Fréttablaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 4. apríl 2011 15 Smið juvegi 76 Kópavogi S ími 414 1000 w w w.tengi . is Baldur snes i 6 Akureyr i S ími 414 1050 t engi@t engi . is MORA Í 25 ÁR Á ÍSLANDI GÆÐI ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ - ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 Mora MMIX sturtusett og tæki HELSTU KOSTIR MORA MMIX: AF NETINU Já Mér er illa við að greiða skuldir aðrar en þær sem ég stofna til sjálfur. Meira að segja er mér er ekkert sérstaklega vel við að greiða mínar eigin, þótt ég geri það, en það er önnur saga. Þrátt fyrir þetta, ætla ég að segja já í atkvæðagreiðslunni um Icesave og rökin fyrir því eru einföld; ég vil ekki mismuna fólki eftir þjóðerni og ég vil losna við þetta mál út af borðinu því ég tel að lausn þess muni verða til þess að flýta efnahagsbatanum verulega mikið. Þeir sem ætla að segja nei við Icesave, gera það margir með þeim rökum að þeim beri ekki að greiða skuldir annarra og allra síst óreiðumanna en þau rök halda engan veginn. Við erum nefnilega á hverjum einasta degi að greiða skuldir annarra, miklu stærri skuldir en Icesave nokkurn tímann verður. Til dæmis allar inneignir íslenskra sparifjáreigenda sem ríkið pungaði út fyrir í Hruninu. Til dæmis gjaldþrot Seðlabankans sem féll á ríkið. Og endurreisn fjármálakerfisins og þjóðfélagsins alls. blog.eyjan.is/sludrid Björgvin Valur Guðmundsson Fjallið mitt Fjallið í lífi mínu er meðalfjall að stærð en það hefur allt sem gott fjall hefur upp á að bjóða, fegurð og hégóma. Það býr svo vel að hafa vatn við rætur sínar þar sem það speglar sig á sólríkum morgni þegar ekki bærist strá. pressan.is/pressupennar/Lesa_Bubba Bubbi Morthens Hvernig sem allt fer Save getur á ensku verið nafnorð og þýtt hirslu til að geyma verðmæti. Icesave er ,frystihólf sem geymir verð- mæti‘ og sá sem það notar á að geta treyst því að þar haldist þau óskemmd uns komið er að því að nota þau næst. Björgunarsveitin … Icesave stendur fyrir nokkurs konar björgunarsveit verð- mæta. Save þýðir ,öryggi‘. Það þýðir að vera ,óhultur‘. Save þýðir líka ,björgun‘ – bæði sem sögn og nafnorð. Það er oft notað í fótbolta þegar mark- vörður ver glæsilega. Sá eða sú sem lagði peninga inn á Iceave- reikninginn var þar með að bjarga verðmætum – og sér. Með því að tengja saman fyrsta persónufornafni ,I‘ og ,save‘ er spilað á þetta: ,Ég bjarga‘ / ,Mér er borgið‘. Save getur þýtt ,að spara‘. I save þýðir: ,ég spara‘. Icesave þýðir: ,reikningurinn þar sem ég spara‘. Ice. Bara sjálft orðið vekur upp mynd af landinu fagra í norðri þar sem ísinn er og þar sem náttúran hefur haldist óspjölluð – þar sem verðmætin hafa varðveist, þar sem allt er slungið aðlaðandi dulúð. Ultima Thule. Iceland. Sjálft nafn landsins var notað til að gefa til kynna að sá sem legði inn fé á þessa reikninga tengdist þar með landinu, væri á einhvern hátt á vegum þessa lands, eins og for- vígismenn Landsbankans sögðu raunar margsinnis. Ice. Save. Það er kalt, það er norrænt – það er traust. Orðið ,I‘ er samtvinnað við orðið ,Ice‘ á órjúfanlegan hátt. ,Ég á ís‘. ,Ísinn og ég‘. ,Ég og Ísland‘. Hvernig sem á það er litið. Markaðsherferðin Icesave spilaði á það góða orðspor sem Íslendingar höfðu í Englandi og annars staðar í Evrópu um hríð, einkum vegna framgöngu íslenskra listamanna í þessum löndum – ekki síst Bjarkar Guð- mundsdóttur; spilaði á þetta orðspor og sóaði því jafnharð- an. Fólk úti í Evrópu hélt að Ísland væri allt það sem það hélt sig og átti að vera: Lítið norrænt velferðarsamfélag þar sem nýsköpun og frjó hugsun væri í hávegum höfð – en líka varðveisla verðmæta á borð við náttúrugæði og menningu. Fólk hélt að Íslendingar væru vel menntaðir og fljótir að átta sig í nýjum aðstæðum á tímum netsamskipta og því gætu þeir boðið hærri vexti en aðrir bank- ar, en ekki vegna þess að þeir væru ábyrgðalausir lukkuridd- arar og sérleiðstyttarar. Sem þeir voru. „Aldrei séð aðra eins frystikistu“ En ó, þetta vitum við allt svo vel. Og við megum alveg vera reið. Látum fíflin heyra það, þá sem stóðu fyrir þessum ósköpum; misnotuðu nafn lands og þjóðar, ráku starfsemi í hennar nafni sem reyndist ekki traustsins verð þegar á reyndi. Og hina sem hrópuðu húrra og hvöttu þá áfram. Og þau sem hálf gáfu bankann ábyrgðarlausum mönn- um. Og sjálfum okkur fyrir að kjósa þau sem reyndust ekki traustsins verð. Verum endilega reið en við verðum að hætta að beina þess- ari reiði gegn hvert öðru, hætta að láta etja okkur saman í fylk- ingar kringum já eða nei í þessu Icesave-máli. Við skulum heldur reyna að straumbreyta þessari reiði í orku sem getur farið í að byggja eitthvað upp hérna. Við skulum vera tortryggin og jarð- bundin og skynsöm og hætta að leggja eyrun við fagurgala og bulli – en við verðum samt að geta talað saman. Hvernig sem þessar kosning- ar fara – já eða nei – þá verðum við að geta talað saman. Við verðum að leggja af þennan talsmáta sem fengið hefur að þróast hér. Við verðum að hætta þessum brigslum og gífuryrð- um. Við verðum að hætta að leggja okkur svona fram um að misskilja hvert annað. Við verð- um að hætta að gelta hvert á annað. Við fáum ekkert út úr því annað en hausverk. Við verðum að hætta að ætla þeim sem við erum ósammála hinar verstu hvatir. Við verðum að hætta að úthúða öðru fólki út af málefni á borð við þetta Icesave-mál þar sem ekkert okkar er gerandi og ekkert okkar tengist í rauninni neitt. Reynum heldur að rök- ræða um framtíð samfélagsins, hvernig við viljum hafa það, hvernig við viljum raða hlutun- um: hvernig við hugsum okkur hið góða líf sem eigi að keppa að. Og hvernig þessari þjóð muni best vegna – í Evrópu, í sam- krulli við Ameríku, eða bara ein úti í hafi. Við þurfum að finna út úr þessu. En það gerum við ekki með öskrum og óhljóðum heldur með því að tala saman. Icesave þýðir ,frystikista‘. Það kann að vera hentugur íverustaður fyrir dauð matvæli en fyrir lifandi fólk er þetta afleitur staður að verja dögum sínum. Hvernig sem fer þá er óskandi að við getum brölt upp úr henni og leyft sólinni að skína á okkur. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Reynum heldur að rökræða um framtíð samfélagsins, hvernig við viljum hafa það, hvernig við viljum raða, hvernig við viljum að gott líf sé. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.