Sameiningin - 01.04.1914, Page 4
vai' merkilega ólík hugarástandi Sókratesar, er drakk
eitrið alveg rólega, — og það jafnvel þótt Jesús væri
staðráðinn í því að taka hverjum þeim örlögum, sem fað-
irinn kynni að hafa honum ákvarðað. Á öllum öldum
hafa og kristnir menn fundið til þess, að Golgata er í sér-
stökum og al-einstœðum skilningi hrennidepill lúns guð-
lega endrlausnarstarfs.
Vér skulum nema staðar undir krossinum í trú og
tilbeiðslu, og opna hjörtu vor fyrir álirifum hans, og
reyna svo að gjöra oss skiljanlega og einfalda grein fyr-
ir hugsunum þeim, sem hjá oss vakna. Eg fvrir mitt
leyti hygg', að vér sannfœrumst þá um tvö stórmerkileg
sannleiksatriði og höldum þeim föstum.
1 fyrsta lagi fáum vér að vita, hvernig guð lítr á
syndina. 1 sambandi við komu Jesú er syndin dœmd,
og sá óraskanlegi dómr er kveðinn upp af guði sjálfum.
Getr oss skilizt, livernig því víkr við ?
Fvrst og fremst er þar kveðinn upp áfellisdómr yfir
syndinni fvrir þá sök, að hún fær að koma þar fram og
sýna sig einsog hún er, án þess að nokkurt dulargerfi
hylji hana. Áðr en Jesús birtist hér á jörðu, liöfðu menn
í syndalífi sínu umgengizt ófullkomna hrœðr sína; en
er Jesús kom, varð í fyrsta sinn fyrir þeim al-saklaus
heilagleikr. Aldrei höfðu þeir áðr mœtt fullkomnum
góðleik; því liafði og ekki nokkru sinni áðr getað komið
fyrir, að hið illgjarna hatr syndarinnar á heilögum kær
leik birtist á hæsta stigi sínu. Það, sem kom fyrir mann-
kynið á Golgata, var þá þetta í stuttu máli, að í meðferð-
inni á Jesú Kristi þar, var algjörlega flett ofan-af synd-
ugleik syndarinnar, — hún var dœmd þar þeim dómi, sem
aldrei verðr áfrýjað.
Þá er það í annan stað, að syndin er fvrirdœmd, ekki
aðeins fyrir afstöðu hennar gagnvart Kristi, heldr einnig
fyrir afstöðu Krists gagnvart lienni. Og afstaða lians
var ekki látin í ljós í orðum einum, þótt orðin sé þung á
metum, allra helzt önnur eins orð og þau, er Jesús talaði.
Það var sökum þess, hve heit og sterk elska hans var, að
hann fældist vonzkuna og hröklc undan henni með hrvll-
ingi; fvrir þá sömu sök kvað hann og svo feikna-hörð