Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1913, Síða 27

Sameiningin - 01.06.1913, Síða 27
123 KVITTANIR fyrir peningum, er mér hafa veriö greiddir.—Safn- aðagjöld: Lúterssöfn. $9, Selkirk-söfn. $15.—1 heiðingjatrúboðs-sjóð: Fríkirkjusöfn. $4.85, sd.sk. Fríkirkjusafn. $1.95, Frelsissöfn. $10.50, sd.sk. Frelsissafn. $4.30, Immanúelssöfn. í Baldri $11.05. — Ennfremr: gjöf frá ónefndri konu í heiöingjatrúboös-sjóö $15. fÞ'essi gjöf gat ekki birzt í ársreikningum, er lagðir veröa fram á kirkjuþingi næsta, því reikningarnir voru fullgjörðir, þegar gjöfin kom til féhirðisj Friðjón Friðriksson, varaféh. k.fél. FYRIR UNGA FÓLKIÐ. Deild þessa annast séra Priðrik Hallgrímsson. David Livingstone 1813 — 19. MARZ — 1913. (NiSrlag.) V. Síðustu ferðirnar. Þessi þáttr nær yfir átta síðustu æfiár Livingstone’s.—Hann hélt fyrst frá Englandi til Bombay á Indlandi, og bjó sig þar til ferðar- innar. Þaðan hélt hann svo til Zanzibar, á austrströnd Afríku, og svo þaðan inn-í landiö. Tilgangr feröarinnar var sá, að finna upptök stóránna þriggja: Kongo, Zambesi og Nílár; og í þeirri leit var hann á ferðinni fram og aftr milli vatnanna stóru fjögurra: Nyassa, Tan- ganyika, Moers og Bangweolo. Raun var honum það mikil, hve illa þeir reyndust honum flestir, förunautarnir, sem hann haföi fengið sér í Bombay. Fjöldi af þeim strauk frá honum, er þeim fór að leiðast ferðavolkiö, og höfðu þeir með sér á burtu mikið af farangri hans, og þar á meðal meðala- kassann, svo langa-lengi var hann meöalalaus meö öllu, og lengst af þeim tíma fárveikr; en sumir þeirra komu svo illa fram, aö hann neyddist til að senda þá heim aftr; aðeins örfáir af öllum hópnum reyndust honum tryggir til hins síðasta. Eftir þriggja ára hrakninga og ótrúlega erviðleika, veikindi, hungr og vosbúð, komst hann til Ujiji við austrströnd Tanganyika- vatns, og var hann þá svo máttfarinn, að síðustu áfangana varð hann að láta bera sig. Þar átti hann von á blöðum og bréfum og töluverð- um forða af meðulum og öðrum nauðsynjum; en mest-öllu af þvt hafði verið stolið, og ekki lá þar fyrir honum nema eitt gamalt bréf.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.