Fréttablaðið - 20.04.2011, Page 36
MARKAÐURINN20. APRÍL 2011 MIÐVIKUDAGUR
U T A N D A G S K R Á R
4.490 kr.
á mánuði í 18 mánuði
500 kr. símnotkun á
mán. í 6 mán. fylgir!
Staðgreitt: 74.990 kr.
Nokia C7
d
a
g
u
r
&
s
t
e
in
i
Stærstiskemmtista›u
r
í heimi!
Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla,
MM Selfossi og á Glerártorgi Akureyri | Þjónustuver 519 1919
www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter
Farsímatilboð Nova gilda með áskrift og frelsi: Mánaðarleg afborgun er greidd með kreditkorti + 250 kr./mán. greiðslugjald.
Ekkert mánaðargjald í frelsi en 590 kr. í áskrift og þá fylgir 150 MB netnotkun á mánuði.
Tveir
snjallir
Nokia
farsímar
hjá Nova!
Páskaegg nr. 4 o
g 500 kr. símnotk
un
á mánuði í 6 má
nuði fylgir!
5.490 kr.
á mánuði í 18 mánuði
500 kr. símnotkun á
mán. í 6 mán. fylgir!
Staðgreitt: 89.990 kr.
Nokia N8
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði
á 120 stöðum um land allt.
Nánari upplýsingar á
visir.is/dreifing
Greinarhöfundur var
svo heppinn að komast
nýverið út fyrir land-
steinana. Í Vesturheimi
rambaði hann inn í litla
vínbúð og varð furðu
lostinn yfir frábæru úr-
vali af gæðamaltviskíi.
Því varð úr að hann
festi kaup á flösku af
Glenmorangie Sonn-
alta Hálandamaltviskíi
á um það bil hálfvirði af því
sem ætla mætti að flaskan kost-
aði í Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins.
Sonnalta er sérútgáfa af tólf
ára gömlu maltviskíi frá Glen-
morangie sem fyrst leit dags-
ins ljós í apríl 2009 og skemmst
frá því að segja að þetta er eitt-
hvert besta viskí sem undirritað-
ur hefur komist í tæri við, og það
þó að sopinn sé að mestu laus við
móreykskeiminn sem annars ein-
kennir það viskí sem honum alla
jafna hugnast best. Í 2010 útgáfu
viskíbiblíu Jims Murray (Jim
Murray‘s Whisky Bible 2010) fær
Sonnalta einkunn upp á 96,5 af
hundrað mögulegum. „Án nokk-
urs vafa hið fullkomna eftir-
bragð,“ segir þar og vel óhætt að
taka undir þau orð.
Sonnalta maltvískíið hefur
göngu sína í framleiðsluferlinu
eins og hvert annað
viskí frá Glenmoran-
gie og er látið þrosk-
ast í tíu ár í tunnum úr
hvítri eik. Síðan er það
flutt yfir í tunnur sem
áður höfðu að geyma
spænskt Pedro Ximé-
nes sérrí. Í þeirri vist
bætist í sopann dýpt
og sæta sem sérríið er
heimsfrægt fyrir, án
þess þó að keimurinn nái að verða
yfirþyrmandi í lokaútgáfunni.
Úr verður djúpgullið viskí sem
sumir segja hinn fullkomna enda-
punkt á góðri máltíð. Aðrir gætu
haldið því fram að best væri að
vera ekki að blanda áti í málið,
heldur láta sopann bara njóta sín.
Ilmurinn er sætur og þungur með
margslungnum krydduðum keim
og segja má að sopinn sé svipað-
ur, þó einnig komi þar inn áveð-
inn ferskleiki. Eftirbragðið er svo
nær endalaust og ótrúlega ríkt og
margbreytilegt.
Viskíið er margrómað og vann
meðal annars til silfurverðlauna
í flokki Hálandavískís árið 2009
í alþjóðlegri samkeppni áfengra
drykkja (IWSC). Sama ár fékk
Sonnalta gullverðlaun í flokki
maltvískís í alþjóðasamkeppni
brenndra drykkja (ISC).
