Sameiningin - 01.06.1913, Blaðsíða 22
n8
NOKKRAR ATHUGANIR
um máttarstoðir þær, sem kristindómrinn er byggðr á.
Eftir herra Svein Sölvason.
1. Fyrst er boðskapr engilsins til Maríu meyjar;
hann tekr aftr í syndafallssöguna og sýnir nákvæmlega
sambandið við fyrirheitið, sem guð gaf forðurn, um að
sæði (afkvæmi) konunnar skuli merja höfuð höggorms-
ins; nú á fyrirheit það að rætast.
2. Þarnæst er sagan um fœðing frelsarans með öllum
þeim dásemdum, sem henni eru samvaxnar; hann er nú
fœddr, sem frelsa skyldi syndfallið mannkynið frá glötun
og dauða.
3. Þá er sagan um skírn Jesú — vígslu hans til hins
mikla embættis, — hans, sem faðirinn hafði frá eilífð fyr-
irhugað mannkyninu til frelsunar. Faðirinn lýsir þá yfir
því, að Jesús sé sonr lians elskulegr, sem hann hafi vel-
þóknan á; jafnframt úthellir faðirinn yfir soninn hinni
miklu gjöf heilags anda, og býr liann þarmeð svo út sem
þurfti til framkvæmdar verki því, er hann þá hóf að vinna,
en jafnframt til þess hann fengi staðizt freistingarnar,
sem fyrir honum lágu upp-frá því.
4. Næst er freistingar-sagan. Af henni sést, að
freistingar þær, sem Jesús varð þá að mœta, þótt ekki sé
þær nema í þrem þáttum, voru svo víðtœkar, að í þeim
felast allar þær freistingar, sem mœta oss mönnum á lífs-
leiðinni: freisting til að meta líkamlegu þarfirnar meir
en þær andlegu, — freisting til stœrilætis og ofmetnaðar,
—freisting til ágirndar með öllu liinu djöfullega föruneyti
liennar. Með sönnu má segja, að með þessum freisting-
um hafi frelsarans verið freistað á allan hátt einsog vor,
(en) án syndar (Hebr. 4, 15). Hann stóðst alla þessa
reynslu.
5. Ummyndunar-sagan. Þar er stór-merkilegt at-
riði, sem kristindómrinn hefir að undirstöðu. Lærisvein-
arnir hafa heyrt kenning Jesú og séð kraftaverk hans;
þeim til fullvissu um það, hver hann sé, eru þeir þrír, sem
þá voru með honum, látnir sjá dýrðlega ummyndan hans,
og af himni ofan lýsir guð faðir yfir því í álieyrn þeirra,