Fréttablaðið - 20.04.2011, Side 24

Fréttablaðið - 20.04.2011, Side 24
24 20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR Að undanförnu hefur verið umræða frá foreldrum þroska- hamlaðra barna um þau tíu ár ævinnar sem þau eru skyldug til að vera í grunnskóla. Umræðan snýst um hvort þau eigi rétt á sér- skóla vegna þroskahömlunar eða að ganga í almennan grunnskóla. Litið er á skólagöngu í sérskóla annars vegar og almenna grunnskólans hins vegar sem val. Þetta tímabil frá sex ára aldri fram til sextán ára hafa börn í raun lítil áhrif þar sem þau eru undir forsjá foreldra, að minnsta kosti fyrstu árin. Þroska- hömluð börn eru sjaldnast spurð hvað þau vilja þar sem talið er að þau hafi ekki forsend- ur til að velja. Ég velti því fyrir mér þegar við foreldrar veljum skóla- göngu í tíu ár fyrir börn- in okkar hvað það er sem veldur valinu. Hvað, hvernig og hvers vegna voru orðin sem ég spurði mig þegar ég stóð frammi fyrir ákvörðun um skólagöngu sonar míns sem er með Downs- heilkenni. Hann hafði upplifað skólagöngu systra sinna i grunnskóla í því hverfi sem við búum í. Hann hafði hugmynd um að þessi bygging væri fyrir hann eins og hin börnin á leikskól- anum sem hann var á. Að sporna við þessum hugmyndum hans var erfitt. Valið varð því grunnskóli í nærsamfélagi, almennur grunn- skóli. Við vildum líka láta reyna á samfélagslega færni hans þar sem árin eftir grunnskóla áttu eftir að vera í hinu almenna samfélagi. Hvernig við sáum fyrir okkur námið hans í tíu ár varð að vinn- ast í samvinnu við skólann því ég hafði ekki átt þroskahamlað barn í grunnskóla áður og skólinn hafði heldur ekki tekið við þroskahöml- uðum nemanda áður. Í þessi tíu ár komu við foreldarnir í skólann á fundi á fjögurra til sex vikna fresti, ræddum um markmið og fram- kvæmd námsins, félagslega færni og líðan sonarins. Við notuðum „Eflingu“ einstaklingsnámsskrá sem fer ýtarlega yfir þá áherslu- þætti sem námið átti að fela í sér. Með „Eflingu“ að veganesti fengu við sýn á tilgang skólagöngunnar. Áhersla var lögð á að kenna honum skrifaðar og óskrifaðar reglur skólasamfélagsins. Að læra íslensku var undirstaðan í skrifuðum reglum en til að byrja með notaði sonurinn óhefðbundnar tjáskiptaleiðir til að gera sig skiljanlegan. Hin reglan, eða þær óskrifuðu, er nokkuð sem hver skóli þróar með sér. Af þeim reglum læra börnin samskipti og fá veganesti með sér inn í önnur samskipti í samfélaginu. Í öll þessi tíu ár var undantekning ef hann kom ekki glaður heim og vildi ekki fara í skólann. Á hverju ári taldi hann upp fjölda vina sem hann átti innan skólans, en starfs- fólk skólans hafði stundum á orði að hann væri einn og þau upplifðu hann einmanna. Það þarf tvo til að skapa vin- áttu. Hvað vináttan felur í sér býr innra með manni og hver og einn hefur þá mynd, hún getur aldrei orðið meiri eða minni en einstak- lingurinn ræður við. Virðing er undirstaða vináttu og nærsam- félagið getur haft þar afgerandi áhrif. Virð- ing fyrir margbreyti- leikanum er undirstaða skólagöngu þroskahaml- aðra barna í almennum grunnskóla. Samkvæmt upplifun hans þá hlaut hann virðingu flestra samnemanda og nýtur hennar enn í dag í fram- haldsskóla. Hugmyndafræðin sem liggur á bak við þátttöku allra einstaklinga í sam- félagi á sér langa sögu og það hefur verið eitt af baráttumálum þroska- hamlaðra sjálfra. Ekki eitthvað sem foreldr- ar þroskahamlaðra hafa fundið upp heldur á sér rætur frá ýmsum fræðigreinum. Hún byggir á löng- unum og þörfum allra til að tilheyra og það krefst þess að sjálfsögðu að fá tækifæri til að vera þátttakandi og eiga þar samskipti. Í þeim sam- skiptum lærir einstaklingurinn að hugsa, framkvæma og eiga tjá- skipti með öðrum á þann hátt sem samfélagið hefur ákveðið. Ég velti því fyrir mér hvort sú skoðun að þroskahömluð börn eigi að vera í sérskóla liggi kannski í viðjum vanans? Erum við ekki lengra komin með hugmyndafræði og þróun í menntun þroskahaml- aðra barna að við