Fréttablaðið - 20.04.2011, Qupperneq 20
20 20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR
LÍÚ og Vilhjálmur
LÍÚ og Vilhjálmur láta einsog einhver sé
að svindla á þeim – gott ef ekki ræna þá.
Samt voru LÍÚ og Vilhjálmur líka að
syngja og leika í kosningunum vorið
2009, þegar flokkarnir Samfylkingin og
Vinstri hreyfingin - grænt framboð fengu
hreinan meirihluta á þingi, meðal annars vegna skýrrar
stefnu í sjávarútvegsmálum.
Og í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar sem þessir flokkar
mynduðu er alveg klárt hvað ríkisstjórnin ætlar að gera í
fiskveiðistjórnarmálum í umboði þjóðarinnar. [...]
Það sem hægt er að skamma ríkisstjórnina fyrir er að
vera ekki löngu búin að koma þessum breytingum á – í
stjórnarsáttmálanum er talað um 1. september 2010.
Fyrirgefið barnaskapinn – en eiga menn ekki að búast
við að stjórnarflokkar standi við skýra stefnu í samstarfs-
yfirlýsingu sinni?
blog.eyjan.is/mordur
Mörður Árnason
Andsetin ríkisstjórn
Stjórnin fékk Alþingi til að samþykkja lög
um opinbera ritskoðun fjölmiðla. Næsta
skref var að fá Alþingi til að samþykkja
lög um, að auka leyndó hins opinbera.
Leyft verður að loka skjölum í 110 ár í
stað 30.
Hvort tveggja er eitthvað, sem maður á von á frá
Gaddafi eða Assad eða Abdúlla kóngi. En alls ekki
frá ríkisstjórn, sem gasprar um gegnsæi og nútíma í
stjórnsýslu.
Ísland er dottið af lista yfir ríki með tjáningarfrelsi í
lagi. Og senn dettur það af lista yfir ríki með gegnsæja
stjórnsýslu.
Fasisminn brýzt ítrekað fram í gerðum ríkisstjórnar
okkar og þingmeirihluta hennar. Er hún bara andsetin?
jonas.is
Jónas Kristjánsson
Þjóðverjar hafa nýlega sett í stjórnarskrá sína strang-
ar reglur um hámark skulda og
fjárlagahalla hins opinbera. Þess-
ar reglur eru hvorki fullkomn-
ar né óumdeildar. Þær eru hins
vegar fyrsta skrefið til að styrkja
grundvöll ákvarðana hins opin-
bera þannig að jafnvægi tekna
og gjalda sé virt.
Lækkun opinberra skulda
íslenska ríkisins og ábyrg fjár-
málastjórn er með sama hætti
forgangsmál, eigi efnahagur
okkar að byggja á heilbrigðum
forsendum. Þessari grein er ekki
ætlað að vera enn ein ábending-
in um hvað fór úrskeiðis síðustu
ár heldur til að setja fram tillögu
sem byggir á umræðu dagsins um
ábyrga fjármálastjórn ríkisins.
Nýr kafli um efnahagsmál
Tillagan er sú að þegar stjórnar-
skrá okkar verður loks endur-
skoðuð þá verði búinn til nýr
kafli svipaður þeim sem þýska
stjórnarskráin geymir. Í þess-
um kafla verði fjallað með skýr-
um hætti um efnahag þjóðar-
innar; jafnvægi milli tekna og
gjalda hins opinbera, ásættanlegt
skuldahlutfall og jafnframt verði
umfang og eðli ríkisábyrgða
skilgreint.
Réttast væri að fjárlagahalli
verði bannaður nema í undan-
tekningartilvikum og skuldir
ríkis sem hlutfall af landsfram-
leiðslu fari ekki yfir um 30%
eftir að eðlilegur aðlögunartími
hins nýja ákvæðis er liðinn. Slíkt
markmið er háleitt en tími eyðslu
umfram efni er liðinn.
Þá verður að huga að ríkis-
ábyrgðum þótt um þær ríki sér-
kennileg þögn hér sem erlendis.
Óljós stefna um umfang og eðli
ríkisábyrgða leiðir aðeins til þess
að við áttum okkur síður á hvað
ríkið skuldar – fari allt á versta
veg. Innstæðutryggingar fram-
tíðarinnar eru t.a.m. risavaxin
áskorun.
