Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1914, Side 10

Sameiningin - 01.04.1914, Side 10
58 því gnð er kærleikr og guð er heilagr. Kn krossinn er líka nauðsynlegr fyrir oss. Leyfið mér að bera fram einfalda spurningu: Af hverju veit sá, sem efast um það, að friðþægingin sé nauðsynleg til þess að fyrirgefn- ing geti orðið veitt, —af hverju veit hann, að guð er kær- leikr! Áreiðanlega af því, að sá sannleikr hefir verið opinberaðr í Jesú og öllu því, sem fram við liann kom. Engum skvnsömum manni dettr í liug að seg.ja, að fyr- irgefandi kærleikr guðs sé sjálfsagðr hlutr, er liggi í aug- um uppi, eins einfaldr og auðskilinn og margföldunar- taflan. Það eru til margir fœrir og gáfaðir rithöfundar nú á dögum, sem líta yfir mannlífið, sársauka þess, rang- læti og meinsemdir, og láta oss svo eftir vandlega um- hugsun í Ijós þá sannfæring sína, að aflið, sem öllu ræðr, hljóti annaðhvort að vera blind og meðvitundarlaus eðl- ishvöt eða þá illr andi. Nei, það er langt frá því, að sannleikrinn blessaði viðvíkjandi endrleysandi náð guðs sé sjálfsagðr hlutr. Hann er orðinn mönnum allsstaðar kunnr fyrir það eitt, að Jesús Kristr tók á sig byrði vora og bar hana, — fyrir það, að með píslum sínum opnaði hann glugga, er vér getuin horft út-um og séð hjarta guðs slá fyrir oss með brennandi, frelsandi kærleika. ------o------ Minning Hallgríms Pétrssonar- Megln-mál rœðu, scm séra Friörik Friðriksson i'lutti í Fyrstu lút. kirkju I W.peg stl. í föstu-inngang að morgni. Hvar sem íslenzk guðsþjónusta fer fram á þessum degi og á þessum föstutíma, sem nú fer í liönd, minnist íslenzk þjóð 800 ára afmælis þess manns, sem fremr öll- nm öðrum íslendingum iiefir orðið verkfœri til þess að leiða menn til réttlætis. Frá öllum prédikunarstólum ís- lenzku kristninnar hljómar í dag nafn Hallgríms Pétrs- sonar, með lofgjörð og þakklæti til guðs, sem gaf oss þetta dýrðlega trúarskáld. — Vafalaust má óliætt segja, að enginn hafi orðið ]),jóð vorri til eins mikillar blessun- ar og hann, enginn bent liugum íslendinga upp-til guðs einsog hann. Meðal vorrar þjóðar er liann sem stjarna fyrstu stœrðar. Hann hefir lifað í ljóðum sínum meir

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.