Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1922, Page 21

Sameiningin - 01.09.1922, Page 21
277 ÞaS geta nú verið misjafnar skoSanir manna um þaS, livort landsvæði það, er Capt. Sigtr. Jónasson og iMr. John Taylor leiddu íslendinga til, hafi veriö hiö ákjósanlegasta, sem völ var á, eöa ekki. En ekki verður því neitaö, aö af- leiöingin af því landnámi er stórvægileg.! Það merkir nýtt tímabil í sögu Islendinga. Þessir fyrstu landnemar bjuggu svo um sig, að nýlenda þeirra varö aðal aðsetustaöur þeirra, er frá Islandi fluttu eftir ‘það, og frá þessari aðalstöö dreiföist fólk- ið síðan út til annara hygöa, bæöi í Canada og Bandaríkjunum. 1 Nýja-íslandi var gefiö út fyrsta fréttablaðiö, sem út kom ; Ameríku á islenzka tungu, “Framfari”, og fróöir menn hafa sagt, aö frá Nýja-íslandi hafi komið tiltölulega flestir vorra vestur-íslenzku mentamanna. Landnemarnir á Gimli frá 1875 stofnuðu hina fyrstu varanlegu ibygð íslendinga í Ameríku, sem um leið er aöal-stofn, eöa frumstofn, hinna annara bygöa Is- lendinga i Ameríku. Þaö landnám var líkt frækorni, er síðar varð stór eik og breiddi lim sitt yfir lönd og höf. Um þaö leyti, sem þessi bygð hófst, voru liðin eitt þús- und ár frá fyrstu bygð íslands, og fólksfjöldi íslands var um Bo,ooo. Síðan eru liðin ekki full 50 ár, og nú er fólksfjöldi á íslandi talinn 90—100 þúsundir, og Islendingar í Ameríku og afkomendur þeirra 25-—30 þús. Fólkinu íslenzka ihefir því fjölgað urn þriðjung á 50 árum- fram yfir það, sem var eftir þúsund ára bygð íslands, og efnahagur og menning þjóðarinn- ar aukist eftir sömu 'hlutföllum, eöa meir. Þ.að er einsdæmi í sögu íslenzkrar þjóðar. Áhrif Vestur-íslendinga á þjóðina heima hefir verió stórkostleg, þó ef til vill hafi lítið borið á þeim. Þegar Sigtr. Jónasson var heima 1875—1876, er mælt að hann hafi sagt löndum sinum frá járnbrautum, vegum og skipaflota, sem íslendingar gætu eignast 0g ættu að eignast. Sagt er aö “landinn” hafi virt það aö vettugi og jafnvel gert skop aö. En nú er þetta komið fram og orðiö að áhugamál- urn þjóöarinnar. Framför og vellíðan hefir fallið í skaut afkomenda hinna fyrstu landnema og þeirra, er sitgu í þeirra spor. Sjálfir 'hafa þeir yfirleitt að eins boriö út býtum erfiðið. Flestir þeirra eru nú dánir og fæstir hafa fengið þökk fyrir starfið. Á með- al þeirra, sem dánir eru, er Mr. John |Taylor. Þ.ó hann ekki væri íslendingur, var honum þó jafn ant um hag þeirra eins og væri hann það. Hann varöi síðustu starfskröftum sínum. í þarfir íslendinga. Hann átti mótstöðumenn, og honum varð starfið á stundum erfitt og augljóst er það, að hann hefir feng-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.