Fréttablaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 12
4. apríl 2011 MÁNUDAGUR12 FRÉTTASKÝRING: Hvaða eignir eru í þrotabúi Landsbankans? 5. hluti Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuð máli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skatt- greiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunar keðjuna Iceland Foods. Samninganefnd Íslands í Icesave- deilunni hefur ekki lagt sjálfstætt mat á það hversu mikið fæst upp í kröfur Tryggingarsjóðs innstæðu- eigenda og fjármagnseigenda úr þrotabúi Landsbankans. Á fundi með nefndarmönnum sögðust þeir treysta mati skilanefndar bankans, sem hingað til hafi verið varfærin í mati sínu. Mat skilanefndarinnar á því hversu mikið fæst upp í forgangs- kröfur hefur verið uppfært reglu- lega, síðast miðað við upplýsing- ar sem lágu fyrir um áramót. Þá hækkaði mat skilanefndarinnar, og í kjölfarið endurskoðaði samninga- nefndin útreikninga sína á líkleg- um kostnaði ríkisins við Icesave- samninginn sem nú verður gengið til atkvæða um. Matið hefur hækkað um að meðal tali 23 milljarða á hverju þriggja mánaða tímabili frá apríl 2009. Það skýrist meðal annars af því að óvissa um endurheimtur fer minnkandi. Skilanefnd Landsbank- ans telur nú að um 89 prósent af for- gangskröfum fáist greidd. Íslenski tryggingasjóðurinn á 51,29 prósent af forgangskröfum í búið. Sam- kvæmt síðasta mati skilanefndar- innar nema áætlaðar heimtur úr þrotabúi Landsbankans 1.175 millj- örðum króna. Verði það lokaniður- staðan fær tryggingasjóðurinn um 602 milljarða upp í kröfur sínar. 679 milljarðar í hendi Heildarkröfur sjóðsins nema 677 milljörðum með vöxtum. Endur- heimtur úr þrotabúinu þurfa að komast nærri 1.300 milljörðum króna til að tryggingarsjóðurinn fái þá upphæð greidda að fullu. Miklu skiptir að nákvæmni mats skilanefndarinnar sé sem mest. Óháðir sérfræðingar frá Deloitte hafa tvisvar farið yfir verkferla og vinnu skilanefndarmanna við mat á verðmæti eigna, fyrst síðla árs 2009 og svo aftur í upphafi þessa árs. Í síðari yfirferðinni var einnig lagt sjálfstætt mat á verðmæti eignanna. Niðurstaða Deloitte var í báðum til- vikum sú að vinnubrögð við matið væru í lagi og mat á verðmætum í búinu væri rétt. Rúmur helmingur af þeim 1.175 milljörðum sem talið er að liggi í þrotabúi Landsbankans eru taldar mjög eða algerlega traustar eignir. Þar er annars vegar um að ræða 361 milljarð króna í peningum og hins vegar 318 milljarða í skuldabréfi útgefnu af nýja Landsbankanum og hlutabréfum í sama banka. Samtals eru þetta 679 milljarðar króna, um 58 prósent af eignum þrotabúsins. Þessi hluti eigna þrotabúsins er almennt talinn í hendi. Ýmsir hafa þó lýst efasemdum um að nýi Lands- bankinn geti staðið í skilum með greiðslur af skuldabréfinu. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins deila þeir sérfræðingar skilanefnd- arinnar sem fylgjast með þessum hluta eignarsafnsins ekki þeirri skoðun. Utan við peninga og eignir hjá nýja Landsbankanum á þrotabú Landsbankans aðallega útlán til erlendra viðskiptavina og hlutabréf í erlendum fyrirtækjum. Eignir í innlendum fyrirtækjum runnu inn í nýja Landsbankann. Bréf í Iceland Foods verðmætust Langverðmætasta eign þrotabús Landsbankans, fyrir utan reiðufé og skuldabréf frá nýja Landsbank- anum, er 66,6 prósenta hlutur í bresku matvörukeðjunni Iceland Foods. Skilanefnd bankans gefur ekki upp áætlað verðmæti bréfanna, ekki frekar en áætlað verðmæti hlutabréfa bankans í öðrum hluta- félögum. Ástæðan er sú að það gæti haft áhrif á kaupverðið þegar skila- nefndin ákveður að selja. Í bókum þrotabúsins er hluta- bréfaeign skráð samtals 117 millj- arðar króna. Það þýðir ekki að heild- arverðmæti Iceland Foods, House of Fraser, Hamleys