Ófrávíkjanlegar reglur
Vissulega er staða íslenska rík-
isins sérstök vegna hruns fjár-
málakerfisins haustið 2008. Af
því hlaust gríðarlegt tjón og
skuldasöfnun sem við verðum
að greiða niður næstu árin. Má
ekkert út af bregða eigi gildandi
fjárhagsmarkmið að nást. Við
búum raunar við meiriháttar
óstöðugleika sem kann að öðl-
ast nýtt líf eftir að Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn hefur lokað sinni
skrifstofu, hugsanlega í lok árs.
Mikilvægast er því að huga
að langtímamarkmiðum í ríkis-
fjármálum sem stjórnmálamenn
geta ekki komist hjá að fylgja.
Nú duga ekki almenn viðmið,
matskenndar reglur og fögur
fyrirheit. Nýr kafli í stjórnar-
skrá Íslands um fjármál hins
opinbera er því skref í rétta átt –
það sama og Þjóðverjar hafa nú
tekið.
Fordæmi Þjóðverja –
heilbrigð framtíðarsýn
Ekki er ólíklegt að fjölmörg ríki
fylgi fordæmi Þýskalands innan
fárra ára og banni jafnvel fjár-
lagahalla nema viss hlutlæg efna-
hagsleg skilyrði séu til staðar.
Fjárlagahalli er að mörgu leyti
leið hinna spilltu til þess að halda
völdum þótt hann kunni vissu-
lega að vera neyðarbrauð þjóðar
í vanda.
Endurskoðun stjórnarskrár –
þýska leiðin
Stjórnarskrá
Ólafur Reynir
Guðmundsson
lögfræðingur Samtaka
verslunar og þjónustu
Í fyrsta lagi af því að við höfum ekki rétt á að búa í landi þar sem
náttúrulegi gróðurinn er stöðugt að
eyðast af okkar völdum og okkar
dýmætasta eign, sjálf gróðurmold-
in, fýkur út á haf í tonna tali svo
líflaus grjóturð blasir við á stórum
svæðum. Uppgræðslan hefur varla
undan eyðingaröflunum.
Uppstreymi koltvísýrings sem
streymir upp frá skemmdu land-
inu, ræstum mýrum, rofum, eyði-
mörkum, þeim stæstu manngerðu
í Evrópu, og gróðurlausum auðnum
er hluti af vandamáli alls heimsins,
hvorki meira né minna.
Ríkisstjórnin hefur á undanförn-
um áratugum samið ótal lög um
náttúruvernd sem ekki hafa virk-
að, vegna þess að ekki er snert á
orsök gróðurskemmdanna
sem er bitvargurinn sem fer sína
leið á meðan enginn stuggar við
honum, enda sjálfur ólæs á papp-
írslög frá Alþingi.
Ríkisstjórnin hvetur til meiri
skógræktar til þess að binda koltví-
sýring og auka súrefnisframleiðslu,
binda jarðveginn og halda þar raka
fyrir utan að mynda skjól fyrir
vindi svo loftslagið verði mildara.
Við núverandi aðstæður tæki það
1000 ár að rækta upp landið, er
giskað á í riti skógræktarfélagsins,
og girðingakostnaður óheyrilegur.
Það er til ódýr og einföld lausn á
þessum vanda. Þegar Brynjólfur
Jónsson, framkvæmdastjóri Skóg-
ræktarfélags Íslands, var spurður
í viðtali hvað sé mest áríðandi að sé
gert til þess að græða upp landið,
sagði hann: „að stærstu áfangarnir
náist með því að hefta lausagöngu
búfjár, þó að við gróðursetjum
milli 5 og 6 milljónir plantna á ári,
eins og við höfum gert undanfarin
10 ár, þá muni það taka 100 ár að
bæta 1% í skógi þannig að þú sérð
hvað það má sér lítils á við það sem
náttúran getur gert þegar hún fær
að fara fram með sjálfgræðslu, það
er margfalt ódýrari skógrækt.“ Allt
sem þarf er að setja búfé í girð-
ingar í stað fólksins í landinu, þá
fær gróður landsins loks frið til að
stinga upp kollinum og mynda súr-
efni án þess að vera étinn jafnóðum
af ráfandi búfénaði.
