Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1923, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.12.1923, Blaðsíða 17
367 og náttfari, og var á leiðinrsi til skips, sem beið hans á næstu höfn, því hann ætlaði utan. Og af því nú, að dimt var af nóttu og hríðin að auk- ast, þá nam hann staðar fyrir framan Jólahöllina, steig af baki, barði að dyrum og beiddist gistingar. Dyravörður tók honum með opnum örmum gestrisninnar, fylgdi hon- um inn í höllina, .lét hann skifta um klæðnað og bar honum mat og drykk. En með hestinn hans var farið inn í hlýtt hús, þar sem stallur var fullur af heyi og höfrum. prátt fyrir hinar góðu viðtökur í Jólahöllinni, þá varð riddarinn strax eins og dapur í bragði. Hann hafði áður gist í þessari höll, og þá hafði hún verið uppljómuð af dýr- legum Ijósasfjölda; þá hafði hljómfögrum klukkum verið hringt í turninum; þá hafði unaðslegur hljóðfærasláttur ómað um alla höilina; og þá hafði fjöldi barna í mjallhvít- um skrúða sungið fagnaðar-ljóð og spilað á gullnar hörp- ur. — En það var langt liðið síðan, því að þá var hann ungur. Nú var mikil breyting á orðin. Klukkurnar voru að vísu enn þá í turninum, en það -heyrðist ekkert til þeirra. Hljóðfærin voru þögul; kertin voru fá og báru daufa birtu; og ekkert bam var þar sjáanlegt. Riddaranum brá í brún. “Hvers vegna er hér alt svo þögult, dimt og dauf- legt?” sagði hann við dyravörðinn. “Hér er alt eins og það er vant að vera,” svaraði dyra- vörðurinn. “Klukkunum er ekki hringt,” sagði riddaránn. “Jú, þeim er hringt; en þú heyrir ekki til þeirra, því að stormurinn úti hefi sljófgað heyrn þína.” “Kertaljósin eru bæði fá og daufleg.” “]?að logar glatt á öllum kertunum; en myrkrið úti hefir deprað sjón þína.” “En hvar eru börnin?” “pau fóru öll upp á loftsvalirnar, þegar þú komst inn. því að kulda lagði af klæðum þínum.” “En mun langt verða þangað til að eg fæ aftur fulla sjón og heyrn?” spurði riddarinn. “J?egar þú hefir lært að vera miskunnsamur,” svaraði dyravörðurinn. “Eg hefi háð tíu einvígi og yfirunnið tuttugu borgir; en eg hefi jafnan sýnt þeim vægð, er eg hafði sigrað, og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.