Sameiningin - 01.09.1922, Side 20
276
í Canada og leitaðist hr. Sigtryggur Jónasson við að greiða veg
þeirra og finna þeim hentugt nýlendu-svæöi. í því starfi
komst hann í kynni viö trúboöa nokkurn, er John Taylor hét
og viða hafði fariö og var mörgu kunnur. Mr. Taylor hreyföi
því viö Sigtr. Jónason, aö leita Islendingum aö landnámi í
Norövestur hluta Canada, og félst hann á það. En þá voru
ástæður svo erfiðar, að án styrks úr einhverri átt varð ekki
hugsað til framkvæmda. í þann tíð var Dufferin lávarður
landstjóri í Canada.' Var hann kunnur Islendingum og þeim
velviljaöur. Þeir John Taylor ög Sigtr. Jónasson afréðu því,
að leita til landstjórnarinnar um styrk til landnáms íslendinga
i Manitoba. Gekk það greiðlega og völdu þeir og þeirra félag-
ar síöan nýlendusvæði á vesturströnd Winnipeg-vatns. í því
gamla landnámi stendur nú Gimli-bær.
Canada-stjórn fól Mr. Taylor umsjón um landnámið, en
Mr. Jónasson fór út til íslands í umboði stjórnarinnar, haustið
1875. Kom hann aftur næsta sumar með þann stærsta hóp
vesturfara, sem nokkurn tíma hefir fluzt af íslandi, og fór flest'
það fólk til Nýja-íslands. Sama haustið, sem Sigtr. Jónasson
fór til Islands, fór Mr. Taylor meö hóp íslendinga frá Ontario
og settist aö á Gimli (1 októbermánuði 18751). Var þar Þa
eyðiskógur og óbygt land. Undir leiðsögn John Taylors hófst
landnámið í Nýja Islandi og með umsjón hans tók fólkið að
búa um sig þar. Hinn fyrsta vetur mætti það miklum erfið-
leikum og bjó við harörétti, enda dóu þá margir. En er vor-
aði fengu þeir, sem eftir lifðu, nýjan kjark og ruddu sér fljótt
braut til lífvænlegrar framtíðar. Næsta vetur, urðu frum-
byggjar þessir, og innflytjendurnir mörgu, sem til nýlendunnar
komu sumarið 1876, fyrir nýjum hörmungum, því þá geisaði
bóluveikin , og sóttvörður var settur kringum bygðina. All-
margir dóu þennan vetur.
Eftir fyrstu árin fór smám saman að ibatna hagur manna o°
fjöldi innflytjenda dreifðust út til nærliggjandi héraða, því nóg
var þá af óbygðu landi nær og fjær, og vinnu að fá með aii-
góðum launum. Þegar á öðru og þriðja ári fór hagur islenzku
landnemanna að færast í viðunanlegt horf. Þess er vert að
minnast, að svipaða raun sem íslenzku landnemarnir urðu inn-
flytjendur frá öðrum þjóðum að þola, og er þrautasaga íslend-
inga engin undantékning, iheldur hliðstæð saga við landnáms-
sögu annara þjóðflokka. En þess skal minst, hversu iand-
nemarnir fyrstu ruddu veginn til framtíðar vellíðunar, og
þoldu sjálfir ótal hörmungar. “Því skulu þeir virðir vel”.