Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1923, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.12.1923, Blaðsíða 18
368 aldrei farið illa með skepnur,” — og augu riddarans tindr- uðu, >egar hann sagði >að. “En >ú hefir gleymt að vera miskunnsamur við sjálf- an þig,” sagði dyravörðurinn hógværlega. “Hvernig á eg að skilja það?” sagði riddarinn, og það kom undrunarsvipur á andlit hans. “pú hefir selt bamshjartað í sjálfum þér — bams- hjartað, sem Guð gaf þér — þú hefir selt það í sárustu ánauð — s e 11 það fyrir fánýtt glingur og lítilf jörleg völd. Og þess vegna getur þú ekki notið þeirrar sælu og ánægju, sem stendur þeim ti.l boða, er leita gistingar í þessari höll.” “Og get eg þá aldrei framar orðið þeirrar sælu að- njótandi ?” spurði riddarinn ,og varð enn þá daprari í bragði en áður.. “Nei, ekki fyr en þú leysir bamshjartað í sjálfum þér úr ánauð.” pegar riddarinn heyrði þetta, varð hann fölur sem nár. “Guð minn!” sagði hann og fyltist djúpri angist. “Guð minn!” hrópaði hann hástöfum. “Æ, veittu mér aft- ur barnshjarta!” Og varla hafði hann slept orðinu, þegar hann tók eftir því, að lítið bam í hvítum skrúða stóð við hlið hans. “Komdu með mér,” sagði barnið og tók í hönd riddar- ans; “eg ætla að sýna þér gullin mín.” 'Hinn mikilúðlegi riddari gjörði eins og bamið bað; og það leiddi hann innar eftir höllinni, þangað sem lítil vagga stóð fyrir framan altari úr marmara. “Líttu á!” sagði bamið. Og riddarinn leit á vögguna og altarið. “Horfðu nú fram,” sagði barnið, “og sjáðu gullin mín.” Riddarinn sneri sér við og horfði fram 1 höllina. Og það var eins og skýla væri dregin frá augum hans. — Höllin var nú uppljómuð eins og framast mátti verða, því að það logaði glatt á hverju kerti, en þau voru óteljandi. Klukkumar í tuminum hringdu af sjálfsdáðum. Stórir skarar af börnum í drifhvítum skrúða fyltu höllina á svipstundu, sungu fagnaðar-söngva og spiluðu undir á gullnar hörpur. Og hinn ferðlúni, aldraði riddari naut nú sömu sælu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.