Fréttablaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 6
4. apríl 2011 MÁNUDAGUR6 15% afsláttur Fæst án lyfseðils N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R Nýtt lok! Auðvelt að opn a ADVICE hópurinn telur hagsmunum Íslands best borgið með því að fella Icesave-lögin þann 9. apríl. Auglýsingar og annað starf hópsins er greitt með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. Tölvupóstur: advice@advice.is www.advice.is Lánshæfi smatsfyrirtækin lögðu öll rangt mat á stöðu bankanna rétt fyrir hrun. Í febrúar 2011 sendu Moody’s frá sér álit þar sem fram kom að lánshæfi Íslands gæti farið í ruslfl okk ef Icesave yrði hafnað. Ósmekkleg tímasetning, með hliðsjón af komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Í Reuters frétt um sama efni er haft eftir Moody’s að versta mögulega útkoma samningsins sé 50 milljarðar. Réttari tala væri 233 milljarðar samkvæmt mati sem unnið var fyrir fjárlaganefnd Alþingis. Margt bendir til þess að álit Moody’s byggi á misskilningi og röngum upplýsingum. Hver veitti þær? Hvenær ætlar ríkisstjórn Íslands að leiðrétta þennan misskilning hjá Moody’s? Getum við treyst Moody’s núna? Aaa Moody’s um íslensku bankana 2008: JAPAN Lík tveggja starfsmanna Fukushima Daiichi kjarnorkuvers- ins, sem létust þegar flóðbylgja skall á verið í hamförunum í Japan fyrir rúmum þremur vikum, fund- ust á miðvikudag. Tilkynnt var um fundinn í gær, en eyða þurfti skaðlegum efnum úr líkunum áður en hægt var að skila þeim til fjöl- skyldna fórnarlambanna. Mennirnir voru 24 og 21 árs. Samkvæmt japönsku fréttastof- unni Kyodo létust mennirnir af miklum höfuðáverkum. Yfir sex- tíu lík hafa fundist á hamfara- svæðunum síðustu daga, en um 16 þúsund manns er enn saknað. Enn berst starfsfólk í kjarn- orkuverinu við að koma í veg fyrir að geislavirkt vatn leki í Kyrra- hafið. Upphaflega var ætlunin að stöðva lekann með því að hella steypu ofan í tankinn. Þær tilraunir mistókust. Yfirvöld í Japan telja ólíklegt að geislavirku efnin muni ógna heilsu fólks á svæðinu og víðar, þar sem þau muni fljótlega leysast upp í hafinu. - kg Enn unnið að því að koma í veg fyrir geislavirkan vatnsleka í Japan: Fundu geislavirk lík starfsmanna FUKUSHIMA DAIICHI Starfsfólk reynir að hindra útbreiðslu geislavirkra efna úr kjarnorkuverinu sem skemmdist mikið í hamförunum fyrir rúmum þremur vikum. NORDICPHOTOS/AFP PAKISTAN Maður sprengdi sjálfan sig í loft upp í Punjab í Pakistan í gær með þeim afleiðingum að 41 lést. Árásin var gerð nærri hofi þar sem súfí-múslímar héldu upp á þriggja daga helgiathöfn. Samkvæmt Reuters-fréttastof- unni hafa talíbanar í Pakistan lýst yfir ábyrgð á hermdarverk- inu. Íslamistar álíta súfí- múslima villutrúarmenn. Árásin nú er sú þriðja á þenn- an fámenna hóp múslima. Þessi árás er sú mannskæðasta. - rat Hryðjuverk í Pakistan: 41 lést í sjálfs- morðsárás FÓLK „Þetta sýnir sennilega að fólk er hvergi óhult hér í Afganistan,“ segir Erlingur Erlingsson, starfs- maður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Samstarfsmenn hans og vinir voru myrtir af æstum múgi á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni Mazar-i-Sharif á föstudag. „Það varð einhvers konar múg- æsing eftir föstudagsbænir þar sem einhverjir æsingamenn komu við sögu. Eitthvað verður svo til þess að múgurinn fer að skrifstofu Sameinuðu þjóðanna þar sem menn réðu einfaldlega ekki við hundrað manna æstan múg. Afganska lög- reglan greip svo ekki inn í atburða- rásina heldur hélt sig til baka og fylgdist bara með,“ segir Erlingur um atburði föstudagsins. Sjö starfsmenn Sameinuðu þjóð- anna voru myrtir í árásinni, þar af 33 ára sænskur karlmaður og 53 ára gömul norsk kona. Fjórir nepalskir hermenn sem gættu skrifstofunnar féllu einnig. Múgurinn safnaðist saman fyrir utan skrifstofuna