Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1913, Side 15

Sameiningin - 01.09.1913, Side 15
205 með. Meira a5 segja: menn geta jafnvel verið svo guðrœknir, aö þeir leysi af hendi bœnar-skyldu kristins manns á hverjum degi, og þó getr bœnin, þrátt fyrir alla þá skyldurœkt, orðið að dauðum bók- staf, almennum orðatiltœkjum, ónytju-hjali um allt og ekki neitt, al- gjörlega ávaxtalausu, af því að ekki var sókzt eftir neinni ákveðinni blessun. Þannig berjast menn á útkjálkum, til þess að firra sjálfa sig ámæli samvizkunnar og stara steinblindum augum á fyrirheitna landíð. Eða — svo eg skifti aftr um líking — menn hafast við útá eyðimörk lögmálsverka, sár-sjá eftir kjötkötlum heimsins og telja eftir sér hvert sporið, sem þeir þurfa að stíga í áttina heim til arfleifðar sinnar. Og svo stendr þetta áhugaleysi auðvitað framförum kristindóms- ins fyrir þrifum, fyrir þá sök, að tilgangi drottins er alls ekki náð, meðan menn sjá ekki annað en byrðar og skyldukvaðir í kristindómi sínum. Sabbatsdagrinn er til orðinn fyrir manninn, en ekki maðrinn fyrir sabbatsdaginn, og svo er um allan boðskap guðs, bæði lögmál og evangelíum. Vér getum ekki rœkt neina skyldu, sem guð leggr oss á herðar, nema vér þiggjum um leið þá blessan hans, sem þar á að fylgja með. Ef vér þiggjum ekki gjöfina, þá verðr skyldan unnin með hangandi hendi, og blessast ekki nema að hálfu leyti eða minna. Þér munið eftir dœmisögu frelsarans um pundin. Þeir mennirnir, sem höfðu hugann á árangrinum, létu féð á vöxtu, skiluðu af sér miklum gróða og gengu inní fögnuð herra síns. En maðrinn, sem gróf pund sitt í jörðu, hafði hugann á þeirri þungu skyldu, sem hon- um fannst húsbóndi sinn á hann leggja með því að trúa honum fyrir fé þessu. Og svo reyndi hann að hnit-miða trúmennsku sína við það, sem með sanngirni mætti af honum heimta, og þóttist hafa gjört vel, er hann skilaði aftr pundinu ávaxtarlausu. Þér munið auðvitað, hvernig fór fyrir honum. Hann lenti að sjálfsögðu í myrkrinu fyrir utan — útá eyðimörk lögmáls-bölvunar, þarsem hann hafði sjálfr kosið að halda kyrru fyrir. Annan mann vil eg benda yðr á, ekki ímyndaðan mann, í þetta skifti. Það er landstjórinn heiðni, Pontíus Pílatus. Eremr sam- vizkusamlega mátti það heita gjört af honum, er hann þvoði hendr sínar forðum. Eg sný ekk aftr með það. Hann sýndi með því verki hvorki meira né minna en samvizkusemi þá, sem svo mikið er til af í heiminum. Athugum, hvað þetta verk hans þýddi. Til hans er leiddr bandingi, dœmdr til lífláts af hinu gyðinglega valdi, og Pílatus er beðinn að staðfesta dauðadóminn, til þess honum geti orðið full- nœgt. Pílatus finnr enga sök hjá bandingja þessum, og er því til þess skyldr, bæði lagalega og siðferðislega, að láta hann lausan. Þetta býðr samvizkan honum að gjöra — en hinsvegar eru heiftugir vakls- rnenn og blóðþyrstr skríll, er hrópar því ákafar eftir krossfesting sem Pílatus lýsir því oftar yfir, að bandinginn sé með öllu saklaus, og hótar loks að kæra landstjórann fyrir keisara, ef ekki sé undan látið. Pílatus er í vanda staddr. Annarsvegar er samvizkan, en hinsvegar

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.