og annarra fyrirtækja sem skilanefndin á hlut í rúmist innan þeirra tölu. Hlutabréf í Iceland Foods og öðrum eignum geta fallið í tvo flokka í bókum þrotabúsins. Eigi hinn fallni banki bréfin sjálf falla þau í flokkinn hlutabréfaeign. En hafi bankinn lánað fyrir hlutabréfa- kaupum í fyrirtækinu með veði í bréfunum, og ekki enn leyst til sín bréfin, falla þau í flokk með öðrum útlánum til einstaklinga, sem eru samtals 277 milljarðar króna. Það er því ómögulegt miðað við opinberar tölur að áætla hvað skila- nefndin telur raunverulegt verð- mæti Iceland Foods og annarra stórra eigna þrotabús Landsbank- ans þar til þrotabúið selur þessar eignir. Fara má nokkuð nærri verðmæti fyrirtækis á borð við Iceland Foods með því að áætla út frá hagnaði. Með algengum aðferðum má þann- ig áætla gróflega að verðmæti versl- unarkeðjunnar gæti verið nærri 215 milljörðum króna. Miðað við það ætti hlutur þrotabús Landsbankans að vera um 143 milljarðar króna. Malcom Walker, stofnandi og forstjóri Icelandic Foods, er sagð- ur hafa gert 190 milljarða króna til- boð í félagið um mitt ár í fyrra. Því var hafnað þar sem það þótti ekki nægilega hátt. Seint á síðasta ári lýsti hópur fjárfesta áhuga á því að kaupa Icelandic Foods fyrir upphæð sem jafngilti tæplega 250 milljörð- um króna. Seldist Iceland Foods á því verði fengi þrotabú Landsbank- ans um 166 milljarða í sinn hlut. Eins og samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni hafa landsmenn fá úrræði til að meta sjálfir verðmæti eigna þrotabús Landsbankans raun- verulega. Miklu skiptir hvort mat skilanefndarinnar þyki trúverðugt. Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins Milljarðar liggja nú í þrotabúi Landsbankans 1.175 Reiðufé: Tæpur þriðjungur af öllum eignum þrotabús Landsbankans er í reiðufé. Það er 361 milljarður króna samkvæmt síðasta mati bankans. Þessir peningar eru að mestu í erlendum myntum og geymdir í erlendum bönkum. Aðeins um 29 milljarðar eru í íslenskum krónum. Þegar þessar krónur verða greiddar kröfuhöfum má búast við þrýstingi á gengi krónunnar, sem gæti lækkað við söluna vegna skyndilegs framboðs á krónum. Engin óvissa er um þennan hluta eigna þrotabúsins. Eignir í Landsbankanum: Ríflega fjórðungur af eignum þrotabúsins er í eignum þess hjá nýja Landsbankanum, eða um 318 milljarðar króna. Stærstur hluti þessarar upphæðar er í skuldabréfi sem nýi Landsbankinn gaf út til að gera upp við þrotabúið. Bankinn greiðir aðeins vexti af þessu risavaxna skuldabréfi fram til ársins 2013, og þarf að greiða bréfið upp á árunum 2013 til 2018. Þessi eign er almennt talin mjög traust, enda ríkisbanki sem ábyrgist að greiða af skuldabréfinu. Þrotabú gamla Landsbankans á einnig 28 milljarða króna í hlutabréfum í nýja Lands- bankanum. Afar lítil óvissa er talin um þennan hluta eigna þrotabúsins. Útlán til fjármálastofnana: Um 61 milljarður af eignum þrotabús Landsbankans er bundinn í lánum til erlendra fyrirtækja sem hægt og rólega eru að borga lánin til baka. Útlán til viðskiptavina: Um 277 milljarðar af eignum þrotabús Landsbankans eru bundnir í lánum til erlendra aðila. Skilanefnd bankans telur að þessi lán innheimtist á næstu þremur til fjórum árum og að trygg veð séu á bak við þær upphæðir sem nefndin telur að muni inn- heimtast. Í einhverjum tilvikum hafa skuldirnar verið seldar til þriðja aðila fáist hagstætt verð. Í sumum tilvikum eru veð í hlutabréfum á bak við útlánin, til dæmis í Iceland Foods-verslunarkeðj- unni og öðrum stórum fyrirtækjum. Skuldabréf: Um 22 milljarðar króna af eignum þrotabúsins liggja í skuldabréfum útgefnum í London. Hlutabréf: Stór hluti af eignum þrotabúsins, samtals 117 milljarðar króna, liggur í hlutabréfum í erlendum