Fréttablaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 46
4. apríl 2011 MÁNUDAGUR30SJÓNVARPSÞÁTTURINN
„Ég held að í algjöru uppáhaldi
sé þátturinn Six Feet Under. Mér
finnst líka sjónvarpsþátturinn
An Idiot Abroad mjög góður.“
Dögg Mósesdóttir, klippari og kvikmynda-
gerðarkona.
„Þeir eru rosalega góðir leikarar og skemmti-
legir strákar,“ segir Agnar Jón Egilsson,
leikari og leikstjóri.
Agnar hefur fengið það hlutverk að þjálfa
strákana í grínhópnum Mið-Ísland í leiklist.
Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu vinn-
ur Mið-Ísland að sjónvarpsþáttum, en sýningar
hefjast á Stöð 2 seinna á árinu. Agnar neitar að
þurfa að taka Ara Eldjárn og félaga í grínhópn-
um í gegn, enda séu þeir afar efnilegir leikar-
ar. „En ég segi þeim stundum að vera kyrrir,“
segir Agnar. „Þeir láta gamminn geisa og eru
rosalega fyndir. Ég þarf stundum að passa mig
á að hlæja ekki of mikið.“
Agnar liðsinnir hópnum í spuna ásamt því
að kenna þeim tæknilegar æfingar sem lærðir
leikarar nota. „Það eru trix sem er gott fyrir
þá að hafa bak við eyrun,“ segir hann. „Svo er
þetta gott fyrir stemninguna.“
Agnar segir gott fyrir alla að æfa sig í því
sem þeir gera, hvort sem það er leiklist eða
annað. „Að vera með reglulegan tíma þar sem
maður æfir sig í því sem maður gerir er eitt-
hvað sem allir ættu að gera. Það gerir manni
aldrei neitt nema gott,“ segir Agnar. „Ég er
stoltur af því að þeir hafi beðið mig um að
koma og vera fluga á vegg og koma með góðar
hugmyndir um hvernig þeir geta þjálfað sig í
leiðinni.“
Grínhópurinn Mið-Ísland verður með uppi-
standskvöld á miðvikudaginn í Þjóðleikhús-
kjallaranum. Sérstakir gestir verða Pétur
Jóhann Sigfússon og Margrét Björnsdóttir,
fyndnasti Verzlingurinn. - afb
Leiðbeinir Mið-Íslands drengjum í leiklist
ÞJÁLFARINN Mið-Íslandsdrengirnir Ari Eldjárn, Dóri
DNA, Jóhann Alfreð og Bergur Ebbi eru undir hand-
leiðslu Agnars Jóns. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hætt hefur verið við gerð kvikmyndarinnar
Mulan, sem Jan de Bont átti að leikstýra. Óttar
Guðnason kvikmyndatökumaður hafði verið ráð-
inn til að stjórna upptökum myndarinnar en nú er
ljóst að af verkefninu verður ekki. Óttar vildi ekki
tjá sig við Fréttablaðið um málið, sagði þetta vera
hrakfallasögu frá upphafi til enda. Samkvæmt
fréttum frá Hollywood hafa framleiðendur mynd-
arinnar ekki lagt árar í bát en ólíklegt verður að
teljast að nokkuð verði af gerð myndarinnar.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Óttar verður að
hætta við jafn stórt verkefni á vegum de Bonts.
Hann hafði undirbúið tökur fyrir hasarmyndina
Stopping Power í Berlín þar sem John Cusack átti
að leika aðalhlutverkið ásamt fleiri stórum stjörn-
um. Óttar var þá búinn að æfa bílaeltingarleiki og
annað sem prýðir flottar hasarmyndir en það getur
dregið ansi snögglega fyrir sólu í Hollywood. Einn
framleiðandinn sagði sig frá verkefninu og fljót-
lega voru allar tökuvélar stöðvaðar.
Hið sama gilti um Mulan; Óttar var í Kína í
rúman mánuð við leit að hentugum tökustöðum.
