Fréttablaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 4. apríl 2011 23 Vasti Jackson verður á meðal gesta á Blúshátíð í Reykjavík sem verður hald- in í áttunda sinn 16. til 21. apríl. Hann segir blúsinn vera í blóðinu, enda ólst hann upp í Mississippi. Bandaríski blúsarinn Vasti Jack- son stígur á svið á Hilton-hótelinu 21. apríl á Blúshátíð í Reykjavík. Hann er flinkur gítarleikari og afburða blússöngvari og er þekkt- ur fyrir að ná góðum tengslum við áhorfendur á tónleikum. Þetta verður í fyrsta sinn sem hann kemur til Íslands. „Ég hef komið til Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar en aldrei til Íslands. Ég verð þarna í fjóra daga og ætla aðeins og slappa af og skoða mig um,“ segir Jackson. Hann kemur frá blúsríkinu Miss- issippi og hefur verið í tónlistar- bransanum í rúm 35 ár. Hann ólst upp í mikilli tónlistar fjölskyldu. „Afi minn Sammy Jackson og amma mín Mary Jackson spiluðu bæði á gítar og ég spilaði með þeim heima hjá mér. Afi spilaði blús en amma spilaði aðallega gospel. Móðir mín söng líka og frændi minn spilaði á alls konar hljóðfæri þannig að fjölskyldan mín var á kafi í tónlist.“ Jackson vann á sínum yngri árum hjá útgáfufyrirtækinu Malaco Records í bænum Jack- son í Mississippi og var hljóðvers- gítarleikari fyrir blúsara á borð við Johnny Taylor, Little Milton og BB King. Hann hefur einnig starfað sem upptökustjóri og vann meðal annars með djasssöngkonunni Cassöndru Wilson og Harry Con- nick Jr. Á ferli sínum hefur hann gefið út fjórar plötur og kom sú síð- asta, Stimulus Man, út í fyrra. Fæði nga rbær Jacksons , McComb í suðurhluta Missis- sippi, er um sjötíu kílómetrum frá Hazlehurst, fæðingarbæ hins þekkta blúsara Roberts Johnson. Jackson hefur í gegnum tíðina unnið ýmis verkefni í tengslum við hinn sáluga Johnson. Hann kom fram í heimildarþáttaröðinni The Blues sem Martin Scorsese fram- leiddi árið 2003 og fjallaði um upp- runa blússins, þar á meðal Johnson. Einnig leikur hann Johnson í leik- riti um gítarsnillinginn sem verður frumsýnt í Mississippi 17. júní. Spurður út í rætur blússins segir Jackson hann vera sambland af evrópskri og afrískri tónlist sem náði fótfestum í Bandaríkj- unum. „Þetta er tónlist fólksins og þegar þú heyrir þennan frum- stæða takt langar þig bara að dansa og skemmta þér. Blúsinn bindur okkur við jörðina. Við getum talað um blúsinn og skrifað bækur um hann en þegar maður hlustar á hann gerist eitthvað sérstakt innra með manni,“ segir hann. Spurður hvort hann ætli ekki að reyna að smita Íslendinga af þessari blústil- finningu á tónleikunum í Reykjavík segist Jackson ekki þurfa að reyna það: „Hún kemur með mig þangað. Það er blúsinn sem flytur mig til Íslands. Þessi tilfinning er í blóð- inu. Hún er hjartað, sálin, lungun og lifrin í því sem ég stend fyrir sem tónlistarmaður.“ freyr@frettabladid.is Með blústónlist í blóðinu BLÚSARI TIL ÍSLANDS Mississippi- blúsarinn Vasti Jackson stígur á svið á Blúshátíð í Reykjavík 21. apríl. Roger Waters, fyrrum liðsmaður Pink Floyd, ætlar að spila lag með hljómsveit sinni ásamt fyrrum félaga sínum úr bandinu, David Gilmore á tónleikum síðar á þessu ári. Waters fer í tónleika- ferð um Evrópu í vor þar sem hann flytur plötuna The Wall í heild sinni. Sex tónleikar verða í Bretlandi í maí og allt útlit er fyrir að Gilmore verði gestur á einum þeirra. „Hann ætlar að spila Comfortably Numb á einum tónleikum. Það er algjört leyndarmál hvaða tónleikar það verða,“ sagði Waters. Pink Floyd kom síðast saman árið 2005 en þremur árum síðar lést hljóm- borðsleikarinn Richard Wright. Floyd-liðar spila saman ROGER WATERS Waters og David Gilmore ætla að stíga á svið saman í Bretlandi í vor.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.