Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1914, Side 20

Sameiningin - 01.04.1914, Side 20
68 FERDAMINNINGAR. Hugleiðingar ttm eitt og annað, sem bar fyrir augu og cyrn á ferðalagi um byggðir Islendinga við Manitoba-vatn í Janúar-mánuði síðastliðnum. Eftir séra Jóhann Bjarnason. Vel man eg þaö, þegar eg var drengr a‘ð alast upp útá Islandi, aS oft var minnzt á þetta víðáttumikla land, Ameríku, þetta undra- land í vestrinu, sem seiddi til sín fólk úr öllum löndum heims, landið, þarsem meðalvegir gæfu og gengis áttu aS vera svo fátíðir, en undra- vegir til feikna láns og frama svo algengir, og eins á hinn bóginn til armæSu og eymdar. ÞaS hafSi gripiS hugi manna mjög sterklega. aS hingaS sœkti menn vanalega annaShvort stóra gæfu eSa stórt ó- lán. Þeir, sem fœri meS góS efni af Islandi, yrSi hér snauSir, en hinir allslausu yrði hér oftast vel efnaSir. 1 þessu síSasttalda eru vaíalaust talsverS sannindi. ÞaS er ekki fátítt, heldr miklu fremr al- gengt. aS þeir, sem efnalausir komu, hafa orSiS hér vel efnum búnir og nokkrir meira aS segja vellríkir. AS sumir, sem vel efnum búnir voru heima. hafi ekki bœtt hag sinn viS aS flytja vestr, mun og hafa átt sér staS. En algengt hefir þaS ekki veriS. Yfirleitt eru lifnaS- arhættir manna ríkmannlegri og efni betri en heima, þó undantekn- ingar sé hinsvegar frá þeirri reglu. Oftast man eg eftir, aS talaS var urn þrjú byggSarlög í Ameríku: Minnesota, Dakota og Manitoba. ByggSir Islendinga hér vestra voru þá aSallega þrjár, sín nýlendan í hvoru Bandaríkjanna Minne- sota og Dakota, og svo Nýja ísland hér í Manitoba. Nú eru byggS- irnar orSnar svo margar og stórar hér í Canada, aS maðr getr taliS upp heilan hóp af íslendinga-byggSum í staðinn fyrir Nýja Island eitt til forna, sem þó er enn aS mörgu leyti merkilegasta byggS Is- lendinga vestan hafs og söguríkust þeirra allra. BregSi maSr upp fyrir augu sér uppdrætti af Manitoba-fylki. þá sér maSr brátt, aS landflæmi þaS hiS mikla—eitt út-af fyrir sig stœrra en nokkur konungsríki í Evrópu til samans—er sundr skoriS af tveim feikna löngum og miklum vötnum, sem liggja frá norSri til suSrs. Eystra vatniS er hiS víSfræga, fiskisæla Winnipeg-vatn. Á vestr- strönd þess sySst, á nálega fimmtíu mílna svæSi frá norSri til suSrs liggr Nýja ísland. Hitt stórvatniS, sem maSr sér, er Manitoba-vatn. Raunar eru þarna tvö stórvötn. Winnipegosis-vatn tekr viS undir- eins fyrir norSan hitt og liggr einsog hin stórvötnin frá norSri til suSrs. ViS Manitoba.vatn má heita aS hver íslendinga-byggðin taki viS af annarri. Elzt þeirra er víst Álftavatnsnýlendan. sem liggr sunnarlega á austrströnd vatnsins. Þar austr-af GrunnavatnsbyggS. Fyrir vestan vatniS, gegnt ÁlftavatnsbyggS, eru og all-víðáttumiklar IslendingabyggSir. I engum af þessum syðri byggSum viS Manitoba- vatn er eg kunnugr. Hefi aldrei um þær fariS. En um norSrbyggS- ir landa vorra þar viS vatniS hefi eg ferSazt nokkuð. Þær byggöir

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.