Sameiningin - 01.06.1913, Síða 9
io5
arina, einsog einhverskonar andlegt jórtr, sem þeir meS engu
móti geti án veriö di*ykklanga stund.
Þessi leiSi ávani hlýtr aS hafa miðr heppileg áhrif á þá
fnenn, sem honum eru háðir. Hann er einsog deyfingarlyf, sem
sljóvgar skilning manna og hugsun. Hvernig á þessu stendr,
verör oss ljóst, er vér athugum, hvaö í honum er fólgið. Mót-
sögn er það, þegar einhverjar tvær kenningar eða frásagnir
kcma þannig hvor upp á móti annarri, að önnur hvor getr ekki
verið rétt, nerna hin sé röng. Auðvitað getr önnur hvor verið.
rétt, e'ða þá báðar rangar.
Þegar nú einhver maðr þykist finna slíkar andstœður hjá
mótstöðumanni sínum, eða í kenningum þeim, sem hann vill
kollvarpa, gjörir sig ánœgðan með þann fund, hrópar um hann
fjöllunum hærra og lætr þar allri rannsókn og íhugun málsins
staðar numið, — hvað hefir hann unnið með því? Hann hefir
gjört sjálfan sig merkilegan /eða ómerkileganj, — það er allt og
snmt. Hafi hann i raun réttri fundið mótsögn, þá eru menn
litlu nær um það, hvorum megin sannleikrinn liggr, eða hvort ekki
þurfi að leita að honum á enn öðrum slóðum. Láti ein'hver
maðr sér tíðrœtt um slíkan fund, þá hefir hann bent mönnum
á, a'ð vegrinn til sannleikans kvíslist þar í þrjár götur eða fleiri;
en hver þeirra sé sú rétta er mönnum jafn-huliö, eftir sem áðr,
ef ekki er gjört meira en að benda á mótsögnina. En einmitt
þessu atriöi virðist margr sá gleyrna, sem nasvís er í þessu
„mótsagna“-snuðri. Hvenær sem hann rekr sig á eitthvaö, sem
hœglega megi búa til andstœður úr, virðist hann verða svo
hrifinn af þeim mikilleik vizku sinnar, sem fundrinn leiði í
ljós, að hann gleymir alveg, hvaS það var, sem hann ætlaöi að
leita eftir i fyrstu — aö það var sannleikrinn, en ekki tómar
„mótsagna-flœkjur“.
Sönnum framförum, hvort heldr eru á sviði hugsunar eða
farmkvæmda, verðr ekki hrundið áfram með því að vekja upp
slíka drauga, heldr með því að kveöa þá niðr. Vilji menn koma
einhverju í framkvæmd, þá rísa óðar upp óteljandi erviðleikar
— óteljandi „mótsagnir" —, sem virðast koma í bága við fyrir-
ætlunina a'S! gjöra henni ókleift áframhaldiö. Ekkert verðr gjört
með því einu að setjast niör og einblína á þessar andstœður.
Það þarf að ryðja þeim úr vegi, gjöra þær að engu, sýna fram
á, að þar sé um liillingar einar að rœ'öa eða mýflugur gjörðar
að úlföldum, áðr en nokkuð getr oröiö úr framkvæmdinni.
Vilji menn sanna eða hrekja einhverja kenning, þá verðr hið
sama uppá teningi; þá birtast örðugleikar eða mótsagnir á báð-