fyrirtækjum. Inni í þessu hlutabréfasafni er meðal annars hlutur í hinni risavöxnu verslunarkeðju Iceland Foods, House of Fraser, Aurum og Hamleys-leikfangaversluninni. Nokkur óvissa er um hversu mikið fæst fyrir þessar eignir, enda sveiflast markaðir upp og niður. Slitastjórn Landsbankans er nú farin að svipast eftir fjármálaráð- gjafa sem mun fá það hlutverk að meta hvenær hentugt verður að selja þessi hlutabréf, og sjá um söluferlið allt. Afleiður: Búið er að gera upp afleiðusafn bankans að mestu leyti, en enn eru þar 15 milljarðar króna. Afleiður eru flokkur verðbréfa sem eiga það sameiginlegt að greiðsluskylda útgefanda, og þar með verðmæti afleiðanna, fer eftir þróun á verði annarrar eignar eða annarra eigna. Fjárfestingar í dóttur- félögum: Þrotabú Lands- bankans á um einn milljarð króna í gegnum dótturfélög. Fullnustueignir: Í þrotabúinu eru eignir að andvirði þriggja milljarða króna sem bankinn hefur eignast með því að ganga að veðum. Þetta geta verið fasteignir, bílar, flugvélar eða aðrar eignir sem settar voru sem trygging fyrir lánum. Mat á eignum þrotabúsins 1% 10% 2% 24% 5% 31% 27% 0% 0% 361 milljarðar 318 milljarðar 61 milljarður 277 milljarðar 21 milljarður 117 milljarðar 15 milljarðar 1 milljarður 3 milljarðar Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is „Öll vonum við að mat skilanefndar- innar sé varlegt, því meira sem kemur inn því meira fer upp í meinta skuld,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins. „Óvissan um eignasafnið er samt gríðarlega mikil.“ Gunnar Bragi lagði ásamt fleiri þingmönnum fram tillögu um að ríkið léti gera sjálfstætt mat á eignasafninu, og fengi til þess virta erlenda sérfræðinga. „Mér finnst að stjórnvöld, og þar með samninganefndin, hefði átt að láta gera svona mat fyrir löngu,“ segir Gunnar Bragi. „Það er auðvitað sá hængur á að ríkið hefur ekki beinan aðgang að eignasafninu, og þyrfti því að treysta á góðan vilja skilanefndarinnar.“ Tillögunni var vísað til efnahags- og skattanefndar, sem hefur ekki fjallað um málið. Við það er Gunnar Bragi afar ósáttur, enda ljóst að ekki er möguleiki á að lagt verði mat á eignasafnið fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna komandi laugardag. „Ég get ekki skilið það öðruvísi en formaður nefndarinnar hafi ekki haft áhuga á að taka málið fyrir. Hans ábyrgð er þá mjög mikil í málinu, það geta verið tugir eða hundruð milljarða króna í húfi,“ segir Gunnar Bragi. Vill sjálfstætt mat á eignum „Við teljum okkur örugga með að leggja mat slitastjórnarinnar á verð- mæti þrotabúsins til grundvallar,“ segir Jóhannes Karl Sveinsson, sem sæti átti í samninganefnd Íslands í Icesave-málinu. „Það hefur verið góður stígangi í matinu, á hverjum degi eru lán að breytast í peninga og betri mynd fæst á eignasafnið.“ Samninganefndin hefur verið gagnrýnd fyrir að láta ekki gera sjálf- stætt mat á eignasafninu. Jóhannes segir nefndina í raun ekki hafa haft neina aðkomu að búinu og því ekki haft neinn rétt til að skoða eignirnar betur en aðrir, en hafi fengið góðar upplýsingar. Skilanefndin sé í bestu aðstöðunni til að meta eignirnar, og vinna hennar hafi verið yfirfarin af Deloitte. Jóhannes býst ekki við vandræðum með afborganir nýja Landsbankans af um 300 milljarða skuldabréfi til þrotabúsins. Í bréfinu sé ákvæði um frestun á greiðslum í erlendri mynt sé ekki til staðar virkur gjaldeyrismarkaður. Samninganefndin fékk upplýsingar um mat á verðmætum eignum á borð við Iceland Foods. Jóhannes segir líklegt að mat skilanefndarinnar sé varlegt og því viðbúið að sala á bréfunum skili meiru en matið bendi til. Öruggir með mat slitastjórnar JÓHANNES KARL SVEINSSON GUNNAR BRAGI SVEINSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.