Sameiningin - 01.06.1913, Qupperneq 23
íi9
að Jesús sé son hans elsknlegr, og býðr þeim að hlýða hon-
um. Til þess að þeir fái af hendi leyst hlutverk það hið
göfuga, er þeim var fyrir sett, ríðr fremr öllu öðru á, að
þeir hlýði Jesú.
6. Þá er píslar-sagan, og mun kristið fólk helzt vera
henni vel kunnugt. Þar framkvæmir sæði konunnar verk
það, sem því var frá eilífð fyrirhugað, mannkyninu til
frelsunar.
7. Upprisa drottins Jesú. Þar opinberast sigrinn
mesti, sem unninn hefir verið hér á jörðu frá upphafi
mannkynssögunnar — hinn einstaklegi guðlegi sigr frels-
arans yfir myrkraríkinu, og þarmeð frelsan mannanna
frá eilífri glötun. Einnig er þar fyrirmynduð upprisa
guðs barna á síðasta degi, þá er lægingar-líkamir þeirra,
dýrðlega ummyndaðir, sameinast sálinni. Upprisa Jesú
staðfestir og hina miklu spádóma í gamla testamentinu
um Messías.
8. Uppstigning Jesú. Með því dásamlega nndri
setr hann óafmáanlegan stimpil á friðþægingar-lærdóm-
ínn.
Á skírdagskvöld lofaði hann lærisveinum sínum, að
hann skyldi senda þeim heilagan anda, sem myndi leiÖa
þá í allan sannleikann. Þetta kom fram á hvítasunnudag
—einsog kristnu fólki er kunnugt. Með gjöf andans, er
þeim veittist þá, má svo kalla, að frelsarinn liafi afhent
þeim skjalið mikla, sem hann áðr hafði útbúið og innsigl-
að. Að sjálfsögðu hefir þá ómað í sálum þeirra rödd föð-
ursins, er þeir áðr höfðu heyrt af himni ofan: „Hlýðið
honum!“ Síðan hafa sömu orðin á öllum öldum í krist-
inni kirkju veriÖ skilin svo sem töluð væri til allra læri-
sveina Jesú Krists, enda mun sá skilningr haldast þar ó-
breyttr til heimsloka.
Sálmr,
Eftir séra N. Steingr. borláksson.
Lag: Sælir eru þeim sjálfr guS.
1. Æ, drottinn! hve mín synd er sár ■—
ei sár það grœði’ eg, Jesús!