Fréttablaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 14
14 4. apríl 2011 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Nýverið fréttist að bresk yfirvöld hafa rætt möguleika á að kaupa á raforku frá Íslandi, sem leidd yrði með sæstreng til Bretlands. Þessi sama hugmynd kemur einnig af og til upp á yfirborðið í umræðu á Íslandi. En hafa Íslendingar þessa orku að bjóða? Skiptir hún einhverju máli fyrir orkubúskap Bretlandseyja? Hver yrðu áhrifin hérlendis? Er ekki rétt að staldra aðeins við? Allir okkar hagkvæmustu virkjana- kostir eru þegar nýttir til stóriðju; því má draga í efa að mikil orka fyrir breska neytendur sé til á Íslandi. Sem dæmi má nefna að hægt er að færa gild rök fyrir því að sárafáir kostir séu fyrir hendi til virkjunar vatnsfalla af sömu stærðar- gráðu og virkjanir í efri hluta vatnasviðs Þjórsár. Eru háhitasvæðin í Kerlingar- fjöllum og Torfajökli mögulegir virkjana- kostir í þessu samhengi? Vitaskuld ekki. Til þess eru aðrir hagsmunir allt of ríkir. Er orka til fyrir hendi til að selja til Bret- landseyja? Líklega er svarið mjög einfalt: nei. Sú orka sem unnt er að ganga að á Íslandi, jafnvel með því að ganga mjög nærri orkuauðlindum Íslands skiptir litlu sem engu máli fyrir Bretlandsmarkað. En áhrifin yrðu gríðarleg á náttúru Íslands og líklegt er að orkuverð til íslenskra notenda myndi hækka. Það er rétt að hafa í huga að óspillt nátt- úra Íslands er öflug tekjulind fyrir þjóð- ina. Tekjur af erlendum ferðamönnum ná hugsanlega 200 milljörðum árið 2011. Heildartekjurnar nema auðveldlega 3000 milljörðum næstu 10 árin samtals. Inn- viðir ferðaþjónustu og aðbúnaður á ferða- mannastöðum þarfnast uppbyggingar; náttúruperlur aðhlynningar. Á þessu sviði eru mikil tækifæri fyrir hinar dreifðu byggðir landsins; tækifæri sem þarf að rækta. Það eru víðar arðbærar fjárfest- ingar en í orkugeiranum. Mjög gengur á lífrænan orkuforða jarð- ar á borð við olíu, kol og gas, en jafnframt vex orkuþörfin örum skrefum. Orkuverð hækkar ört á heimsmarkaði og með þetta í huga þarf að huga að framtíðinni á Íslandi. Við þurfum orku fyrir samgöngu- tæki framtíðarinnar, á sjó og á landi og til fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Íslend- ingar – stöldrum við í orkumálum! Það er ekki síst hagur orkusölufyrirtækja til að tryggja fjölbreytta og arðsama nýtingu þverrandi orkulinda og það er sannarlega hagur Íslendinga framtíðarinnar. Stöldrum við í orkumálum! Orkumál Ólafur Arnalds prófessor við Landbúnaðar- háskóla Íslands Frummælendur Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur Brynja Halldórsdóttir, laganemi og í stjórn Vinstri grænna í Reykjavík ESB aðild? Hvaða aðrar leiðir eru færar? Hádegisfundur Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á Kaffi Sólon þriðjudaginn 5. apríl kl. 12–13. xs.isAllir velkomnir H ér hafa hlutir þokast til betri vegar í málefnum flóttafólks. Helst er þar hægt að líta til dæma fólks sem hingað hefur komið fyrir tilstuðlan samstarfs ríkisins og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Flóttamannastofnunin fer þá fram á að Ísland taki við ákveðn- um hópum og fara mál þeirra þá í annað ferli en hælisleitenda sem á eigin vegum biðja hér um landvist. Síðast komu hingað átta konur frá Palestínu sem hér fengu hæli með börn sín haustið 2008 og árið áður fékk hér hæli flóttafólk frá Kólumbíu. Þótt hrunið hafi tímabundið raskað áætlun ráðuneyta félags- og utanríkismála frá árinu 2007 um að hér á landi fengju árlega hæli 25 til 30 flóttamenn þá er ekki ástæða til að ætla annað en sá þráður verði tekinn upp að nýju. Ekki er hins vegar hægt að segja að mikil reisn sé yfir því hvernig tekið er á málum annarra