Fréttablaðið - 20.04.2011, Síða 4

Fréttablaðið - 20.04.2011, Síða 4
20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR4 Borgin hefur það alveg í hendi sér að rífa húsið og senda félaginu reikninginn. Það hlýtur bara að vera hægt EINAR LOGI VIGNISSON ÍBÚI Á ÞÓRSGÖTU 12 SKIPULAGSMÁL Íbúar á Þórsgötu 12 í Þingholtunum hafa ítrekað sent borgaryfirvöldum bréf vegna nið- urnídds húss við Baldursgötu 32. Húsið er í eigu fasteignafélagsins Baldursgötu ehf. sem er jafnframt skráður eigandi fyrir Baldurs- götu 34, sem er í útleigu. Fyrir- tækið hefur í tæpt ár verið beitt dagsektum af borgaryfirvöldum, sem eru nú komnar í innheimtu og skipta milljónum, samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa borgarinnar. Baldursgata 32 hefur staðið auð í um það bil sex ár. Húsið brann árið 2008 og hefur ekkert verið gert til þess að endurbæta það. Einar Logi Vignisson, íbúi á Þórsgötu 12, segir ólíðandi að borgaryfirvöld aðhafist ekkert í málinu. Hann segir mikla slysa- hættu og sjónmengun stafa af hús- inu og ekkert hafi verið að gert, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli íbúa. „Borgin hefur það alveg í hendi sér að rífa húsið og senda félaginu reikninginn. Það hlýtur bara að vera hægt,“ segir Einar. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkur- borgar, segir mál sem tengist mannvirkjum sem þessum flókin og ekkert eitt sé hægt að gera til þess að kippa þeim í liðinn. Verið sé að beita fyrirtækið Baldursgötu ehf. dagsektum, sem séu nú komn- ar í innheimtu. Fyrirtækið sé að brjóta ákvæði byggingareglugerð- ar með því að vera með mannvirki í niðurníðslu. Hins vegar geti yfir- völd líklega ekki rifið húsið að óbreyttu. „Dagsektirnar eru málsmeðferð sem búið er að samþykkja. En ég held að [Baldursgata ehf.] sé komið í gjaldþrotameðferð, sem gerir það að verkum að veðin á húsinu fær- ast yfir á lóðina, verði það rifið,“ segir Magnús. „Þá standa fáar byggingar undir þeim kostnaði sem því fylgir.“ Gangi eigendur Baldurs- götu ekki frá dagsektunum á næstunni fer eignin á uppboð. „Það er sorgarsaga sem tengist svona mannvirkjum,“ segir Magn- ús. „Og það er nú komið að því að við fáum einhverja niðurstöðu í þetta mál.“ sunna@frettabladid.is GENGIÐ 19.04.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,9294 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,50 114,04 185,05 185,95 161,94 162,84 21,712 21,840 20,852 20,974 18,146 18,252 1,3746 1,3826 180,51 181,59 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Þórsgata Skólavörðustígur Njálsgata Bal dur sga ta Týs gata Freyjugata Lokastígur Nja rða rgat a Fr ak ka st íg ur Eiríksgata BALDURSGATA 32 Hallgrím skirkja Kort af Þingholtunum í Reykjavík Baldursgata 32 snýr að mörgum nærliggjandi götum, eins og Freyjugötu og Þórsgötu. Borgaryfirvöld sendu hundruð aðvörunarbréfa árið 2008 til eigenda húsa sem talin voru í niðurníðslu og hótað var að beita dagsektum ef ekkert yrði að gert. Fasteignafélagið sem á Baldursgötu 32 hefur verið beitt sektum í tæpt ár, sem eru nú komnar í innheimtu. SJÁVARÚTVEGUR Samtök íslenskra fiskimanna harma þá ákvörðun stjórnvalda að halda fyrirkomulagi strandveiða óbreyttu á milli ára. Í ályktun segir að fyrir síðustu kosningar hafi stjórnarflokkarnir lofað frjálsum handfæraveiðum og í þeim anda hafi fjölmargir fjárfest í bátum og búnaði. Ekkert annað en gjaldþrot blasir við þessum hópi fólks vegna blekkinga stjórnmála- manna, segir í ályktuninni. Samtökin krefjast þess að stjórn- völd aflétti nú þegar „ólögmætum hömlum