Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1913, Qupperneq 9

Sameiningin - 01.09.1913, Qupperneq 9
199 Skólamálið. Eftir séra Rúnólf Marteinsson. Á ýmsan hátt hefir „skólamálið“ verið hið óviðjafn- anlega mál vort í kirkjufélaginu. Um það hefir verið meira talað og meira deilt en nokkurt annað mál vort. Inní það hefir komizt meiri hiti en nokkurt annað mál. Það mál liefir knúið fram liinar mælskustu rœður á kirkjuþingum. Eg veit ekki nema sumir hafi orðið stór- ir rœðumenn fyrir skólamálið. Hvar sem kirkjuþing hefir staðið hefir fjöldi manna flykkzt að til að hlýða á umrœður í skólamálinu. Stundum hefir legið við, að kirkjufélagið klofnaði — allt útaf skólamálinu. Öll þessi ár liöfum vér kallað það vort „stóra mál‘ ‘. Lengi framan-af var þetta mál þrungið djúpri alvöru, bæði hjá vinum og óvinum kirkjufélagsins. Ungir menntamenn, sem liöfðu trú á því, litu á skólahugmyndina sem liið glæsilegasta í starfi kirkjufélagsins. Mótstöðu- mönnunuin var ekki eins mein-illa við neitt hjá oss eins og skólamálið. Á síðari árum út-af deilum þeim og’ klofningi, sem átt hefir sér stað hjá oss, liefir starf vort að mörgu leyti beðið tjón. Dofi liefir leiðzt yfir oss í sumum greinum. Vér höfum fengið slag, og erum tæplega búnir að fá fullan mátt síðan. 1 þessu ástandi liafa sumir farið að hugsa dýpra og með meiri alvöru en áðr. Við þá rannsókn hafa þeir sannfœrzt um, að „eitt er nauðsyn- legt“ til varðveizlu og þroska liins göfugasta, sem vér Islendingar í Ameríku eigum: SKÓLI. Eftir 26 ára sögu liefst nýtt tímabil í skólamálinu með síðasta kirkjuþingi. Drauma-tíminn er á enda, barnaleikrinn búinn. Framkvæmdartíðin er runnin upp- Að sjálfsögðu er framkvæmdin, þegar vér sjáum fyrstu myndina af henni, ekki eins skrautbúin og háskóla-hug- myndin, sem reis upp fyrir mönnum í fyrstu draumun- um. En menn verða oft að sætta sig við það, að eitthvað af ioftköstulunum lirynji. Þegar til veruleikans kemr, verða flestir að sætta sig við að byrja á lægstu tröppunni i smáum stýl. Það er eitt bezta merkið fyrir framtíð skólamálsins, að vér höfum nú loks fengið liugrekki til að byrja í smáum stýl. Vér byrjum ekki með því að reisa dýra bygging. Vér liefjum kennslu í húsrúmi, sem oss

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.