Fréttablaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 38
22 4. apríl 2011 MÁNUDAGUR Aðdáendur Lady Gaga saka Katy Perry um stuld í nýjasta myndbandi þeirrar síðastnefndu. Aðdáendasíður Lady Gaga hafa gjörsamlega logað eftir að Perry frumsýndi ET-myndband- ið sitt en þar sést söngkonan í líki geimveru. Perry er jafnframt mikið förðuð og látin líta út fyrir að vera blá og það er kannski einna helst það sem fer fyrir brjóstið á aðdáendum Gaga en þeir eru ákaflega trúir og tryggir sinni stjörnu. Vilja sumir meina að þar sé Perry að líkja eftir nýlegu sci-fi-myndbandi Gaga en söngkonan er þar förðuð eins og vélmenni. Aðdáendur Gaga hafa ausið úr skálum reiði sinnar og þannig skrifar einn: „Katy Perry- myndbandið ET er alltof Lady Gaga-legt. Bara Lady Gaga getur gert Lady Gaga-hluti.“ Annar aðdáandi er mun reiðari og segir: „Katy Perry er að breytast í Lady Gaga. Ég hata þetta ET- myndband.“ Og jafnvel einn aðdáandi Katy Perry viðurkennir að söngkonunni hafi orðið á mistök. „Ég elska Katy Perry meira en Gaga en þetta ET-myndband er of Gaga-legt.“ Ekki er víst að Lady Gaga geri neitt mál úr þessu enda er ferill hennar kominn upp í hæstu hæðir. Útspil Katy Perry er hins vegar ögn skiljanlegra, henni hefur gengið illa að viðhalda sínu orð- spori í poppheiminum. Katy Perry sökuð um stuld SÖKUÐ UM STULD Aðdá- endur Lady Gaga saka Katy Perry um stuld í nýj- asta myndbandi hennar. Meira að segja aðdáendur Katy Perry hafa sumir hverjir snúið við henni baki. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera prins og hvað þá þegar maður er Vilhjálmur prins, maðurinn sem er á leið í hjónabandið sem allir þegnar Bretlands bíða spenntir eftir. Enda viðurkenndi Vilhjálmur í sjón- varpsviðtali að hann væri ákaflega stressaður. „Ég var á æfingu um daginn og allt í einu byrjuðu hnén bara að skjálfa.“ Vilhjálmur hefur verið að leggja lokahöndina á undirbúning brúðkaupsins. „Þetta verður mjög stór dagur og ég hlakka mikið til. En við eigum samt sem áður eftir að gera mikið á næstu fjórum vikum.“ Prinsinn var nýlega steggjaður af bróður sínum Harry eins og lög gera ráð fyrir og breska pressan var með ansi marga ljósmyndara og blaðamenn á bakvakt enda bjugg- ust flestir við að hinn rauðbirkni prins myndi plata bróð- ur sinn laglega. Bresku blöðin gripu hins vegar í tómt því steggjunin fór fram í kyrrþey og ekkert hefur spurst út hvað gerðist. „Það er alltaf gaman þegar manni tekst að sjá við fjölmiðlum en það þurfti líka hernaðaráætlun til. Við bræðurnir erum mjög stoltir af steggjapartíinu.“ Stressaður fyrir brúðkaupið MIKIÐ AÐ GERA Vilhjálmur prins og Kate Middleton hafa í mörg horn að líta enda aðeins fjórar vikur í brúðkaup ársins. NORDIC PHOTOS/GETTY SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5% 5%ÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS KURTEIST FÓLK KL. 5.45 - 8 - 10.10 L HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 5.45 L LIMITLESS KL. 8 - 10.20 14 OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 5.45 - 8 - 10.10 L BIUTIFUL KL. 6 - 9 12 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 6 L KURTEIST FÓLK KL. 6 - 8 - 10 L LIMITLESS KL. 10 14 NO STRINGS ATTACHED KL. 8 12 -H.S., MBL -Þ.Þ., FT KURTEIST FÓLK KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L KURTEIST FÓLK LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 – 5.45 L LIMITLESS KL. 8 - 10.20 14 OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 3.30 - 5.45 - 8 L BATTLE: LOS ANGELES KL. 10.15 12 NO STRINGS ATTACHED KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 RANGO ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 L -T.V. - KVIKMYNDIR.IS MEÐ ÍSLENSKU TALI-H.S., MBL -Þ.Þ., FT -R.E., FBL HOPP - ISL TAL 6 HOPP - ENS TAL 6, 8 og 10 KURTEIST FÓLK 6, 8 og 10 NO STRINGS ATTACHED 8 og 10.10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar - Þ.