á handfæraveiðar“ og segja engin vistfræðileg, hagfræði- leg eða siðfræðileg rök hníga til annars. - shá Samtök íslenskra fiskimanna: Harma óbreytt fyrirkomulag UMHVERFISMÁL Lagt hefur verið fram lagafrumvarp á Alþingi um aukinn rétt almennings til þess að fá upplýsingar í umhverfismál- um. Tilefnið eru viðbrögð stjórn- sýslunnar og vandkvæði sem urðu innan hennar þegar upp kom díox- ínmengun í nokkrum sorpbrennslu- stöðvum á Íslandi. Þá varð ljóst að styrkja þyrfti rétt almennings til upplýsinga og herða á frumkvæðis- skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar og vernda almenning. Flutningsmenn frumvarpsins eru Ólína Þorvarðardóttir, Mörður Árnason, Birgitta Jónsdóttir, Skúli Helgason og Ó l a f u r Þ ó r Gunnarsson. Í kjölfar frétta um mikla díox- ínmengun frá sorpbrennslu- stöðinni Funa ákvað umhverf- isnefnd Alþing- is að skoða nánar þá lög- gjöf um umhverfismál og upplýs- ingaskyldu stjórnvalda er snýr að mengunarmálum. Niðurstaðan varð sú að kveða þurfi skýrar á um frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnsýslustofnana í íslenskri lög- gjöf og um rétt almennings til þess að vernda lífsgæði sín. Þeir laga- bálkar sem komu sérstaklega til skoðunar voru lög um aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum, lög um mengunarvarnir, og lög um upplýsingarétt um umhverfismál. Flutningsmenn vonast til þess að með lagabreytingunum verði staða almennings gagnvart stjórnvöldum og skylda stjórnvalda tryggð, sem og að tryggður verði réttur fólks til að búa við heilsusamleg skilyrði og varðveita lífsgæði sín. - shá Lagafrumvarp lagt fram um rétt fólks til upplýsinga í umhverfismálum: Réttur almennings aukinn ÓLÍNA ÞORVARÐ- ARDÓTTIR STJÓRNMÁL Félagsfundur VG á Akranesi skorar á Ásmund Einar Daðason að segja af sér þingmennsku þar sem hann hafi fyrirgert trausti þeirra sem kusu lista VG í síðustu kosningum. Fundurinn harmar að Ásmundur Einar, Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafi sagt sig úr þingflokki VG, greitt atkvæði með vantrauststillögu á ríkisstjórnina sem VG á aðild að og stillt sér þar með upp sem andstæðingar hennar. - bþs Vinstri græn á Akranesi: Ásmundur hætti á þingi HEILBRIGÐISMÁL Ófremdarástand ríkir í heilbrigðisumdæmi Suður- lands vegna fjölda veikra einstak- linga sem eru á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum. Er þetta álykt- un samráðsnefndar heilbrigðisum- dæmis Suðurlands, sem sett var fram á fundi með rekstraraðilum hjúkrunarheimila hinn 14. apríl síðastliðinn. Á fundinum kom fram að á sama tíma og þörf íbúa eftir hjúkrunar- rýmum ykist væri hjúkrunarrým- um á svæðinu fækkað. Nú væru 27 einstaklingar í bið eftir hjúkrunar- rýmum í umdæminu. - sv Nefnd um heilbrigðismál: Slæmt ástand á Suðurlandi Íbúar á Þórsgötu æfir vegna aðgerðaleysis borgarinnar Íbúar á Þórsgötu hafa ítrekað sent yfirvöldum bréf vegna Baldursgötu 32, sem hefur staðið auð í sex ár og brann 2008. Yfirvöld hafa í tæpt ár beitt dagsektum, sem skipta nú milljónum og eru komnar í innheimtu. a LÖ va va da fj la he um va hó me stæ frá ha og af Þ flo mis á re íha skr G M i SKIPULAGSMÁL Ítarleg úttekt var gerð á ástandi húsa í miðborginni árið 2008. Þeir eigendur bygginga þar sem endurbóta var krafist skiptu hundruðum, segir Magn-ús Sædal Svavarsson, bygginga-fulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Húseigendur fengu bréf heim þar sem óskað var eftir því að þeir gengju betur frá húsum sínum, ellegar yrði dagsektum beitt. Engar sektir hafa þó verið sendar út, nú þremur árum síðar, sökum þess ástands sem skall á skömmu eftir úttekt borgarinnar.