hælisleitenda, en þumalputta- reglan er sú að á grundvelli svokallaðs Dyflinnarsamkomulags er þeim vísað aftur til þess lands þaðan sem þeir komu og þar- lendum yfirvöldum eftirlátið að finna úr þeirra málum. Yfir- bragð Útlendingastofnunar, sem sker úr málum hælisleitenda og annarra sem hér sækja um landvistarleyfi, er þunglamalegt og varla ofsagt að verulegir þröskuldar séu í vegi fólks utan Evrópulanda sem hér vill setjast að. Stöku mál hafa komið upp á yfirborðið og vakið athygli, jafn- vel svo að fólk hefur hafið undirskriftir og viljað hlutast til um að ómanneskjulegt skrifræðið eitt ráði ekki för í þeim málum. Núna er í hámæli mál Priyönku Thapa. Hún er 23 ára nemi við háskólabrú Keilis, afbragðsnámsmaður sem farið hefur fram á dvalarleyfi hér til þess að halda áfram námi og í von um að geta aflað tekna sem framfleyti fátækri fjölskyldu í Nepal. Fjölskyldu sem hún segir að hafi í fátækt sinni gripið til þess örþrifaráðs að selja hana í hjónaband ókunnum manni. „Lífi mínu er hrein- lega lokið ef ég fer aftur heim. Þar bíða mín gamlir karlar og ömurlegar aðstæður – í raun þrældómur,“ sagði hún í viðtali við Fréttablaðið á föstudag, eftir að í ljós kom að Útlendingastofnun hafði synjað henni um dvalarleyfi. Stofnunin virðist ekki leggja trúnað á orð hennar um hvaða aðstæður bíði hennar heima fyrir. Vera má að hendur Útlendingastofnunar séu bundnar af lögum og reglum. En þá hlýtur að vakna spurningin um hvort allrar þessarar stífni sé þörf þegar kemur að málefnum útlendinga. Lögmaður Priyönku hefur sagt að allra leiða verði leitað til að afla henni hér landvistar. Þar á meðal kemur til greina að biðla til Alþingis um að henni verði veittur ríkisborgararéttur. Sé eitt- hvert réttlæti í henni veröld þá tekur allsherjarnefnd Alþingis mál hennar fyrir og kannar ofan í kjölinn áður en til þess kemur að tekin verði fyrir umleitan auðugra útlendinga vestan hafs sem einnig vilja fá hér ríkisborgararétt. Önugt væri ef hlaupið væri á eftir erindi skattaskjólslögmanns þeirra áður en horft væri til þess hvort hægt sé að hjálpa stúlku sem selja á í þrældóm. Málefni útlendinga: Gera þarf betur SKOÐUN Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Kosningabarátta! Kosningabarátta stendur nú sem hæst fyrir Icesave-atkvæðagreiðsluna sem fram fer næsta laugardag. Já og nei fylkingarnar, Áfram- og Advice-hóparnir, hafa auglýst nokkuð grimmt síðustu daga með misáhrifa- miklum hætti. Báðar fylkingar hafa birt auglýsingar þar sem sérfræðingar, stjórnmála- menn, fólk úr atvinnulífinu og aðrir lýsa skoðunum sínum á málinu en nú síðast birti Áfram-hópurinn lista yfir 20 fyrrverandi ráð- herra sem hyggjast kjósa já í komandi kosningu. Hákarl og börn seld í ánauð Það hafa þó síður en svo allar auglýsingar varðandi Icesave- málið verið málefnalegar. Þannig birti Áfram-hópurinn heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu á föstudag þar sem risastór hákarl átti að tákna áhættuna við óleyst Icesave-mál. Að neita að samþykkja Icesave samkomulagið mun tæpast valda því að hákarl gleypi Ísland. Útvarpsauglýsing á vegum nei-fylk- ingarinnar slær þó sennileg öll met en þar líkir Egill Ólafsson stuðmaður Icesave- samningunum við það þegar íslensk börn voru seld í ánauð á 15. öld. Það er nefnilega það. Fyrirheit um ESB-umræðu? Það er spurning hvort kosninga- baráttan um Icesave gefi fyrirheit um það sem koma skal þegar og ef kosið verður um aðildarsamning að ESB. Auglýsingar á borð við þessar vekja í öllu falli ekki þá von í brjósti að tekist verði á um ESB-aðild á málefnalegum forsendum. Það er oft auðveldara að reiða sig á tröllasögurnar. magnusl@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.