Allt virtist ganga eins og í sögu, búið var að ráða
Ziyi Zhang, stjörnu Crouching Tiger, en svo féll
sprengjan og nánast fyrirvaralaust var hætt við
gerð myndarinnar. De Bont er hvað þekktastur
fyrir kvikmyndir sínar Speed, Twister og Lara
Croft Tomb Raider: The Cradle of Life en hann
hefur átt í erfiðleikum með að fjármagna kvik-
myndir undanfarin ár. - fgg
Óttar fær ekki að skjóta Mulan
SLÆMUR FÉLAGSSKAPUR? Mulan er önnur kvikmynd Óttars
með Jan de Bont sem hætt er við. Kvikmyndatökumaðurinn
hugsar sig eflaust tvisvar um næst þegar de Bont hringir.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Hún er ennþá að síast inn, þessi
sigurtilfinning,“ segir Laufey Har-
aldsdóttir, einn þriggja liðsmanna
í Gettu betur-liði Kvennaskólans í
Reykjavík. Liðið bar sigurorð af
liði MR í spurningakeppni fram-
haldsskólanna á laugardagskvöld
í beinni útsendingu Sjónvarps-
ins í æsispennandi keppni. Úrslit-
in réðust á síðustu spurningu en
Laufey segir sjálf að hún og liðs-
félagar hennar, þeir Bjarki Freyr
og Bjarni Lúðvíksson, hafi eflaust
verið þau rólegustu í salnum. Lauf-
ey á afmæli í dag, verður nítján
ára og það var því varla hægt að
hugsa sér betri afmælisgjöf, að
hrifsa hljóðnemann sögufræga úr
höndum erkifjendanna í MR.
Árangur Laufeyjar er hins
vegar enn merkilegri í ljósi þess að
henni tókst loksins að rjúfa þykkan
karlamúr spurningakeppninnar.
Því í langri sögu Gettu betur hefur
engin stelpa verið í sigurliði. Lauf-
ey viðurkennir að sú staðreynd sé
eilítið yfirþyrmandi. „Hún er eig-
inlega fjarstæðukennd en mjög
góð.“ Laufey fór hina hefðbundnu
leið í Gettu betur-liðið, fór í inn-
tökuprófið og var meðal þriggja
efstu. Hún upplýsir jafnframt að
fjölskyldan elski spurningaleiki,
þau séu hálfgerð nörda-fjölskylda
sem spili Trivial Pursuit af mikl-
um móð og horfi á Gettu betur
saman í sófanum og keppa inn-
byrðis sín á milli. „Og þá tapaði
ég alltaf,“ segir Laufey sem getur
hins vegar gengið stolt um stofu-
gólfið heima eftir frækna frammi-
stöðu á laugardagskvöldinu.
Gettu betur og þátttakan í
þeirri keppni þykir ákaflega
tímafrek og raunar tímaþjófur
frá námi en Laufey lætur það
hins vegar ekkert á sig fá. Hún
hafði varla tíma til að spjalla, hún
situr nefnilega í stjórn leikfélags
Kvennaskólans sem er á fullu við
að undirbúa frumsýningu. Og eins
og það sé ekki nóg þá var Laufey
einnig í Morfís-liði skólans sem
tapaði fyrir Versló í sextán-liða
úrslitum keppninnar.
freyrgigja@frettabladid.is
LAUFEY HARALDSDÓTTIR: YFIRÞYRMANDI EN GÓÐ TILFINNING
Gaf sjálfri sér sigurinn í afmælisgjöf
FYRSTA STELPAN Laufey Haraldsdóttir er fyrsta stelpan til að vera í sigurliði Gettu betur en Kvennaskóli Reykjavíkur sigraði MR í úrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna
á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/
Eins og kemur fram hér til hliðar
sigraði Kvennaskólinn í Reykjavík
lið MR í æsispennandi keppni
í Gettu betur. En það voru fleiri
gáfnaljós sem uppskáru sigur
í spurningakeppni um helgina
því lið Norðurþings hafði
nágranna sína frá Akureyri undir í
spurningakeppni sveitarfélaganna,
Útsvari, sem þau Sigmar Guð-
mundsson og Þóra Arnórsdóttir
stjórna. Sú keppni var ekkert síður
spennandi en framhaldsskóla-
keppnin og réðust úrslitin
ekki fyrr en á lokametr-
unum. Þessi heimilis-
lega spurninga-
keppni hefur notið
mikilla vinsælda
hjá íslenskum
sjónvarpsáhorf-
endum og
gullkálfi
Ríkissjón-
varpsins
verður því
eflaust ekki
slátrað í
bráð.
Það voru fleiri sem krýndir voru
sigurvegarar um helgina því
tríóið Samaris bar sigur úr býtum
í Músíktilraunum þetta árið.
Hljómsveitin er skipuð tveimur
stúlkum og einum strák og leikur,
samkvæmt vefsíðu Dr. Gunna,
rólega raftónlist með tölvu,
klarinett og söngrödd að vopni.
Sigur í Músíktilraunum hefur oft
verið ávísun á skjótfengna frægð í
tónlistarbransanum en það hefur
ekki verið öllum gefið að fylgja
sigrinum eftir. Það verður því for-
vitnilegt að sjá hver næstu skref
tríósins verða en Agent Fresco,
sigurvegararnir frá 2008, hefur
til að mynda
fengið
frábæra
dóma
fyrir sína
fyrstu
plötu.
- fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI