestinn. Má telja víst, að allir sunnudagsskólarnir verð: bæði fljótt og vel við þessum tilmælum. Síðasta kvöldið, sem prestarnir voru á Gimli, var haldinn op-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.