Fyrir þá sem kunna ekki að
meta mikinn móreyk í drykkjum
sínum, líkt og þann sem ein-
kennir Islay-viskí á borð við
Laphroaig, hefur Glenmorangie
verið vinsæll valkostur. Viskíin
sem koma frá brugghúsi Glen-
morangie í norðanverðum Há-
löndum Skotlands, nærri bænum
Tain, eru afar bragðgóð en um
leið bragðmikil og með ríkt og
gott eftirbragð. Sonnalta er afar
vel heppnað tilbrigði við gæða-
stef Glenmorangie og að lík-
indum í flokki með allra bestu
viskíum sem núna eru í sölu.
Ríkur sopi og margslunginn
„Lykillinn að því að vera ánægður
með lífið og finna lífsfyllingu er
að veita því athygli hvaða verkum
við erum að sinna,“ segir Árelía
Eydís Guðmundsdóttir, dósent
í stjórnun og leiðtogafræðum
við viðskiptafræðideild Háskóla
Íslands.
Bók hennar Á réttri hillu kom
út fyrir hálfum mánuði og rataði
beint á metsölulista.
Markmið Árelíu með bókinni
er að hjálpa lesendum að rýna í
sjálfan sig og finna út frá nokkr-
um grunnþáttum hvar hæfileik-
ar þeirra liggja. Eftir lestur-
inn geta þeir tekið próf og kom-
ist að því hvers konar manngerð
þeir eru, hvar styrkur þeirra og
veikleikar liggja. Manngerðirnar
eru sextán talsins og birtir Árelía
viðtöl við 32 manns undir nafni
sem eiga það sammerkt að hafa
fundið þann starfsvettvang sem
hentar þeim. Þar á meðal eru
nokkrir stjórnendur, prestur,
lögreglumaður, húsmóðir og hár-
greiðslukona, framkvæmdastjóri
hjá fagfjárfestingarsjóði og milli-
stjórnendur.
„Þetta er rosalega einfalt en öfl-
ugt tæki,“ segir Árelía sem hefur
eftir einum lesanda að honum
fannst bókin erfið. Við nánari at-
hugun komst hún að því að bókin
hafði ýtt við honum. „Þá varð ég
ánægð. Það veitti mér gleði. Það
er vinna að komast að því hvað
mann langar til að gera,“ segir
hún. - jab
Bók fyrir þá sem
vantar hillu í lífinu
Í G L A S I
M E Ð Ó L A
K R I S T J Á N I
MEÐ LYKLANA AÐ LÍFINU Það er vinna að komast að því hvað mann langar til að
gera, segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Gunnlaugur
Þráinsson,
markaðsstjóri
olíuverslunar-
innar N1 hætti
störfum fyrir
u m m á nu ð i .
H a n n v i l d i
ekki tjá sig um
málið í samtali
við Fréttablaðið að öðru leyti en
því að hann hefði sagt upp.
Uppsögnin kemur nokkuð á
óvart innan auglýsingageirans
enda Gunnlaugur með reynd-
ari mönnum. Hann var á árum
áður einn af eigendum og fram-
kvæmdastjóri auglýsingastofunn-
ar Gott fólk og er sagður hafa
skilað því að N1 hlaut markaðs-
verðlaun ÍMARK, félags íslensks
markaðsfólks, fyrir tveimur
árum.
Ekki náðist í Hermann Guð-
mundsson þegar eftir því var
leitað í gær. Eftir því sem næst
verður komist hefur enginn verið
ráðinn í stað Gunnlaugs en Katrín
Guðjónsdóttir, hægri hönd hans,
hefur verið gerð að deildarstjóra
markaðsdeildar. Í kringum næstu
áramót mun skoðað hvort nýr
markaðsstjóri verði ráðinn. - jab
Markaðs stjóri
farinn frá N1
MARKAÐSVERÐLAUN Hermann
Guðmundsson, forstjóri olíuverslunar N1,
tók við markaðsverðlaunum ÍMARK árið
2009.