Þ. - FT - R.E. - Fréttablaðið - H.S. - MBL www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar UAÐ NNAKS MATT DAMON EMILY BLUNT SISTIBLY ENTERTAINING. Y AND HEARTBREAKING” BLOOMBERG NEWS, RICK WARNER “THE KING’S SPEECH ON STAGE ON OS THE WALL STREET JOURNAL, JO ST, LOU LUMENICK NY OBSERVER, REX REED NY DAILY NEWS, JOE NEUMAIER ÁLFABAKKA EGILSHÖLL KRINGLUNNI 10 10 10 16 16 16 16 16 L L L L L L 12 12 12 12 14 12 12 AKUREYRI 10 12 12 12 SUCKER PUNCH kl. 8 - 10:20 THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 6 HALL PASS kl. 6 UNKNOWN kl. 8 - 10:20 SUCKER PUNCH kl. 5:40 - 8 - 10:20 SUCKER PUNCH kl. 8 - 10:20 THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 8 - 10:20 THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 5:40 UNKNOWN kl. 8 - 10:20 MÖMMUR VANTAR Á MARS-3D M/ ísl. Tal kl. 6 HALL PASS kl. 8 - 10:20 THE WAY BACK kl. 5:40 RANGO M/ ísl. Tal kl. 5:50 JUSTIN BIEBER MOVIE Með texta kl. 5:50 - 8 THE RITE kl. 10:20 V I P V I P SUCKER PUNCH kl. 5:40 - 8 - 10:20 ADJUSTMENT BUREAU Númeruð sæti kl. 8:20 - 10:30 UNKNOWN Númeruð sæti kl. 10:20 MÖMMUR VANTAR Á MARS-3D ísl. Tal kl. 6:10 THE KING´S SPEECH Númeruð sæti kl. 5:40 TRUE GRIT Númeruð sæti kl. 8 ÓVÆNTASTA BÍÓUPPLIFUN ÁRSINS FRÁ ZACK SNYDER, LEIKSTJÓRA 300 OG WATCHMEN SUCKER PUNCH kl. 5.25 - 8 - 10.35 LIMITLESS kl. 5.25 - 8 - 10.35 UNKNOWN kl. 5.25 - 8 - 10.35 MARS NEEDS MOMS-3D ísl. Tal kl. 5.25 HALL PASS kl. 8 ADJUSTMENT BUREU kl. 10.35 Tónleikar ★★★★ Ghostface Killah Nasa, 2. apríl Við erum ekki Ghostface Killah, hann kemur á eftir, en við ætlum að taka nokkur lög“ sagði Sindri í Sin Fang þegar sveitin var nýkom- in á svið. Sin Fang skar sig úr dag- skránni á Nasa á laugardagskvöld- ið, en þó að einhverjir hip-hop hausar í salnum hafi verið ósátt- ir og farið að hrópa „Wu-Tang!“ í miðju lagi þá tók sveitin þetta af festu og skilaði fínu setti. Það fjölgaði jafn og þétt í saln- um og stemningin var orðin fín þegar 1985 með þeim Dóra DNA og Danna Deluxxx tók sviðið. Þeir hafa ekki haft sig mikið í frammi undanfarið, en hafa engu gleymt. Kraftmikið og flott. Þegar þeir höfðu lokið sér af komu DJ Fingaz og rapparinn Young De og tóku nokkra hip-hop slagara. Þeir hafa báðir komið fram með stórum nöfnum eins og Xzibit og Cypress Hill og fengu ágætar móttökur, en þetta var klárlega uppfyllingarefni og upphitun fyrir Ghostface sjálf- an. Biðin eftir honum dróst nokkuð á langinn, en þegar hann mætti á sviðið klukkan að verða þrjú ásamt plötusnúð og tveimur röppurum varð allt vitlaust. Ghostface er úr innsta kjarna Wu-Tang klansins og er enn að gera fína hluti. Nýja platan hans, Apollo Kids, er til dæmis ekk- ert slor þó að hún nái ekki sömu hæðum og Supreme Clientele eða Fishscale. Á tónleikum er tónlist Ghostface hrárri og einfaldari heldur en á plötunum, en flæðið og þessi frábæra rödd sem er hans aðalsmerki njóta sín til fulls. Ghostface náði góðu sambandi við áhorfendur sem létu vel í sér heyra. Þegar þrjár dansandi stelp- ur voru allt í einu komnar upp á svið sagði rapparinn: „Við þurf- um fleiri stelpur“ og sviðið bók- staflega troðfylltist! Hápunktur kvöldsins var þegar Ghostface tók lagið Shimmy Shimmy Ya í minn- ingu félaga síns ODB og hver kjaftur í salnum tók undir í við- laginu „Ooh Baby, I Like It Raw!“. Þó að stemningin hafi verið fín þá fækkaði nokkuð þegar leið á. Hörðustu hip-hop aðdáendurnir voru ekkert að fara neitt, en boðs- gestir frá Reykjavík Fashion Festi- val tíndust út og eftir klukkutíma á sviðinu ákvað Ghostface að það væri komið nóg. Svolítið snubbótt- ur endir á annars frábærum tón- leikum. Tónleikarnir á Reykjavík Fashion Festival eru búnir að festa sig í sessi sem ómissandi þáttur í tónleikahaldi í höfuðborginni á vordögum. Í fyrra var það Peaches og núna Ghostface. Maður bíður spenntur eftir næstu hátíð! Trausti Júlíusson Niðurstaða: Wu-Tang meðlimurinn Ghostface Killah brást ekki aðdáend- um sínum á fínum tónleikum á Nasa á laugardagskvöldið. Heitt og hrátt hjá Ghostface STUÐ Ghostface Killah var í miklu stuði á Nasa og þakið ætlaði að rifna af húsinu þegar hann flutti lagið Shimmy Shimmy Ya í minningu ODB. MUNIÐ AÐGANGSKORTIN! Allt að 37% afsláttur BLUE VALENTINE FOUR LIONS (L) BLACK SWAN LOVE AND OTHER DRUGS ANNAÐ ÁR (ANOTHER YEAR) (L) 17:50, 20:10, 22:30 18:00, 20:00, 22:00 17:50, 20:00, 22:10 20:10, 22:30 17:40 MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS BAR& CAFÉ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.