Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1914, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.04.1914, Blaðsíða 13
6i feðr þeirra höfðu grýtt og líflátið: Þeir liéldu minning- arhátíðir urn hinar miklu guðs het.jur, en létu sér ekki segjast við orð þeirra, og höfnuðu svo Kristi, sem spá- mennirnir vísuðu til og hentu á. Ó, að slíkt komi ekki fyrir oss, að vér lieiðrum 300 ára afmæli Hallgríms Pétrs- sonar, en höfnum Jesú Kristi, sem hann svo sterklega og með svo ákveðnum orðum \rísar oss á. — Því her oss öllum, sem erum glaðir vfir þessarri skinandi stjörnu, sem guð hefir tendrað á sögu-himni kristni vorrar, að gefa gaum að því, sem stjarnan bendir oss til. Vér viljum lieiðra minning Hallgríms Pétrssonar; en vér heiðrum hana mest með því að láta hana leiða oss inn-í hið algjöra og ákveðna trúarsamfélag við guðs son og taka á móti réttlæti Jesú Krists. Þess er eg fullvís, að enginn meðal Islendinga, sem komnir eru heim til guðs, hefir kórónu fleiri gimstéinum prýdda en hann; því sérhver sál, sem hann hefir leitt til réttlætis með sálmum sínum, liefir hœtt við fögrum steini í kórónu hans. Ó, að margir nýir gimsteinar mætti nú bœtast við á þessum hátíðisdögum. Ó að margar sálir mætti nú vakna og taka til að lifa því lífi, sem eitt verðskuldar að kallað sé líf. Líf þessa drottins vinar og hinn kvalafulli sjúkdómr hans lirópa til vor og slá á hjartastrengi vora til iðrunar og trúar. Sálmar lians knýja á kjarta-dyr hvers einasta Islendings, að vakna til meðvitundar um œðstu skyldu sína. Á þessum degi er sem hrópað sé til hinnar íslenzku þjóðar: Vakna þrx, sem sefr, og rís upp frá dauðum; þá mun Kristr lýsa fyrir þér! — Vaknaðu því og sjáðu að þér, þú, sem lifir í hálfgjörðum svefni, og gríptu með lifandi trú dauðahaldi um krossinn á GIol- gata, og fáðu sálu þína þvegna í blóði Jesú Krists, guðs sonar. Þá verðr þetta sannr minningardagr hins út- valda þjóns guðs; þá heldr þri þessa hátíð einsog vera ber. -— Látum oss þá í þessu ljósi horfa á hina skærustu stjörnu þjóðar vorrar, og þakka guði fyrir hana; en lát- um ljósið, sem stafar af henni, hverfa inn-í geislaljómann í augliti frelsara vors. Það var löngun skáldsins, að sýna oss mynd Jesú, því hann vissi, að ekkert heftir eins hneyksli og svnd sem lierrans Jesú blóðug mynd. Það

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.