Sameiningin - 01.12.1923, Síða 22
372
inn hennar stóð hjá arninum, og í honum var ný og falleg
sessa, en á bakinu lá þykt, hvítt ullarsjal. Og fyrir fram-
an stólinn stóðu Ijómandi fallegir, loðfóðraðir morgunskór.
“pér er kalt, amma,” sagðli Jón, og hann tók af henni
hattinn og vetlingana, og færði hana úr kápunni, svo ein-
staklega hpurlega og þýðlega, og setti hana í stólinn. Hann
hagræddi sessunni nýju við bak henni, vafði utan um hana
hvíta sjalinu, tók af henni stígvélin og færði hana í hlýju
morgunskóna.
“petta eru jólagjafirnar okkar Maríu,” sagði hann.
“Fer nú vel um þig, amma?”
Amma var eins og í draumi. Hún tók báðum höndum
um höfuð þessa nýja sonar síns og kysti hann innilega. Ef
til vill hefir hann fundið gömlu varimar hennar titra, því
þegar hann rétti úr sér aftur, glitruðu tár í augum hans.
“pú ert ósköp góður við mig,” sagði hún, og fagnað-
artárin runnu niður eftir vöngum hennar.
pá kallaði María úr eldhúsinu: “Kondu hingað, Jón;
þú þarft að hjálpa mér. Hann var ekki seinn að hlýða, og
að stundarkormi liðnu kom María inn með stóran bakka í
höndunum. Hún setti hann frá sér og hljóp til ömmu sinn-
ar og faðmaði hana að sér. Gleðileg jól, elsku amma mín!”
sagði hún. “Hvernig lízt þér á þetta tiltæki okkar Jóns?”
Ömmu var svo mikið niðri fyrir, að hún gat engu orði
upp komið. pá kom Jón inn með steikta kalkúna á fati,
og sagði: “Við skulum borða matinn á meðan hann er
heitur, María mín; við getum talað saman á meðan við er-
um að borða. Amma hlýtur að vera hungruð eftir kirkju-
ferðina, og eg finn bezt hvað mér sjálfum líður.”
“Ekkert er heldur að matarlystinni minni,” sagði
María brosandi. “En nú verður þú að sætta þig við það,
amma mín, að vera gestur okkar í dag, þó að þú sért í þín-
um eigin húsum.”
Á meðan Jón var að sneiða niður fuglinn, sagði María
ömmu sinni hvernig stæði á komu þeirra. “Hann Jón átti
upptökin að þessu öllu saman,” sagði hún og leit broshýr-
um augum til elskhuga síns, sem sat hinum megin við
borðið. “pegar hann kom heim til okkar í gær, og sá að
þú varst þar ekki, þá stakk hann upp á því, að við færum
hingað og héldum upp á jólin hjá þér. Eins og þú getur
nærri, þótti mér ekki margt að því, svo að við fórum út og