Sameiningin - 01.12.1923, Side 11
361
ekki æðstu og fegurstu tilfinningum lífsins, þá er lnín
ekki hin sanna jólagleði.
Hvernig er jólagleðin hjá okkur alment? Er það
hin hávaðasama heimsgleði, eða er það liin cljúpa, helga
gleði, sem snertir viðkvæmustu og beztu strengi mann-
legra tilfinninga? Geta börnin okkar haft eins helgar
endurminningar um jólin, þegar þau eldast, eins og við
finnum til, sem þektum jólin iieima ? Og eru jólin okk-
ar, fullorðna fólksins, eins helg og göfgandi, eins og þau
voru á fyrri tíð? — Eg efast um það.
Mér finst Santa Claus vera kominn í stað Jesú;
mér finnast veraldlegar gjafir vera komnar í stað liimn-
eskra gjafa; mér finst himneska dýrðin og sælan vera
að rýma fyrir jarðneskri gleði, um jólin.
í staðinn fyrir jólabarnið himneska, sem stráir frá
sér helgum geislum friðar og blessunar, höfum við feng-
ið skrípamynd jólasveinsins, sem kallaður er “hinn
heilagi Nikulás.” Hann ber poka í bak og fyrir, fulla
af leikföngum og sætindum, skríður svo niður reykháf-
ana. og skilur eftir gjafirnar í húsunum. Þetta er ekki
ljótt; karlinn er allra bezti karl; en þegar hann kemur
í stað Jesú Krists í hugum barnanna (sem vera mun
víðar en menn ætla), þá er jóla-hátíðin vanhelguð, og
þá eru bömunum sannarlega gefnir steinar fyrir brauð.
Santa Claus getur aldrei orðið meira en skrítinn, góður
karl í liuga barnanna; hann hefir engin skilyrði til þess
að leiða andlegan yl og liimneskt ljós í hjörtu barna og
unglinga, ljós, sem göfgi hugsjónir þeirra og lýsi þeim
á vegi lífsins.
En Jesús, barnið heilaga, sem fæddist á jólunum,
guðbarnið, sem var á allan hátt eins og önnur böm, nema
miklu, miklu betri og máttugri, hann hertekur hugi barn-
anna, og hefir betrandi áhrif á alt líf þeirra. Jesús er
þeim ímynd hins fegursta og bezta; hann er svo góður
og mikil, að hann hjálpar öllum og gleður alla, og sú
gleði, sem hann veitir, endist alla æfi. Börnin vita, að
fyrir Jesúm eru jólin til, vegna kærleika hans eiga þau