látum vanann sem liggur í veggjunum afmarka hóp þroskahamlaðra í sérúrræði. Er ekki kominn tími til að brjóta upp sérskólaformið, jafnvel þó það geti leitt af sér átök í huga okkar. Skrefið verður aldrei tekið nema við byrjum hjá okkur foreldrum hvað varðar viðhorf, vænting- ar og trú til barnanna okkar til samfélagsþátttöku. Í viðjum vanans Menntamál Birna Hildur Bergsdóttir foreldri og menntuð í mál- og tjáskiptum fatlaðra Virðing fyrir margbreyti- leikanum er undirstaða skólagöngu þroskahaml- aðra barna í almennum grunnskóla. Um skammarlega óhagstætt starfsumhverfi listamanna Í desember voru kynntar fyrstu niðurstöður kort- lagningar skapandi greina í íslensku hagkerfi. Skemmst er frá því að segja að niðurstað- an var íslenskum hönnuðum og listafólki mjög í vil, enda slag- ar virðisaukaskyld velta skap- andi greina hátt í samanlagðar veltutölur í málmframleiðslu, eða um 191 milljarður. Og þó stendur vinnuframlag fjöl- margra listamanna fyrir utan þessa samantekt þar sem ein- ungis er gerð grein fyrir þeirri veltu sem ber virðisaukaskatt og eins og síðar verður vikið að þá er hluti listastarfsemi undan- þeginn virðisaukaskatti. Þegar þessar niðurstöður voru kynnt- ar lýstu bæði mennta- og iðnað- arráðherra ánægju og velvild í garð skapandi greina á Íslandi og er vonandi að í ljósi þessar- ar hagstæðu niðurstöðu verði gengið snarlega til verks við að bæta starfsumhverfi listafólks og hönnuða. Ræða iðnaðarráð- herra við opnun HönnunarMars nýverið gaf síðan sömu fyrir- heit. Engar atvinnuleysisbætur En hvert er starfsumhverfi íslenskra listamanna í dag? Það er í stuttu máli sagt ömurlegt. Listamenn eiga til dæmis ekki rétt á atvinnuleysisbótum nema að mjög litlu leyti. Skattkerf- ið neyðir listamenn til að skila skattaskýrslu á borð við lítil fyrirtæki og er þar með gerð krafa um reiknað endurgjald (laun) upp á rúmar 400.000 krónur á mánuði til þess að eiga rétt á fullum atvinnuleysisbót- um. Auk þess er til þess gerð krafa að listamaðurinn leggi algjörlega niður starfsemi sína til að geta þegið bæturnar og hafa listamenn því ekki tæki- færi til að vinna að hluta að list sinni á móti. Áhugavert er að bera þessa kröfu skattyfirvalda saman við þá mánaðargreiðslu sem telst vera full listamanna- laun fyrir fullt starf: tæpar 280.000 krónur. Þá gengur lista- mönnum oft illa að fá fæðingar- orlof (ef tryggingagjaldið hefur ekki verið gert upp mánaðarlega heldur árlega – en vegna algjörs skorts á upplýsingum um skatta- mál til listamanna vita þetta fæstir fyrr en á reynir) og velt- ir maður fyrir sér til hvers í ósköpunum listamenn eru yfir- leitt að greiða tryggingagjaldið! Úrelt lög um virðisaukaskatt Annað réttlætismál listamanna, sem lítið eða ekkert hefur verið fjallað um opinberlega hing- að til, er virðisaukaskattsmál. Samkvæmt lögum er bein sala listamanna á verkum undanþeg- in virðisaukaskatti en þó eru í lögunum aðeins tilgreind verk sem falla undir tollskrárnúmer 9701.1000-9703.0000, en það eru fyrst og fremst málverk, graf- ík, klippimyndir og höggmyndir. Gallarnir á lögunum valda því að listamönnum er stórkostlega mismunað innbyrðis. Í krafti þessara ósanngjörnu og úreltu laga hefur skattstjóri lagst í umfangsmiklar innheimtu- aðgerðir á hendur textíllista- mönnum, leirlistamönnum og þeim listamönnum sem vinna í annað efni en tilgreint er í toll- skránni. Hafa þær aðgerðir leitt til þess að listamenn fá reikn- inga upp á milljónir fyrir van- goldnum virðisaukaskatti mörg ár aftur í tímann og hafa marg- ir lagt niður starfsemi af þess- um sökum. Vinnubrögðin sem hljótast af þessum ósanngjörnu lögum fela m.a. í sér að tollvörð- um er látið eftir að skilgreina hverjar af afurðum listamanna teljast listaverk og hverjar ekki. Síðastliðið sumar gerðist það að textíllistamaður sem vinnur úr handgerðum pappír var settur í tollflokk með klósettpappír! Mismunun eftir efni Þriðja réttlætismálið hlýtur að vera mismunandi virðisauka- skattsprósenta