Sameiningin - 01.12.1923, Qupperneq 30
380
En meöan viö sátum þarna í leiöindum okkar, fór amma að
segja sögu.
“Þaö var maður nokkur,” sagöi hún, “sem fór út í náttmyrkr-
iö til aö fá eld til að kveikja upp með.Hann fór frá einum kofa til
annars og drap á dyr. ‘Kæru vinir, hjálpiö upp á mig!’ sagöi
Eann. ‘Konan mín hefir aliö barn, og eg verð aö kveikja eld til
aö hlýja henni og hvítvoðungnum.’
En það var langt liðið á nóttina, og alt fólkið svaf. Enginn
gegndi.
Maðurinn gekk og gekk. Eoks sá hann bjarma af eldi langt
frá. CÞá gekk hann -nær og sá, að eldurinn var undir beru lofti.
Hópur af kindum svaf í kringum eldinn, en gamall fjárhirðir sat og
vakti yfir hjörðinni.
Þegar maðurinn, sem eldinn vildi fá, kom að kindunum, sá
ihann að þrír stórir hundar lágu sofandi við fætur fjárhirðisins.
Allir þrír vöknuðu, þegar maðurinn nálgaðist, opnuðu sín miklu
gin eins og þeir vildu gelta, en ekkert hljóð heyrðist. Maðurinn
tók eftir því, að hárið reisti sig á höfðum þeirra og það glampaði í
eldsbjarmanum á beittar hvítar tennurnar. Þeir stukku að honum.
Hann fann, að einn þeirra glepsaði í föt hans, annar í hendina og
sá þriðji festi sig um háls honum. En gin þeirra og tennur vildu
ekki hlýða þeim, og maðurinn slapp óskaddaður.
Nú vildi maðurinn halda áfram og ná því, sem hann þarfnað-
ist. En kindurnar lágu svo fast saman. að hann komst ekki hjá þeim.
Þá steig maðurinn á bökin á þeim og gekk yfir þær að eldinum.
Og engin skepnan vaknaði eða ihreyfði sig.”
Að þessu hafði amrna fengið að halda áfram með söguna,
án þess að tekið væri fram í. En nú gat eg ekki annað. \ “Hví
gerðu þær það ekki, amma?” spurði eg.
“Það skalt þú fá að heyra rétt strax”, sagði amma — og hélt
áfram með söguna.
Þegar maðurinn var rétt kominn að eklinum, leit fjárhirðirinn
upp. Hann var gamall maður, óvingjarnlegur og óþýður í garð
manna. Og þegar hann sá ókunnuga manninn koma, greip hann
langa broddstafinn, sem hann ætíð bar, er hann gætti fénaðarins,
og kastaði honum í hann. Stafurinn stefndi beint á manninn en
áður en hann komst ailla leið, sveigði hann til hliðar og þaut fram
hjá honum, langt út á víðavang.”
Þegar hér var komið fyrir ömmu, tók eg aftur fram í.
“Amma, hví vildi ekki stafurinn meiða manninn?” — Amma
skeytti því ekki að svara mér, en hélt áfram með söguna.