Sameiningin - 01.06.1913, Síða 28
124
Hann komst aS því, að þetta var samsœri af hendi arabskra þræla-
kaupmanna, sem vildu hann feigan. Fjörutíu bréf skrifaöi hann þaö-
an, en Arabarnir, sem hann sendi þau meö og borgaði vel fyrir flutn-
inginn, sáu svo um, að þau komust aldrei til skila. Hann var þarna
aö kalla má einn síns liðs, meðalalaus og illa útbúinn; en sama var þó
alltaf traust hans til föðursins á himnum.
Eftir fárra vikna hvíld lagði hann á stað aftr í vestrátt, aö kanna
ókunna stigu, aðallega til að kanna á þá, er nefnist Lualaba, og hélt
hann um hríð, að það væri Níl. í þeim leiðangri var hann tvö ár rúm,
og mest af þeim tíma var hann í Norðrálfunni talinn dauör. Þrátt
fyrir margvíslega erviðleika komst hann alla leið vestr að Lualaba,
eftir margar tafir, sem aðallega stöfuðu af því, að Arabar, sem ráku
þrælaverzlun um þær slóöir, gjörðu allt, sem þeim var unnt, til að
tefja hann og spilla fyrir honum. Honum voru sendir menn, sem var
látið heita að ætti að hjálpa honum, en áttu ekkert annað erindi en
að gjöra honum sem mesta farartálma. Með því móti var ekki viö
því að búast, aö feröin gengi greitt. Þeir stálu frá honum, rœgðu
hann við landslýðinn og frömdu allskonar svívirðingar, sem þeir svo
töldu fólkinu trú um að hann væri valdr að.
Livingstone var nú kominn til Nyangwe, þorps við Lualaba-á, í
landi Manyuema-manna; það var í Júlí 1871; og þar kom þaö fyrir,
sem að líkindum var eitthvert mesta og sárasta mótlætið, sem hann
varð að þola um dagana. Arabar tveir, sem þóttust vera vinir hans
og bandamenn, létu fyrst þræla sína brenna upp ein tíu blökkumanna-
þorp, — en þrættu auðvitað fyrir, að þeir ætti þar nokkurn hlut að
máli—; og svo nokkrum dögum seinna, þegar um 1500 manns voru
saman komnir til markaðar, og Livingstone var að ganga þar um og
tala við fólkið, þá fóru þessir þrælar allt í einu að skjóta á varnar-
laust fólkið; það flúði niðr-að ánni og fór í báta sína; en í flaustrinu
og þrengslunum hvolfdi mörgum þeirra, en þrælmennin stóðu á ár-
bakkanum og létu skothríöina dynja miskunnarlaust á þessu vesalings
saklausa fólki, sem var að reyna að bjarga lífi sínu á flótta. Sjálfsagt
ein fjögur hundruð manns voru myrt þann dag; en þrælarnir héldu á-
fram hryöjuverkunum og kveiktu í hverju þorpinu á fœtr öðru. „Það
fór um mig hrollr, sem orð fá ekki lýst“ — reit Livingstone í dagbók
sína—, „við að sjá varnarlaust kvenfólk myrt hundruðum saman fyrir
augunum á mér; mér fannst engu líkara en aö eg væri staddr í hel-
víti.“ Hann gat ekki fest yndi þarna lengr, og afréð að halda sem
hraðast aftr austr til Ujiji. En sárast var það, að hvar sem hann fór
um landið, þarsem þetta þrælslega ódæði haföi veriö unnið, fann