til að mótmæla því að söfnuður í lítilli kirkju í Flór- ída í Bandaríkjunum brenndi Kór- aninn í messu fyrr í mánuðinum. Múgurinn kirjaði slagorð gegn Bandaríkjunum og greip til ofbeld- is þegar vopnaðir öryggisverðir reyndu að loka inngangi skrifstof- unnar. Erl ingur er starfsmaður UNAMA, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem styður við uppbygg- inguna í Afganistan í kjölfar inn- rásarinnar í landið árið 2001. Hann hefur unnið í Afganistan frá því í febrúar 2009 og starfar í Kabúl. Hann segir ástandið í Afganistan flókið og erfitt að lýsa því í stuttu máli. „Almenningur er orðinn lang- þreyttur á átökunum. Sumir kvarta mikið yfir framferði alþjóðaherliðs- ins og reyndar skæruliðanna líka. Í svona átökum verður almenning- ur auðvitað alltaf á milli og þetta bitnar því mest á almennum borg- urum,“ segir Erlingur og bætir við: „Helsta breytingin sem hefur orðið hér undanfarið er að það er komin tímalína fyrir brottför herliðsins þannig að Afganar eru smátt og smátt að taka sjálfir ábyrgð á öllum öryggismálum.“ Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnanna hefur lengst af verið tiltölulega öruggt í Afganistan en síðustu misseri hafa árásir á Sameinuðu þjóðirn- ar færst í aukana. Erlingur segir Kabúl nokkuð örugga en að árásin á föstudag sýni að menn séu hvergi algjörlega óhultir. „Í Mazar hafa menn gengið um rólegir og nánast farið einir á markaðinn. Svo gerist eitthvað þessu líkt. Maður óttast því auðvitað um öryggi sitt.“ magnusl@frettabladid.is Missti góðvini sína í árás í Afganistan Erlingur Erlingsson er starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Sam- starfsmenn hans létust í blóðugri árás múgs á skrifstofu SÞ á föstudag. Hann segir ástandið í landinu flókið og að landsmenn séu langþreyttir á átökunum. ERLINGUR ERLINGSSON Erlingur hefur starfað í Afganistan í rúm tvö ár. Hann hóf störf hjá íslensku friðargæslunni en færði sig síðar yfir til Sameinuðu þjóðanna. MYND/ÚR EINKASAFNI MENNTAMÁL „Mér vitandi hefur ekkert verið rætt við stjórnendur framhaldsskóla um þessi mál. Við vitum bara að við eigum að skera niður kostnað um 5,5 prósent á þessu ári og búumst við öðru eins á því næsta. Ég sé ekki hvernig þetta á að vera mögulegt miðað við fjárveitingar til framhaldsskól- anna,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Fram kom í Fréttablaðinu á laugardag að öllum umsækjendum í framhaldsskóla, sem eru 25 ára og yngri og uppfylla inngönguskilyrði, verði tryggð skólavist næsta haust samkvæmt drögum að aðgerða- pakka sem ríkisstjórnin hefur kynnt fyrir aðilum vinnumarkaðarins. Hjalti Jón segir sjálfsagt að reyna að finna úrræði fyrir þá úr þessum aldurshópi sem hingað til hafa ekki komist inn í framhalds- skóla. „Það verður fróðlegt að sjá með hvaða hætti yfirvöld hyggjast hafa samráð við skólana um þessi mál. Eftir rúma viku funda skóla- meistarar með menntamálaráð- herra á samstarfsnefndarfundi. Ég reikna með að við fáum frekari upplýsingar þá.“ Þrír aðrir skólameistarar sem Fréttablaðið ræddi við, þau Ingi- björg Guðmundsdóttir í Kvenna- skólanum í Reykjavík, Jón B. Stef- ánsson í Tækniskólanum og Már Vilhjálmsson í Menntaskólanum við Sund, eru sammála um að fagna beri þessum fyrirætlunum yfirvalda. Þau bíði eftir frekari upplýsingum um ráðahaginn frá yfirvöldum. - kg Stjórnendum framhaldsskóla hafa ekki verið kynnt drög að aðgerðapakka: Skólameistarar bíða eftir fundi TILLÖGUR Skólameistarar, þar á meðal Hjalti Jón Sveinsson í Verkmenntaskóla Akureyrar, bíða eftir frekari útlistunum á hugmyndum yfirvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS Ætlar þú að mæta og greiða at- kvæði um Icesave-samninginn? Já 91,0% Nei 9,0% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hljópstu apríl? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.