Fréttablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN20. APRÍL 2011 MIÐVIKUDAGUR4 Ú T T E K T F leiri komu á vegum ís- lenskra stjórnvalda á vorfund Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans í Wash- ington D.C. um nýliðna helgi en alla jafna koma frá stjórnvöld- um annarra landa. Yfirleitt koma ekki nema fjármálaráðherrar eða seðlabankastjórar með fylgiliði sínu til að sitja fundi. Frá Íslandi komu hins vegar bæði Steingrím- ur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra ásamt fylgd- arliði. Þá kom einnig til fundanna Arnór Sighvatsson aðstoðarseðla- bankastjóri og Jón Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjóra Seðlabankans. Reyndar er það svo að lönd sem eru með efnahagsáætlun í samstarfi við AGS senda yfir- leitt fleiri til funda á stórfund- um sjóðsins en önnur lönd, enda er umfang samstarfsins held- ur meira en hjá hinum. Þá hefur orðið sú skipulagsbreyting í sam- starfi Íslands og AGS að forræði samskiptanna hefur færst frá fjármálaráðuneytinu og yfir í efnahags- og viðskiptaráðuneytið. Þá herma heimildir blaðsins að innan AGS þyki traustvekjandi að þjóðir sem eru með efnahagsáætl- un í gangi í samstarfi við sjóðinn sendi fleiri til fundar en annars. Þykir það til marks um að þjóð- irnar taki verkefni sitt alvarlega og vilji standa við þær áætlanir sem fram hafa verið settar um umbætur. Enda er það svo að áætlun Ís- lands hjá AGS þykir afar vel heppn- uð og jafnvel þannig að hún end- urspegli breytt viðmót og aðferða- fræði hjá sjóðnum. Á árum áður þykir sjóðurinn hafa gert mistök í stífni við að krefjast niður skurðar hjá þjóðum í kröggum og eins með því að vilja alls ekki beita verk- færum á borð við gjaldeyrishöft. Þannig hafi ríki mátt þurfa að þola veikari gjaldmiðil en ella og niður- skurð af þeirri stærðargráðu að hamlaði vexti. Dæmi Íslands er allt annað og kom fram í samtali blaðsins við Steingrím J. Sigfússon fjármála- ráðherra þegar hann var staddur á vorfundi sjóðsins að AGS væri áhugasamt um að efnahagsáætl- unin héldi áfram að ganga vel. „Þeir líta á farsæl lok áætlunar- innar sem ákveðna skrautfjöður í hattinn hjá sér,“ sagði hann. Núna fer Norðmaður fyrir kjördæmi Íslands hjá AGS, en þjóðirnar skiptast á um að veita því forystu. Þannig var Geir H. Haarde í forsvari fyrir kjördæm- ið árin 2001 til 2003. Á fyrsta fundi í kjördæminu á föstudag var Steingrímur beðinn að fara yfir þróun mála hjá Íslandi og segir að þeirri samantekt hafi verið afar vel tekið. Framgang- ur efnahagsáætlunar Íslands hjá AGS virðist tryggur. Þó svo að ferð íslenskra ráðamanna til höfuðstaðs Bandaríkjanna hafi um margt verið árangursrík, efna- hagsáætlun landsins hjá AGS gangi vel, fjármögnun hennar sé tryggð og stjórnvöld annarra ríkja sýni skilning á þróun mála varðandi Ice- save, þá lentu þeir engu að síður í ótrúlegum hrakningum í ferð sinni. Segja má að vandræðin hafi þegar hafist við millilendingu í New York á leiðinni til Washing- ton síðasta fimmtudag. Þar varð nefnilega eftir farangur fjármála- ráðherra og aðstoðarmanns hans og varð ekki endurheimtur fyrr en síðla kvölds í Washington. Öfugt var farið með fulltrúa Seðlabank- ans. Farangurinn fór mannlaus til Washington. Í HRINGIÐU MÓTMÆLA Á hótelinu í Georgetown í Washing- ton varð svo skemmtileg uppákoma þegar Íslendingarnir biðu lyftunn- ar sem færa átti hópinn upp á her- bergi. Þegar dyrnar opnuðust stóð nefnilega fyrir innan enginn annar en George Osborne, fjármálaráð- herra Breta. Að kynningum lokn- um áttu menn þar smáspjall um stöðu mála og herma heimildir blaðsins að vel hafi farið á með mönnum. Í Washington var svo mikill ör- yggisviðbúnaður vegna þess heims- H R A K F A R I R Í S L E N S K Á FUNDARSTAÐ Ys og þys í nýrri skrifstofubyggingu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins í Washington. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ VIÐ UPPHAF VORFUNDARINS 14. APRÍL SÍÐASTLIÐINN John Lipsky, aðstoðarframkvæmdastjóri AGS, og Dominique Strauss- Khan, framkvæmdastjóri sjóðsins, svara spurningum blaðamanna í höfuðstöðvum AGS í Washington í Bandaríkjunum áður en þar hófst vorfundur AGS og Alþjóðabankans í síðustu viku. Fundinum stýrir Caroline Atkinsson, yfirmaður ytri samskipta hjá sjóðnum. NORDICPHOTOS/AFP Farsæl endalok efnahagsáætlunar Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í sumarlok eru talin geta verið „skrautfjöður” í hatt sjóðsins sem víða þarf að taka á erfiðum málum. Óli Kristján Ármannsson sótti heim vorfund sjóðsins og Alþjóðabankans í Washington í Bandaríkjunum. Áætlun Íslands til fyrirmyndar Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.