Sameiningin - 01.04.1914, Blaðsíða 6
54
dóm; en nú er það deginum ljósara, að það var ekki guð,
sem kvað upp þann dóm, lieldr vondir menn, sem reistu
krossinn og negldu Jesúm Krist á hann. Ilvernig getr
nú versti glœprinn, sem mannkynssagan hefir af að segja,
verið auglýsing guðlegs réttíætis, sem kveðr með því upp
dóm yfir hinu illa?
Þessu til svars vil eg leggja álierzlu á það, að vér
mennirnir lifum undir siða-lögmáli, sem skapar gjör-
valla tilveru vora og ræðr henni. Nú er það eitt sann-
reynt einkenni þess mikla allsherjar-lögmáls, að syndin
hefir í för með sér sárar afleiðingar, er fylgja því, sem
rangt er gjört, með hátignarlegum óraskanleik náttúru-
laganna. Hver maðr kannast við þetta; en er betr er að
gætt, þá verðum vér þess varir, að hegningin þarf ekki
allt-af að koma niðr á þeim, sem rangt breytti; það getr
vel komið fyrir, að þjáningin út-af synd Iians leggist
þvngst á aðra. Vér erum ekki einangraðir einstakling-
ar; heldr erum vér limir félags-heildar, sem er ofin sam-
an úr óteljandi lifandi þráðum; og þótt illgjörðamaðrinn
kunni sjálfr að komast lijá því að þola ytri hegning, þá
verða þeir, sem með honum lifa, að bera sára byrði, —
þótt þeir ef til vill sé alveg saklausir að því er þá sér-
stöku synd snertir. Þjáningin, sem af syndinni leiðir,
kemr niðr á hinum réttláta, sem finnr áreiðanlega rnest
til þess, hve hið illa er hryllilegt.
Þessa hugsun höfðu spámenn ísraels skilið endr
fyrir löngu og sett hana fram í búningi þeim, sem aldrei
fyrnist. Fimmtugasti og þriðji kapítuli í spádómsbók
Esajasar setr fram ógleymanlega þann sannleik, að rétt-
látr líðr í stað hins rangláta. Sérstaklega vil eg leggja
áherzlu á það, að þó-að harmkvæla-maðrinn mikli, sem
mynd er dregin upp af í þeim kapítula, þoli þjáningar af
liendi. grimmdar og ranglætis, þá er liann þó engu að
síðr að þola afleiðingarnar af synd annarra; og þær af-
leiðingar má einnig rekja til guðs. Líf hans var ná-
tengt við líf náunga lians, einsog þættir bands, sem svo
fast liafa verið undnir saman, að með engu móti verða
raktir sundr; og alveg einsog synd einhvers barns getr
komið sárast niðr á móður þess, af því hún sökum hins