Fréttablaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 18
Woopy kallast þessi stóll sem hönnuðurinn Karim Rashid hefur hannað fyrir ítalska húsgagnamerkið B-Line. Stóllinn er úr plasti og mótaður í heilu lagi. www.dezeen.com „Það er miklu algengara að fólk láti blessa hús sitt heldur en vitn- eskja er um og unga fólkið vill það mjög gjarnan. Þetta er yndisleg athöfn, einföld og góð,“ segir Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur í Dóm- kirkjunni. Húsblessun er hluti af þjónustu presta og í helgisiðabók þeirra er ákveðið húsblessunar- form sem farið er eftir. Prestar hér- lendis sinna bæði húsblessun þegar fólk er nýflutt inn, oft í tengslum við heimaskírnir og einnig koma reglu- lega fram beiðnir um blessun presta frá fólki sem finnst það upplifa ein- hvers konar óværu á heimilinu eða hreinlega reimleika. „Ég var orðin fimmtug þegar ég varð prestur og það kom mér mjög á óvart, hversu algeng fyrir- spurn um húsblessun er. Sjálf er ég af 68-kynslóðinni og athafnir sem þessar voru fjarri okkur unga fólk- inu þá. Þess vegna finnst mér svo- lítið sérstakt og gaman að því að fólk skuli vilja þetta í dag,“ segir Anna Sigríður. Hún bætir við að stundum komi beiðnir frá fólki sem finnst það upplifa eitthvað vont í húsnæðinu, einhvern anda. Þjónusta presta snýst þó ekki um að „reka burt illa anda“ heldur lesa þeir úr ritningu, fara með bæn og blessa. Sagan um tollinnheimtu- manninn Sakkeus sem fór upp í tré til að sjá Jesú er til að mynda lesin, þar sem Jesús segir að hann muni koma og vera í húsi Sakkeusar. Anna Sigríður segist oft hafa heyrt af því að fólki finnist það finna mun eftir slíka athöfn enda geti óttinn líka verið ótrúlegur fangavörður. Það sé líka jákvætt að fólk upplifi að það geti komið og tjáð vandræði sín opinskátt. „Börn eru mjög næm og þau hafa stundum orðið hrædd. Ég hef farið á heimili þar sem börnum leið óþægilega í einhverjum ákveðn- um herbergjum og þá hafa þau tekið þátt í athöfninni. Slík þátttaka verð- ur ekki til þess að hræða þau, held- ur einmitt til þess að hjálpa þeim að sigrast á óttanum.“ Kröftug bæn megnar mikið Séra Karl Valgarður Matthíasson, vímuvarnarprestur og þjónar einnig að hluta við Guðríðarkirkju, hefur blessað hús allan sinn prest- skap, 25 ár. „Í gegnum tíðina ber þetta við hjá mér kannski tvisvar til þrisvar á ári. Ég hef komið inn í aðstæður þar sem virkilegur og djúpur ótti hefur verið í fólkinu, eins og því hafi fundist eitthvað illt vera í kringum sig. Maður kemur á staðinn og fer með bænir með fólk- inu og biður guð að láta helga engla sína vera á þessum stað. Máttur bænarinnar er ótrúlegur og óend- anlega mikill,” segir Karl og brosir. Ef fólk upplifir eitthvað óþægi- legt á heimilinu, hvernig ber það sig að? „Yfirleitt kemur fólkið og talar við prestinn. Stundum getur þessi vanlíðan verið andlegir erfiðleikar en svo getur það líka verið eitthvað óútskýrt og ekki tengt innri líðan fólks. Þá kemur prestur gjarn- an á heimilið. Ég hef gert þetta þannig að ég signi við dyr hvers herbergis,“ segir Karl. Hann seg- ist hafa komið inn í erfiðar aðstæð- ur, meðal annars þar sem fólk hafði flúið heimilið. Óróinn á heimilinu hvarf eftir blessunina og fólk gat flutt aftur heim. Húsblessun í innflutningsgjöf Fréttablaðið hafði samband við fleiri presta, Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprest, séra Vigfús Þór Árna- son í Grafarvogskirkju, séra Jónu Hrönn Bolladóttur og Gísla Jónas- son, prófast í Breiðholti, sem tóku í sama streng og sögðust af og til fá beiðnir þar sem fólk bæði prest um að koma á heimilið þar sem einhvers konar óróa gætti og fólk væri hrætt. Jóna Hrönn segist einn- ig muna eftir því að maður hafi komið til sín og fengið hana til að veita húsblessun sem innflutnings- gjöf fyrir kærustu sína. Gísli sagðist hafa farið inn í mjög erfiðar aðstæður þar sem fólk hafði upplifað mikla reimleika. „Það er auðvitað ekki eins algengt að fólk biðji um húsblessun vegna þess að því líður illa á heimilinu, en það kemur af og til fyrir að fólk biður um að eitthvað sé hreinsað út. Og ekki bara af einkaheimilum, ég hef til að mynda farið á leikskóla fyrir mörgum árum þar sem mikið ósamlyndi ríkti og það varð til þess að samskiptin urðu betri. Mér eru nokkur atvik mjög eftirminnileg og ég hef einu sinni lent í veruleg- um átökum þar sem ég snarsvitn- aði við blessunina. Ég hefði ekki trúað þessu sjálfur, haldið að þetta væri della fyrr en ég reyndi. En heimilisfólk var þar greinilega að upplifa eitthvað meiriháttar illt,“ segir Gísli og bætir við að ástandið hafi snarbatnað að blessun lokinni. Húsblessun ekki óalgeng Svokölluð húsblessun er hluti af þjónustu presta og hérlendis hafa prestar þjónustað í slíkum athöfnum, bæði þegar fólk flytur inn en einnig þegar fólk upplifir óþægindi, jafnvel reimleika, á heimilinu. Stundum koma beiðnir til presta um húsblessun vegna þess að fólk upplifir eitthvað vont í húsnæðinu. NORDICPHOTOS/GETTY Karl V. Matthíasson Gísli Jónasson Anna Sigríður Pálsdóttir Jóna Hrönn Bolladóttir Leit stendur yfir að byggingu ársins. Leitin fer fram í tilefni af Hátíð byggingalistar heimsins (The World Architecture Festival), sem haldin verður í Barcelona í byrjun nóvember. Sú bygg- ing sem var útnefnd í fyrra var Þjóðarsafn listar 21. aldar eftir Zaha Hadid Architects MAXXI. www.ai.is Ég var orðin fimmtug þegar ég varð prestur og það kom mér mjög á óvart, hversu algeng fyrirspurn um húsblessun er. Ný þáttaröð sjónvarpsstöðvarinnar Discovery Channel um særingar sem er í vinnslu hefur valdið úlfaþyt innan kaþólsku kirkjunnar. Forsvars- menn sjónvarpsstöðvarinnar lýstu því nefnilega yfir að þeir ynnu þættina í samvinnu við Vatíkanið og hefðu fengið aðgang að leyni- skjölum særingamanna þess við vinnsluna. Þessu neita forsvarsmenn Vatíkansins harðlega og segja slíkt aldrei hafa komið til greina, enda hafi það enga sérþjálfaða særingamenn á sínum snærum. Heimild: .datelinezero.com 10% 25% Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.