á verkum lista- manna. Bækur og geisladiskar falla til dæmis undir 7% skatt- þrepið meðan textíllistamönn- um og leirkerasmiðum er gert að leggja 25,5% skatt á sín verk við sölu. En það verður þó fyrst ljóst hversu óhagstætt starfs- umhverfi listamanna á Íslandi er þegar aðstæður starfsbræðr- anna í hinum Norðurlandaríkj- unum eru kannaðar. Lausleg könnun leiddi í ljós að lista- menn í Danmörku mega selja verk fyrir allt að 6 milljónum íslenskra króna og leggja eftir það 5% virðisaukaskatt á verk sín. Tölur frá Svíþjóð og Finn- landi eru svipaðar. Auk þess virðist listamönnunum sjálfum látið eftir að skilgreina verk sín sem list … nú eða þá sem kló- settpappír. Að lokum má benda á að ein- yrkjar sem reikna sér endur- gjald af rekstri eru skikkaðir til að greiða 8% hlut atvinnu- rekanda í lífeyrissjóð ofan á 4% hlut launþega og fá á sig háar sektir ef þeir láta nægja að skila aðeins hlut launþega. Ég undirrituð skora á stjórn þessa lands, og þá ekki síst menntamálaráðherra og iðnað- arráðherra, að beita sér fyrir hagstæðara starfsumhverfi skapandi greina á Íslandi. Það er ekki nóg að stofna fína sjóði og útdeila verðlaunum á tylli- dögum, hin raunverulega hags- bót felst í því að hafa hagstætt og sanngjarnt rekstrarum- hverfi skapandi greina frá degi til dags. Listir Sigríður Ásta Árnadóttir textíllistamaður Í krafti þessara ósanngjörnu og úreltu laga hefur skattstjóri lagst í umfangsmiklar inn- heimtuaðgerðir á hendur textíllistamönnum, leir- listamönnum og þeim listamönnum sem vinna í annað efni en tilgreint er í tollskránni. Icesave, þjóðaratkvæði og kvótinn Það er hægt að draga ýmsan lærdóm af nýafstaðinni þjóð- aratkvæðagreiðslu þar sem til- tölulega fámennur hópur lítt þekktra aðila hafði sigur á öllum helstu ráðamönnum þjóðarinnar sem höfðu fylkt sér bakvið Já-ið. Traust á ráðamönnum er í algeru lágmarki og kjósendur fylgja ekki leiðtogum sínum í flóknum málum, þrátt fyrir full- yrðingar þeirra um efnahagsleg áföll. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru komnar til að vera, a.m.k. meðan núverandi forseti er við völd og ef starf stjórnlagaráðs nær fram að ganga. Ríkisstjórnin stefnir að því að leggja fram frumvarp um stjórn fiskveiða á næstunni og svo virðist sem fulltrúi LÍÚ í þingliði vinstri grænna muni móta það að miklu leyti. Ef það frumvarp tryggir ekki öllum Íslendingum jafnan rétt til nýt- ingar auðlindarinnar og gjald fyrir afnotin endurspeglar ekki verðmæti hennar, má búast við að það frumvarp fari sömu leið og Icesave. Í slíku máli er auðvelt að sýna fram á „gjá milli þings og þjóðar“ og koma því í þjóðar- atkvæðagreiðslu, enda liggur vilji þjóðarinnar fyrir eftir fjöl- margar skoðanakannanir. Þegar eru til samtök sem munu berj- ast gegn málinu og er málflutn- ingurinn sjálfur svo minnsta málið. Málefni gjafakvótans eru tiltölulega einföld miðað við Icesave og hægt er að vitna í fjölmarga virta erlenda aðila málstaðnum til stuðnings. Þar á meðal þrjá Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Ekki sakar svo að gjafakvótinn er mannrétt- indabrot samkvæmt Sam- einuðu þjóðunum og að í þjóðar atkvæðagreiðslu er atkvæðavægi jafnt. Afleiðingarnar fyrir stjórnar- flokkana yrðu þó mun meiri en í Icesave, a.m.k. fyrir Samfylk- inguna. Stuðning við slíkt frum- varp mætti líkja við sjálfsmorð flokksins og núverandi þing- menn ættu varla afturkvæmt. Leiðtogar Samfylkingarinn- ar þurfa því að sjá til þess að landsmenn verði upplýstir um afstöðu vinstri grænna í kvóta- málinu og boða í kjölfarið til kosninga. Samstarf við Vinstri græn er fullreynt og eingöngu þannig verður möguleiki á sams konar stjórn á landsvísu og er nú í Reykjavík. Þjóðmál Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur Leiðtogar Samfylkingarinnar þurfa því að sjá til þess að landsmenn verði upp- lýstir um afstöðu vinstri grænna í kvóta- málinu og boða í kjölfarið til kosninga.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.