Sameiningin - 01.04.1914, Blaðsíða 1
amcmmgk
Mánaðarrit til stuffninr/s Jcirkju og Icristindómi íslendinga.
gejiff út af hinu ev. lút. Jcirlcjufélagi Isl. í Vestrheimi
RITSTJÓRI JÓN BJAJiNASON.
XXIX. ÁRG. WINNIPEG, APRÍL 1914. Nr. 2
Kirkjuþing 1914.
Hér með tilkynnist abnenningi, að ársþing Hins evan-
geliska, lúterska kirkjufélags Islendinga í Vestrheimi
verðr, ef guð lofar, sett í kirkju Gimli-safnaðar á Gimli,
Manitóha, föstudag 26. Júní næstkomanda, að aflokinni
altarisgöngu-guðsþjónustu, er hefst þegar klukkan er
hálf-ellefu fyrir hádegi. Fulltrúar safnaðanna hafi með
sér lögmæt skírteini um kosning sína. Embœttismenn og
milliþinga-nefndir leggi fram ársskýrslur sínar á fyrsta
degi þingsins.
Minneota, Minn., 15. April 1914.
BJÖRN B. JÓNSSON,
forseti kirkjufélagsins.
------0-------
Friðþœgingin,
Höfundr þessarrar ritgjörSar er II. R. Mackintosh, kennari
viS Edinborgar-háskóla. Séra Friörik' Hallgrímsson þýddi
hana úr Febrúar-blaöi tímaritsins „The Nórth American Stu-
dent“, xnálgagni stúdcnta-sjálfboöaliös hreyfingarinnar hér
í álfu.
Vert er að taka þa'Ö fram þegar í upphafi þessa máls,
að vér getum aldrei of oft minnt sjálfa oss á það, að oss
ríðr ekki fyrst og fremst mest á því, að gjöra oss skiln-
ingslega grein fyrir friðþægingunni. 1 andlegum efnum
þarf hver maðr fyrst og fremst að trúa á guð fyrir Jesúm