Sameiningin - 01.09.1913, Qupperneq 11
201
skóla og stunda nám í þessarri deild? Allt kirkjufélagið
ætti að hafa gott af þessu, ef hluttaka verðr nógu almenn.
Vér felum nú vestr-íslenzkum almenningi þetta mál
og treystum því, að fólk vort styðji oss. Þetta mál varð-
ar velferð vora og framtíð liér í landi, og vér eigum mál
það allir. Undir liluttöku fólks er nú allt komið.
„Eitt augnablik, helgað af himinsins náð,
oss hefja til farsældar má.“
Guð gefi, að byrjun skólans verði slíkt augnahlik í þjóð-
arsögu vorri liér vestra.
Allar skýringar á þessu máli veitir
R. MARTEINSSON, skólastjóri,
493 Lipton St., AVinnipeg.
Landið fyrirheitna.
Fyrirlestr, scm scra Guttormr Guttormsson flutti
á kirkjuþingi síðasta.
Árið 1796 sendu forsprakkar frakknesku stjórnarbyltingarinnar—
eða öllu heldr þeir af forsprökkunum, sem þá voru eftir á lífi — liðs-
foringja nokkurn ungan og lítt reyndan suðr á ítalíu til að takast á
hendr yfirstjórn frakkneska hersins þar. Sá her Frakka hafði átt í þófi
fretnr en stríði við Austrríkismenn og Sardininga þar syðra í nærfellt
fjögur ár með litlum árangri, og horfðist mjög illa á fyrir Frökkum,
er hér var komið sögunni. Þeir höfðu enn ekki fótfestu nema allra
nyrzt i ítalíu í suðr-hlíðum Alpafjalla. Liðsmunr var talsverðr á
móti. Hermennirnir bjuggu við þröngan kost; þeir gengu í gauð-
rifnum fata-görmum, fengu ekki skotfœri eða vistir nema með höpp-
um og glöppum, og mála sinn höfðu þeir ekki séð um langan tíma.
Þaö var því lítil furða, þótt þeim förlaðist hermennsk'an, enda mátti
það gott heita, úr því, sem komið var, að þeir fóru ekki algjörlega
halloka fyrir óvinunum. Við her þessum, svona til reika, tekr svo
hinn ný-bakaði herforingi, leiðir hann út-í nýja orrahríð, vinnr hvern
stór-sigrinn á fœtr öðrum og brýtr afl óvinanna algjörlega á bak aftr
á fáeinum mánuðum. Maðr þessi var Napóleon Bónaparte.
Auðvitað voru það hinir alkunnu hœfileikar Napóleons, sem riðu
bagganmninn. En hœfileikar eru ekki fólgnir í töfrum, heldr í skarp-
skyggni. Eftir því, sem mér skilst á orðum Napóleons sjálfs, var
sigrinn því að þakka fremr öðru, að Napóleon sá, hvað gekk að her-
mönnunum — eg á ekki við hin ytri kjör þeirra, því úr þeim gat hann
lítið sem ekki bœtt í bráðina, heldr ástandið inni fyrir, í hugskoti
þeirra. Hann fann nóga þrautseigju hjá þeim, nóga hugrekki, en
allan sannan áhuga vantaði. I'cir höföu haldið uppi málamyndar-
hernaði, höfðu ,,hleypt úr byssunum á óvinina rétt til þess að frióa