„Við tókum miðborgina fyrst í gegn, því þar er mjög víða pott-ur brotinn,“ segir Magnús. „Við fórum kerfisbundið yfir svæð-ið og sendum út bréf þess efnis að ef menn sinntu ekki málum, gæti verið gripið til þvingunar-aðgerða í formi dagsekta. En það hefur enn ekki verið tekið á þeim málum.“ Magnús segir að dagsektum verði aldrei skellt á fyrirvara-laust, en hafi ekkert verið aðhafst verði hvert og eitt tilvik metið fyrir sig og tillögur um tíma-frest lagðar fram fyrir viðkom-andi aðila. Eigendur hafi þó and-mælarétt. Ef slíku sé beitt verði málið lagt fyrir borgaryfirvöld. Sé úrskurður yfirvalda sá að eig-andi þurfi að sinna endurbótum á húsi sínu hafi viðkomandi 30 til 40 daga til að sinna málum. „Ýmsir tóku sig þó til þegar við sendum út bréfin,“ segir Magnús. „En það sem þarf að gerast er að við Íslendingar förum að haga okkur eins og siðaðar þjóðir og halda mannvirkjum okkar við. Við verðum að fara að taka okkur á.“ Páll Hjaltason, formaður skipu- lagsráðs, segir sífellt verið að vinna í því að bæta ásýnd mið-borgarinnar. Það hafi ekki þótt vænlegt til árangurs að beita dag-sektum í því árferði sem nú er í samfélaginu, en verið sé að skoða hinar ýmsu leiðir til þess að bæta ástandið. „Þetta er orðin hálfgerð sorgar-saga,“ segir Páll. „Þessi hús eru mestmegnis í eigu bankanna eða undir vernd þeirra á einn eða annan hátt.“ Páll segir þó vissulega tvinn-ast inn í þetta varanlegri lausnir á skipulagsmálum heldur en ein-faldlega að bæta ásýnd einstakra húsa. Samantekt um eignarhald á húsunum liggi fyrir og verið sé að útfæra hvernig sanngjarnast væri að leysa úr vandanum. sunna@frettabladid.is Hundruð bygginga í miðborg niðurníddSkipulagsnefnd Reykjavíkurbogar sendi hundruð aðvarana til húseigenda árið 2008 vegna niðurníddra bygginga. Hótað var dagsektum ef ekkert yrði að gert. Enginn hefur verið sektaður og segir byggingafulltrúi marga hafa tekið sig á. RÚSTIR EINAR Baldursgata 32 í Reykjavík er rústir einar eftir mikinn bruna. Ekkert hefur verið aðhafst varðandi endurbætur á húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PÁLL HJALTASON MAGNÚS SÆDAL SVAVARSSON m Um 2 Um 20 nám í sinnir skólum kennsl ans í G mynda segir í ME a mánuði. - þj G dl SUÐU fram lést Höfð veri unda Fe Ferr meða álegg Ferr Ítalíu Súk D S- VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 23° 22° 18° 23° 25° 14° 14° 20° 22° 20° 21° XX° 17° 24° 16° 11°Á MORGUN 6-15 m/s Hvassast SV-til. FÖSTUDAGUR 5-10 m/s um allt land. 4 2 0 4 6 7 10 7 5 6 7 8 6 5 4 3 10 11 5 11 70 7 4 5 8 5 6 4 5 9 10 PÁSKASPÁIN Línur eru farnar að skýr- ast í páskaspánni. Það verður lægða- gangur næstu daga, suðlægar áttir með úrkomu S- og V-til en þó léttir til inn á milli. NA-lands verður besta veðrið, hitinn allt að 10°C, bjart með köfl um og úrkomulítið. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður UMFJÖLLUN FRÉTTABLAÐSINS Í GÆR Fréttablaðið fjallaði um fjölda bygginga í miðborg Reykjavíkur í gær sem yfirvöld töldu svo illa farnar að eigendur voru skyldaðir til þess að gera endurbætur. Lítið hefur þó gerst síðan 2008 þegar aðvaranirnar voru sendar út. Afar fáum dagsektum hefur verið beitt. Ranglega var sagt í Fréttablaðinu í gær að húsvörður í Háskólabíói hefði verið ákærður fyrir að slá eign sinni á farsíma sem tapaðist í húsnæði bíósins. Hið rétta er að starfsmaður- inn var almennur starfsmaður, ekki húsvörður. LEIÐRÉTTING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.