Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1922, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.09.1922, Blaðsíða 25
281 Umsagnir um bækur og rit, sem “Sam.” hafa verið send, \erða flestar að bíða næstu blaða. Ekki lofast “Sam.” til þess að minn- ast á alt, sem henni er sent til umsagnar. Ritstjórnin endurnýjar áskorun sína tii prestanna og annara þeirra manna, er ritfærir eru, um að senda blaðinu ritgerðir. Ekki nennir hún að ganga i þeim erindum búð úr búð, en tekur með þökkum við ritgerðum velunnara sinna. Ritgerðir verða að vera komnar til ritstjóra fyrir fyrsta dag þess mánaðar, sem þær eiga að birtast í. Sunnudagsskóla-lexíur. Deild þessa annast séra G. Guttormsson. 1. LBXÍA: Jesús Kristur líf og Ijós mannanna—Jóh. 1, 1-18. MINNISTEXTI—I því va( líf, og lifið var Ijós mann- anna.—Jóh. 1, 4. 1. Lexíurnar í flokki þessum eru útdráttur úr æfisögu frelsar- ans, eins og hún er sögð í gnðspjöllunum. Textinn, sem fyrir ligg- ur hér í fyrstu lexíunni, er upphaf eða inngangur Jóhannes guð- spjalls. Jóhannes lýsir hér guðdómsdýrð Jesú Krists, holdtekiu hans og frelsandi kærleika. Lýsingin er háfleyg og efnisrík. Vif þurfum að -taka vel eftir hverju orði. 2. Jesús er “orðið”, orð Guðs, í sérstökum og djúpum skiln- ingi. Við notum orðin, málfærið, til að láta í ljós það, sem okkur býr í brjósti, birta okkar innra mann fyrir öðrum—það er að segja, ef við erum sannorðir og hreinskilnir. 1 svipuðum skilningi má segja, að Jesús sé “orð” Guðs. Hann birtir okkur föðurhjartað eilífa; sýnir ökkur dýrð, heilagleik, gæzku, mátt og vizku guðdóms- ins í mannlegri mynd J14. v.), sem allir menn og jafnvel smábörnin geta eygt og skilið. 3. Það er annað meira en guðsmyndin mannlega, hrein og ó- spilt, sem birtist i Jesú Kristi; það er sjálfur guðdómurinn íklæddur mannlegu holdi (\. v.J. Hann er eitt með Guði föður frá eilífð (1. og 2. v.). Sköpun allra hluta er ekki síður hans verk en föðurs- ins (3. v.). Hann er lífgjafinn æðsti, og uppspretta hins sanna ljóss, en það getur enginn verið, nema Guð einn (4. v.J. 4. Jesús er lif og ljós mannanna, alveg eins og sólin er líf og 1 jós jarðargróðursins. Það er sólin, sem vekur jarðlífiS af dvala meö geislum sínum. Það er. hún, sem dregur skýin upp úr hafinu: það er hún, sem mis-litar loftið og veldur vindunum, sem flytj?. regnskúrir yfir gróðurmoldina. Þegar sólin lækkar á lofti eða er hulin skýjum til langframa; eða þegar kuldanæðingarnir norðan úr íshafinu hnekkja veldi hennar um stund, þá hnignar öllu jarðlífi.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.