Sameiningin - 01.09.1913, Síða 5
i95
Og blasir þetta þó enn betr nú viS en nokkru sinni fyrr,
eftir það, er liinn dýrmæti vinr vor er frá oss liorfinn inn-í
eilífðina'.
Frá því fyrst er vér Islendingar fórum verulega að
eiga með oss s.jálfa hér í frjálsu landi, og sérstaklega að
búa uni oss með triímál vor í sjálfstjórnanda félagskap
kirkjulegum, liefir oss allt til þessa fremr.skort menn eri.
nokkrið annað. Skortr á mönnum, sem vel væri til þess!
hcefir að inna að liendi lilutverk þau hin margvíslegu, er
fyrir oss lágu í félagslífinu,. liefir að undanförnu veriði
svo mikill, að við sjálf-t lá einatt, að hann gjörði út-af við
oss. Enda má með sönnu.segja um oss sem félagsheild, að
vér hofum sí og æ að undanförnu verið að leita að mönn-
um, einsog einn af spekingum Forn-Grikkja sagði um
sjáífan sig. Hann gekk með l.jós loganda í hendi um
stræti Aþenuborgar og kvaðst vera áð leita að mönn-j
uin.. Forvitinn fólksgrúi þyrptist utan-urn hann, en
liarin vísaði þeim öllum. burt, segjandi napr í orði:
„Eftir mönnum var eg áð leita, en ekki að dverg-
uni.“ Ervið hefir oss Vestr-lslendingum orðið maun-
leitin, afar ervið, en guði sé lof: ekki hefir hún þó algjör-
lega misheppnazt- Einn mann að minnstá kosti höfum
vér fundið, og eignazt af náð drottins —. Friðjón Frið-
riksson—■, reglulegan fyrirmyndarmann—, mann með
dásamlegu jafrivægi, heilan mann, en ekki liálfan, mann,
sem alltaf mátti reiða sig á, mann, sem ekki þurfti háa
stöðu til að lyfta sér upp; hver sú staða, sem lionum hefði
hlotnazt, myndi með honum hafa lyfzt upp; vitran mann,
réttsýnan mann, góðan mann, — mann, sem bar það með
sér á svipnum, að til lians væri öllum óhætt að leita ráða,
Öllum vildi hann vel, og þeim, er til hans flúðu með ú-
hyggjumál sín ervið eða að því er virtist óviðeig-
anleg, persónuleg eða félagsleg, réð hann hin holl-
usta og spakvitrustu ráð. Hann var sem Njáll í
hópi vorum. 1 annan stað minnti framkoma hans
öll og persóna á Hall af Síðu; svo var sanngirni
hans og mannúðar-tilfinning hans rík. Einatt heyrðum
vér liann og með klökku lijarta og hýru augnaráði minn-
ast þess, er sá fyrirmyndarmaðr í fornsögu íslenzkrar
þjóðar eftir bardagann á alþingi xit-af brennumálinu
mikla bauðst til þess að leggja ógildan Ljót son sinn, hinn
mannvæmlega, er liann unni svo mjög, til þess að sátt og
friðr kœmist á. Þar sá Friðjón fyrirmynd sína og vora.