Sameiningin - 01.12.1923, Blaðsíða 16
366
af þeim sjóði í starfrækslusjóð Betels. Fyrir nokkru
síðan, þegar töluverður tekjuafgangur var, voru $1,000
teknir úr starfrækslusjóði og látnir í þennan nýja styrkt •
arsjóð stofnunarinnar. 1 sjóðnum eru nú um $1,750.
Eins og nafn sjóðsins ber með sér, er hann sérstaklega
til minningar um vestur-íslenzka landnámsmenn. Minn-
ing þeirra er sérstaklega heiðruð með gjöfum í þann
sjóð. Æ'tlast er til, að dánargjafir gangi í þennan minn-
ingarsjóð, en auðvitað geta menn gefið aðrar sérstakar
gjafir í hann, og verða þær þakksamlega meðteknar.
Með tíð og tíma vonum vér, að þessi minningarsjóður
vorði svo stór, að vextir af honurn nægi að miklu leyti
til þess að starfrækja stofnunina.
Tilgangur vor með þessum línum er að vekja at-
hygli fólks vors á þörfum, sem vér trúum fastlega að
úr verði bætt. Vér vitum að Betel og það starf, sem
þar er unnið, er öllum góðurn mönnum svo kært, að þeir
gjöra sitt ítrasta því til blessunar. 0g um leið og vér
þokkum af alhug fyrir alla góðvild Betel til handa alt
til þessa tíma, þá vonum vér, að menn haldi áfram að
sýna þá sömu góðvild nú, þegar þeim er bent á, að þess
er sérstaklega þörf.
Fyrir hönd stjórnarnefndar Betel,
Winnipeg, 4. des. 1923.
B. J. Brandson,
forseti nefndarinnar.
Jólahöllin,
Eftir J. Magmís Bjarnason.
Jólahöllin fagra stóð við þjóðveginn, þar sem hann iá
um fjallaskörðin, veðurnæm og þröng. Hún var áfanga-
staður og sæluhús langferðamanna. þar var engum út-
hýst, hvort sem hann var auðmaður eða öreigi. Og öllum
þótti þar gott að vera.
Eitt vetrar-kvöld, í myrkri og hríð, bar þar að garðí
riddara nokkurn. Hann var hniginn á efra aldur, en var
þó vel ern og hraustur. Hann hafði farið óravegu, dagfari