Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1913, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.09.1913, Blaðsíða 7
i97 eins segja fáein orð uin fyrirtœkið, sein nú loksins á með guðs lijálp að lirinda á stað- Skólahugmynd kirkjufélagsins hin upphafíega er, svo sem mörgum mun kunnugt, náknýtt við blað þetta og ritstjóra þess. A kirkjúþingi 1887, þá er „Sam.“ var á öðru ári, skilaði hann kirkjufélaginu þeim hundrað doll- urum, sem þingið veitfi lionum að launum fyrir ritstjórn- ar-verkið á liðnu ári, og ákvað með samþýkki þingsins, að með þeirri smáu fjárupphæð skyldi byrjaðr sjóðr til stofnunar íslenzkum skóla af hálfu kirkjufélags vors! Hvernig sá skóli ætti að vera var öllum þá all-óljóst. Það, sem helzt vakti fyrir mönnum, var, áð skólinn þyrfti að vera í því lagi, sem útheimtist til þess áð hann gæti orðið kristindómi fólks vors liér um slóðir til mestrar eflingar, en jafnframt verulega stutt að varðveizlu móðurmáls vors og þess annars, seni dýrmætt er í þjóðernis-aríi vor- um, hjá Vestr-lslendmgnm á ókomnuni tíðuín. Markmið- ið, sem keppa yrði að í því tilliti, virtist öllúm þá eitthvað í líking hinna œðri skóla liér í landi, eða þeirra, sem skipá næsta stig þar fyrir neðán. Oss dreymdi ýmist um ís- lenzkt college eða um ísienzkt akademí—með tilsögn í námsgreinum þeim öllúm, sem veitt er í slíkum skólum. Ekkert minna en það ýiitist lengi vel í mál takanda, að því er snertir skóla þánii; sem vér létum oss dreyma nin. En afleiðing þess, að vér hugsuðum svona hátt, varð sú, að ekkert, sem teljanda sé, var gjört ár eftir ár og eiml áratug eftir annan. Skólamálið virtist dautt í liöndum kirkjufélagsins—eða að minnsta kosti deyjanda. Mörg- um hefir tilliugsan sú orðið mikill sársauki. En reynsla þessi hefir einsog öll önúur mótlætis-reynsla átt að verða oss til góðs. Nú sjáum vér út-af hinni löngu og sáru hið, að skólahugmynd vor hin upphaflega var öfug — ekki að- eins að því leyti, að önnur eins menntastofnan og sú, er fyrir oss vakti áðr, hlýtr ávallt að reynast oss fjármuna- legt ofrefli, heldr einnig.að því leyti, að miklu ódýrari skóli getr allt eins vel fullnœgt þeim sérstaklegu þörfum Yestr-lslendinga, sem fyrir oss hafa vakað frá öndverðu. Gott og blessað, að ekkert. varð af framkvæmd í skólamálinu fyrr en vér vorum komnir út-úr þokunni með það menntunar-fyrirtœki. Einsog málið snýr nú við oss getum vér í drottins nafni byrjað án þess að reisa oss hurðarás um öxl. „Sameiningin“ leggr megin-áherzlu á það í liug-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.