Sameiningin - 01.09.1922, Page 27
283
2. LEXlA : Uppruni Jóhannes skírara—Lúk. 1, 5-25; 57-64.
&INNIST.: Sjá, eg sendi sendiboða minn á undan þér,
er búa mun þér veg—Mark. 1, 2.
1. Lexíutextinn segir okkur frá fæðing Jóhannes skírara,
sem Guð hafði kjörið til að undirbúa hjörtu lýðsins undir kenning
og starf Jesú Krists. ÞaS dýrlega verk var honum fyrirhugaö
löngu áöur en hann fæddist. Allir kristnir menn, eiga að greiða
fre'lsaranum veg, boða öðrum náðarerindið og efla ríki Jesú Krists
á allan hátt. Einhvern sérstakan hluta í þessu) dýrlega starfi höf-
um við allir þegið af Drotni. Enginn svo lítilmótlegur, að hann sé
undan þeginn. Vinnum hlutverk okkar trúlega, með hjálp Guðs.
2. Gyðingaþjóðin var í mikilli niðurlæging um þessar mundir.
Rómverjar höfðu sett Heródes, grimman harðstjóra útlendan, t'!
ríkis yfir landinu. En Drottinn hafði ekki gleymt þjóð sinni; þeg-
ar hún virtist vera yfirgefinn, sendi hann henni spámanninn Jó-
hannes, og síðan frelsarann sjálfan, til að veita henni náð sína i
rikulegri rnæli en nokkru sinni áður. Guð ber umhyggju fyrir okk
ur í mótlætinu, og vill, að það verði okkur til blessunar.
3. Foreldrar Jóhannesar voru bæði réttlát og guðrækin, og
þessi sonur þeirra varð mikill maður í ríki Drottins. Það er ein
hver sú dýrmætasta Guðs gjöf, sem til er, að eiga góða foreldra,
sem elska frelsarann og innræta okkur það, sem gott er á meðan við
erum börn.
4. Foreldrar Jóhannesar voru farin að eldast og áttu ekkert
barn. Þau höfðu lengi beðið Guð að veita sér þessa gjöf, en ekki
fengið bænheyrslu. Þó veitti Guð þeim þes’sa blessun á sínum iíma.
Sa'karías, sem var prestur, fékk með undursamlegu móti, þegar
hann var að þjóna Guði í musterinu, tilkynning um það, að Guð
hefði heyrt bænir hans. Flytjum allar óskir hjartans fram fyrir
Guð, treystum gæzku hans og þjónum honum dyggilega. Þá meg-
um við vera viss um það, að hann heyrir bænir okkar og veitir okk-
ur náð sína og blessun langt frarrt yfir það, sem við biðjum eða
skynjum.
5. Sakaríasi var hegnt, þegar hann efaðist um sannleikann í
fyrirheiti Guðs. .Drottinn er miklur, en hann er líka heilagur og
vandlátur. Hann getur ekki látið neina synd afskiftalausa. Þó við
séum börn hans, þá agar hann okkur fyrir hvert brot. — Það er
stór synd, að efast um gæzku Guðs.
6. Þegar hegningartminn var liðinn og fyírirheit Drottins
uppfylt, þá fékk Sakarías málið aftur. Og hann lofaði Guð. Það
voru víst fyrstu orðin hans. Ef við hugsuðum oftar um þá föður-
mildi, sem gaf okkur málið, þá mundum við tala færri óþarfaorð og
leggja meiri stund á lof og þakkargjörð.
7. “Hann mun ekki drekka vín né áfengan drykk, en hann
mun fyllast heilögum anda,” segir engillinn um Jóhannes. “í Stað
þess að drekka yður drukna í víni, sem að eins Íeiðir til spillingar,