Vistlandið okkar í dag eru
kjarr og blómlaus niðurnídd beiti-
lönd fyrir utan örfá afgirt svæði.
Hvor á meiri rétt á þessu landi í
dag, mannkindin eða sauðkindin?
Mannkindin þarf að fara eftir alls
konar reglum í umgengni við land-
ið en sauðkindin engum, í umboði
eigenda sinna. Við borgum bara
þegjandi …
Hvers vegna
þurfum við að
græða upp landið?
Undanfarið hafa Samtök atvinnulífsins gert háværar
kröfur á þjóðina. Eignarhald á
kvóta skuli fest til langs tíma, ann-
ars hafið þið verra af. Það þekk-
ist víðar að taka fémuni og jafnvel
fólk í gíslingu þar til kröfur á blá-
saklausar manneskjur nást fram.
Þeir sem slíkt stunda eru kallað-
ir fjárkúgarar og jafnvel hryðju-
verkamenn. Í hinum siðaða heimi
er þeim stungið í tugthús, ef sekt
telst sönnuð.
Hvað segir vinnulöggjöfin?
Lög um vinnudeilur kveða á um
svipaða hegðun og SA iðkar. Þar
segir í 17. grein (með úrfellingum):
Óheimilt er og að hefja vinnustöðv-
un ... ef tilgangur vinnustöðvunar-
innar er að þvinga stjórnarvöldin
til að framkvæma athafnir, sem
þeim lögum samkvæmt ekki ber að
framkvæma, eða framkvæma ekki
athafnir, sem þeim lögum sam-
kvæmt er skylt að framkvæma...
Og í 19. grein: Vinnustöðvanir í
skilningi laga þessara eru verk-
bönn atvinnurekenda og verkföll
þegar launamenn leggja niður
venjuleg störf sín ... Sama gildir
um aðrar sambærilegar aðgerðir...
Samtök atvinnulífsins hafa að
sönnu ekki boðað formlegt verk-
bann, en hitt er dagljóst að hegð-
un þeirra gengur þvert á anda lag-
anna. Fjárkúgun er ljótur leikur,
eins þegar hún fer framhjá lögum
fremur en þvert á þau. Á skal að
ósi stemma.
Óábyrg meðferð á flautu
Tugthús landsins eru full og kjána-
legt að brúka harkalegri viðurlög
en þörf er á. Hvað á þá að gera við
þá sem misbeita valdi sem þeir fá
að lögum – í þessu tilviki til að fara
með umboð fjölda aðila þrátt fyrir
almenna kröfu um samkeppni? Ég
man eftir bikarleik í Laugardal
fyrir nær fimmtíu árum, milli KR
og Keflavíkur. Þar stóð álengdar
náungi sem var óánægður með
gang leiksins, sérstaklega dómar-
ann, og lá ekki á því. Síðast gekk
svo fram af honum að hann hróp-
aði yfir sig: „Getur ekki einhver
tekið flautuna af manninum?“ Er
það ekki hugmynd? Væri ekki ráð
að banna mönnum og samtökum
með gíslatökutilburði að koma
nálægt vinnudeilum og öðru mik-
ilvægu starfi á vinnumarkaði í til-
tekinn tíma? Hvað er einn valds-
maður þegar búið er að taka af
honum flautuna?
Hver kaus þá?
Annað atvik dúkkar líka upp í
minningunni. Ég var einhverju
sinni á landsfundi ónafngreinds
flokks með fleirum að þrasa við
kvótaþingmann. Þegar honum
leiddist þófið sagði hann: „En
strákar, það vorum við sem vorum
kosnir.“ Það sljákkaði í okkur, því
þetta var rétt hjá Vilhjálmi Egils-
syni þá og er enn. Það er til óþurft-
ar þegar menn kunna ekki mörk
þess umboðs sem þeir hafa og
virða ekki lýðræðislegt vald sem
öðrum er fengið, þótt slíkt vald
verði auðvitað að virða reglur
lýðræðisins. En hver hefur kosið
þá sem nú gera kröfu til að stýra
landinu með hótunum og gísla-
töku? Það gerðu sérhagsmunirn-
ir einir, og það er ótækt að láta þá
sitja yfir almannahagsmunum.
