Fréttablaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 17
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
H
vert í heiminum ferðu
til að finna nýja kyn-
slóð hæfileikaríkra
hönnuða? New York,
Parísar, Berlínar eða Kaupmanna-
hafnar? Nei, til Íslands!“
Eitthvað á þessa leið skrifaði
danska hönnunarfyrirtækið Nor-
mann Copenhagen á bloggsíðu
sinni, spottedbynormanncopen-
hagen.com, þriðjudaginn 23. mars.
Útsendarar fyrirtækisins voru svo
mættir hingað á HönnunarMars
á höttunum eftir því ferskasta.
Þeir hittu hóp íslenskra hönnuða
á kaupstefnunni DesignMatch,
sem Hönnunarmiðstöð stóð fyrir
nú í annað sinn en DesignMatch er
að festa sig í sessi sem stökkpall-
ur íslenskra hönnuða á erlendan
markað.
„Á þriðja tug verkefna fengu
viðtal við þau fyrirtæki sem komu
hingað, gagngert til að leita uppi
nýjar vörur. Síðsumars kemur
í ljós hvort og hvaða verkefni fá
samning,“ segir Greipur Gíslason
hjá Hönnunarmiðstöð Íslands og
verkefnastjóri HönnunarMars.
Hann segir jafnframt erlendu
gestina hafa verið hrifna af skipu-
lagi kaupstefnunnar og jákvæð
ummæli, eins og þau á bloggsíðu
Normann Copenhagen, hafi ýtt
undir áhuga fleiri erlendra fram-
leiðenda á íslenskri hönnun.
„Þeim fannst frábært að allir
mættu senda inn kynningu á vöru
sem Hönnunarmiðstöð sendi svo á
fyrirtækin, áður en þau komu til
landsins. Fyrirtækin völdu hvaða
hönnuði þau vildu hitta og við
skipulögðum fundi. Það að hönn-
uðurinn gæti hitt framleiðendur
í sínum heimabæ og nýtt fund-
inn eins og hann vildi þótti þeim
frjálslegt og afslappað,“ segir
Greipur „Fyrirtæki sem sáu sér
ekki fært að mæta í ár hafa mik-
inn áhuga á að vera með næst. Við
reiknum með að verkefnið eigi
eftir að stækka.“
Yfir 38.000 vörur eru seldar
undir nafni Normann Copen-
hagen í yfir 77 löndum. Þrjár
íslenskar vörur eru nú í sölu hjá
fyrirtækinu eftir DesignMatch í
fyrra: Snagar og hitaplatti eftir
Bryndísi Bolladóttur og snagar
eftir Helgu I. Sigurbjarnadóttur.
Heimasíða fyrirtækisins er www.
normanncopenhagen.com.
heida@frettabladid.is
Kaupstefnan DesignMatch á HönnunarMars er stökkpallur fyrir íslenska hönnuði.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Íslandsstofa, Hönnunarmiðstöð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð
Íslands og Samtök iðnaðarsins auglýsa eftir umsóknum um
þátttöku í þróunarverkefninu Hönnun í útflutning. Mark-
mið verkefnisins er að leiða saman hönnuði og fyrirtæki í sam-
vinnu um hönnun og framleiðslu á útflutningsvörum. www.
honnunarmidstod.is
Íslensk
hönnun
er ferskust
NÝTT12 mánaða vaxtalausar greiðslur
Listh
Fermingartilboð
GÆÐA- og verðsamanburð
Verð nú
109.900 kr.
Verð
164.900 kr.
Mynda-upphengibrautir sem hafa þann kost að ekki þarf að negla í
veggi og er mjög auðvelt að breyta uppröðun eða bæta við myndum.
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is