Sameiningin - 01.06.1913, Side 5
IOI
fimmtugt, og er sunnudagsskólinri mér enn til eins mik-
illar ánœgju og nokkurn tíma áðr.
Sú er trúa mín, að vér ættum að taka siðferðilegum
framförum að sama skapi sem oss eykst vit og þekking.
1 dag með meira siðferðis-krafti en í gær, og þannig dag
eftir dag. En til þess að geta vaxið svo þurfum vér á
sunnudagsskólanum að lialda, þeim stuðningi og þeirri
andlegu u])plvfting, er þar fæst. Hvetja vil eg menn
kirkjunnar til þess ekki aðeins að sœkja sunnudagsskóla,
lieldr einnig til þess að taka þar að sér kennara-starf.
Þess em eg fullvís, að með því að kenna í sunnudagsskóla
liafi eg unnið mér sjálfum meira gagn en þeim, sem eg
leitaðist við að kenna.
Enginn af oss ætti að vera iðjulaus í kristnum söfn-
uði. Vinna styrkir alla í trúnni, karla jafnt sem konur.
Freistarinn kemr börnum til að gjöra eittlivað rangt, ef
þau eru ekki látin liafast að eittlivað, sem er rétt eða sak-
laust; alveg eins fyrir fullorðnu safnaðarfólki. Hætta
vofir æfinlega yfir kristnum manni, sem er iðjulaus. Hm
þann mann, sem náð hefir þekking á því, hvað Jesús
Kristr var, meðan liann dvaldi hér á jörðu, mun sú verða
reynd, svo framarlega sem hann leitast við að breyta
eftir honum, að hann gefr sér engan tíma til að gjöra sér
áhyggju út-af grufli því ýmislegu, sem raska vill ró sumra
kirkjumanna. Og engan tíma hefi eg til að lilusta á þann
kennimann, sem er að prédika um það, sem hann trúir
ekki, meðan heimrinn bíðr eftir að fá að heyra um það,
sem liann trúir.
Að ending vil eg brýna það fyrir þeim, sem orð mín
lieyra, að með engu móti má vanrœkja þá og þær, sem eru
á œsku-skeiði. Oss eru fengin börnin og fyrir þeim trúað,
og það er lieilagt trúnaðar-mál. Þau hafa augu á oss og
liafa það eftir, sem þau sjá til vor, líka það, sem vér vilj-
um ekld að þau liafi eftir. Vei því barni, sem upp er alið
á heimili, þarsem fólk liefir illan munnsöfnuð, eða gys er
gjört að trúnni, eða yfir borðum rœtt um fjárgróða eða
föt eða mat, en ekki um neitt, sem er gott og lyftir sálum
til guðs. Og ekki ætti foreldrar að láta sér nœgja, að
segja börnum sínum að sœkja sunnudagsskólann; þau ætti
sjálf að fara þangað með börnin. Ef vér látum oss eins