Gíslatakan í
Borgartúni
Kjaramál
Markús
Möller
hagfræðingur
Landgræðsla
Herdís
Þorvaldsdóttir
leikkona og fyrrv.
formaður Lífs og Lands
Vistlandið okkar í dag eru kjarr og blóm-
laus niðurnídd beitilönd fyrir utan örfá
afgirt svæði.
Lækkun opinberra skulda íslenska ríkis-
ins og ábyrg fjármálastjórn er með sama
hætti forgangsmál, eigi efnahagur okkar
að byggja á heilbrigðum forsendum.
Ég hef heyrt utan á mér að margir skilja ekki hvað er að
gerast á Sólheimum í Grímsnesi.
Hvers vegna eru forráðamenn þar
alltaf að röfla um óöryggi í rekstri
og jafnvel hugsanlega lokun. Mér
finnst því rétt að reyna að útskýra
það í stuttu máli. Og í stuttu máli
hefur verið níðst á Sólheimum í
stjórnkerfinu. Leyfið mér að rök-
styðja það. Grundvöllur fjárveit-
inga til heimila fatlaðra er svo-
kallað þjónustumat. Því meiri
þjónustu sem fólkið þarf, þeim
mun hærra er fjárframlagið.
Lögum samkvæmt skal gera slíkt
þjónustumat einu sinni á ári. Þrátt
fyrir margítrekaðar beiðnir hafa
Sólheimar ekki fengið slíkt þjón-
ustumat frá árinu 2002. Sólheimar
þurfa því árið 2011 að standa
undir fjárþörf sem var skilgreind
árið 2002.
Hvað þýðir þetta í tölum? Á Sól-
heimum eru 43 einstaklingar.
Fjárframlög eru tæpar 275
milljónir króna á ári.
Annað sambærilegt
heimili þjónustar 38 ein-
staklinga. Fjárframlög
eru 362 milljónir króna
á ári. Fimm færri ein-
staklingar, en fá 87
milljónum króna meira
á ári.
Guð blessi þann góða
stað og alla þá sem þar
búa og vinna. Við berum
ekki til þeirra nokkurn
kala eða öfund. Þvert á
móti gleðjumst við yfir því að þeir
skuli njóta réttar síns. Við biðjum
aðeins um að okkar fólk fái að sitja
við sama borð.
Níðingsverk
Það er ekkert leyndarmál að
Sólheimar eiga óvildarmenn í
stjórnkerfinu. Atlögur þeirra að
heimilinu er ekki hægt að telja á
fingrum beggja handa. Eitt nýj-
asta dæmið er frá árinu 2009. Það
var ár mikils niðurskurðar sem
kom niður á allri þjóðinni. Sól-
heimar gera ekki nokkra athuga-
semd við að taka þátt í þeim nið-
urskurði. EN. Í leiðinni
var notað tækifærið til
þess að skera niður fjár-
framlög til Sólheima um
11 milljónir króna (4%)
umfram alla aðra aðila
í málaflokki fatlaðra.
Auk þess var ákveðið
að viðhalda þessari 11
milljóna króna skerð-
ingu árin 2010 og 2011.
Ég veit ekki hvaða
níðingur ákvað þetta, en
hafi hann eilífa skömm
fyrir. Vegna alls þessa höfum við
þurft að draga úr þjónustu og
öryggi íbúanna. Það hefur þegar
þurft að segja upp hjúkrunarfræð-
ingi, iðjuþjálfa og öryggisfull-
trúa/umsjón með byggðahverfi.
Öryggisleysi okkar á Sólheimum
er því ekki bara komið til af því
hversu miklir vandræðagemling-
ar við erum (þótt ekki skuli úr því
dregið). Okkur finnst það einfald-
lega skylda okkar að berjast fyrir
okkar fólk.
Guð blessi
þann góða
stað og alla
þá sem þar
búa og vinna.
Vandræðagangurinn
á þessu Sólheimafólki
Velferðarmál
Óli
Tynes
fréttamaður og situr í
fulltrúaráði Sólheima
AF NETINU