Sameiningin - 01.09.1922, Blaðsíða 30
286
sinna. BoöiS verSur til þess, aS móSir Jesú ferSast til Betlehem
norSan úr Galíleu. Og þar fæSist svo frelsarinn, samkvæmt fyrir-
heitum spámannanna.
3. “'Hann kom til eignar sinnar, og hans eigin menn tóku ekki
viS honum” ()óh. 1, 11). Ekkert rúm var fyrir frelsarann í gisti-
húsinu, þegar hann fæddist. MóSir hans varS aS leggja hann til
svefns hjá mállausum dýrunum. Þó hafSi þjóðin beðiS meS eftir-
vænting eftir þessum konungi sínum. Og þegar hann óx upp, fékk
hann ekki rúm í hjörtum þjóSar sinnar. Enn í dag er honum út-
hýst úr hjörtum margra, sem tigna hann meS vörunum. Gáum aS
einu: Ef heimafólkiö þar í Betlehem hefSi lagt stund á miskunn-
semi, eftir boSum GuSs í gamla testamentinu, þá heföi þaS ekki út-
hýst sjúkri móSur og nýfæddu barni úr húsum sínum; og þá hefSi
þaS boriS gæfu til að ljá lausnara 'sínum húsaskjól, þegar hann
fæddist. Sá sem ekki líknar nauSstöddum, úthýsir frelsaranum enn
í dag.
4. Drottinn veitir auSmjúkum náð sína. Fátækir fjárhirða'r
fá fyrstir aS heyra fagnaðartíðindin um fæSing Jesú Krists.
5. ÁSur höfSu spekingar heimsins veriS aö leita Guðs. Hér
hirtist Guð mitt á meSal mannanna; kemur til þeirra sjálfur, til að
frelsa þá. Við finnum Guð, ekki með eintómri leit eSa fálmi, eins
og hann sé falinn eða langt í burtu — heldur með því að veita hon-
um viStöku, þegar hann vitjar okkar.
6. Fjárhirðarnir fóru sjálfir til frelsarans, til aS sjá hann
meS eigin augum. Gjörum eins.
i
7. Drottinn gjörSist smábarn til að stofna riki sitt á iörð-
inni, og “hver sem ekki tekur á móti guSsríki eins og barn, mun
alls eigi inn í það koma.”
8. Minnist þess, sem kom fyrir Elías spámann á Horeb-fjal’.i
forðum. Drottinn var ekki í storminum, landskjálftanum eSa eld-
inum; en í hægum vindblæ fann spámaðurinn nálægS hins alvalda.
Svo er um fæðing frelsarans. “GuSs reiði-stormur geisa vann,”
og hegningin gekk yfir, eins og landskjálfti og eldur—í þrumu>-aust
spámannanna, í þrengingum, ánauS, útlegS og andlegum umbylting-
um. ÞeHa var frá Drotni, en hann birtist þar ekki sjálfur í eig-
inni persónu. En hér er himnakonungurinn til vor kominn í ung-
barnsreifum; hvílir í jötu málleysingjanna, í kyrlátu sveitaþorpi,
meSal almúgafólks. Umheimurinn verSur einskis var. Koma hans
er ekki boöuS rneð herlúSri, heldur í indælum englasöng, sem fjár-
hirðunum einum er leyft aö heyra. Og enn í dag lætur þessi saga
í eyrum okkar eins Og þíður vindblær, sem boöar okkur komu Drott-
ins.
Til hliðsjónar: Jes. 9, 1-7; Dan. 2, 35-34; 7. 13-14: I. Kon. 19,
11-13; Matt. 11, 25-26; I. Kor. 2, 6-10,—Sálmar: 84 : 86-95; 13; 30.