Sameiningin - 01.06.1913, Side 18
og síðan fyrir biskupnum sig beygöi,
og sagði bljúgr: „Salve domine!“
Svo stóð hann upp, hann meira mæla vildi,
en mál hans enginn nema biskup skildi:
„Mig hefir páfinn sent af sinni náö
frá sinnar tignar aðsetrssta'ð, Rómi,
á þetta auma ísi þakta láð,
að eyða mörgum heiðnum villudómi
og hreinsa lýð af svörtu syndagrómi
og djöfulinn að svifta sinni bráð.
Það vald mér hefir guð og páfinn gefið;
hér getið þér heyrt syndalausnar-bréfið:
„Eg leysi þig af allri sekt og synd,
það sama, hvað hún mikil kann að vera.
Eg hreinsunarelds alla ára bind,
svo eigi nokkurt mein þér kunni’ að gera.
Eg hreinan skal þig öllum opinbera
sem nýfœtt barn, er laugar skírnar-lind.
Eg fyrir heljar-hlið set sterka branda,
en himnaríkis dyr þér opnar standa.
„Nú sjáið þér, hvert erindi mitt er,
eg ei þarf framar heilagt mál að brýna.
Frá páfanum eg boðskap yðr ber;
hann býðr yðr kveðju guðs og sína.
Hann ætlast til þér annizt nauðsyn mína,
er eg með drottins erindsrekstr fer.
Hann skipar ei, vill yðr aðeins biðja
1 orði’ og verki mig sem bezt að styðja.
„Það kostar nokkuð, þó eg það ei tel,
um þesskonar eg vona’ að menn ei hirði.
Eg fyrir gjafverð syndakvittun sel,
og silfr manna’ og gull er litils virði.
Já, gull og silfr sálunum er byrði.
Nú páfinn, guð og eg það yðr fel.
Það kemr stundum greiði greiða móti,
það getr skeð til yðar nokkuð hrjóti.“
Svo mælti hann og gráum augum gaut,
og glotti’ á biskup nokkuð kímilega.
En biskup hryggr höfði drap í skaut
og horfði sér í gaupnir fullr trega;
€n hinir sátu hnípnir alla vega,
og eigi nokkrum orð af munni hraut.