Fréttablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 50
20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR38 folk@frettabladid.is Skráðu þig á americanexpress.is og fáðu tvöfalda Vildarpunkta Icelandair af allri veltu til 30. apríl! Páskaglaðningur Icelandair American Express® Ása og Jóna Ottesen opna vefverslunina Lakka- lakk. Búðin á að sverja sig í ætt við NastyGal og Pixiemarket. „Það má segja að við séum að leita aftur í ræturnar með að opna búð en við höfum báðar verið viðloð- andi þennan verslunar- og tísku- bransa lengi,“ segir Ása Ottesen, einn vinsælasti tískubloggari landsins. Hún ætlar í samvinnu við systur sína, Jónu, að opna vef- verslun stútfulla af nýjustu tísku á næstu dögum. Ása hefur löngum staðið vakt- ina í tískuverslunum bæjarins og nú síðast í Gyllta kettinum þar sem hún starfaði sem verslunarstjóri og stílisti í nokkur ár. Jóna hefur einnig verið með annan fótinn í verslunarbransanum en hún er nú búsett í New York og hefur séð um flestöll innkaup fyrir búðina. „Jóna átti hugmyndina að þessu öllu saman og hefur verið að þeysast um New York til að finna falleg föt og ýmsa fylgihluti. Við höfum fulla trú á því að það sé markaður fyrir flotta vefverslun á Íslandi,“ segir Ása en fyrirmyndin fyrir búðinni eru vefbúðir á borð við NastyGal og Pixiemarket sem tískusinnaðir Íslendingar ættu að kannast við. Búð þeirra systra hefur fengið nafnið Lakkalakk en það liggur skemmtileg saga á bak við nafn- ið. „Litla systir okkar var alltaf að biðja okkur um að naglalakka sig þegar hún var lítil nema hún sagði lakkalakk í staðinn fyrir nagla- lakk. Þetta nafn er því okkur kært og passar vel að okkar mati,“ segir Ása en vefurinn lakkalakk.com verður ekki bara sölusíða heldur ætla systurnar að halda úti tísku- bloggi og gera reglulega mynda- þætti og vídeó með nýjustu vör- unum. Nú þegar má fá smá forskot fyrir opnunina á Facebook-síðu Lakkalakk. En er ekkert mál að opna búð? „Jú, það er sko mikið mál. Við eigum sem betur fer góða að sem hafa trú á okkur,” segir Ása og bætir við að fyrsta sendingin hafi verið að koma í hús og að fatnaður- inn líti vel út. „Mig klæjar í puttana að fá mér eitthvað sjálf en við pönt- uðum bara nokkur stykki af hverri flík til að byrja með og því verð ég að sitja á mér svo það verði eitthvað til fyrir viðskiptavinina,“ segir Ása og telur niður í opnun síðunnar lakkalakk.com 20. maí. alfrun@frettabladid.is Tískusystur opna vefverslun OPNA VERSLUN Systurnar Ása og Jóna Ottesen opna nýja vefverslun á næstu dögum. Verslunin hefur fengið nafnið Lakkalakk. Leikkonan Kate Winslet segist í viðtali við breska blaðið Hello varla geta sest niður og slappað af án þess að fá samviskubit. Winslet er tveggja barna ein- stæð móðir og segist hafa látið sjálfa sig sitja á hakanum síðan hún varð móðir. „Ég var búin að gleyma því hvernig það var að setjast niður og lesa eða bara til að slappa af. Það er nóg um verk- efni heima fyrir sem ég get frek- ar afgreitt en nú verð ég að skipa sjálfri mér að slappa af nokkrum sinnum á dag,“ segir Winslet, sem skildi við leikstjórann Sam Mendes fyrir ári. Stöðugt samviskubit NÓG AÐ GERA Kate Winslet viðurkennir að henni gangi ekki vel að slappa af heima fyrir og fái samviskubit þegar hún loks láti af því verða. NORDICPHOTOS/GETTY Feðgarnir Óskar og Pan Thor- arensen sem skipa rafdúettinn Stereo Hypnosis spila á tón- listarhátíð í borginni Vilníus í Litháen 28. apríl. Hátíðin nefnist Jauna Muzika og er stærsta raf- tónlistarhátíð Eystrasaltsríkj- anna. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir feðgar spila í Litháen en fyrir tveimur árum stigu þeir á svið í Eistlandi, Lettlandi og í Rússlandi. Síðasta sumar spiluðu þeir svo á þrennum tónleikum í Flórens á Ítalíu. Tvær EP-plötur eru væntanlegar frá Stereo Hyp- nosis á árinu. Önnur var tekin upp í Toscana-héraði á Ítalíu árið 2009 en hin á Hellissandi fyrir ári. Feðgar spila í Litháen Jóna átti hugmyndina að þessu öllu saman og hefur verið að þeysast um New York til að finna falleg föt og ýmsa fylgihluti. Við höfum fulla trú á því að það sé markaður fyrir flotta vefverslun á Íslandi. ÁSA OTTESEN VERSLUNAREIGANDI Ofurfyrirsætan Cindy Crawford telur fyrirsætubransann hafa breyst mikið frá því hún var á hátindi ferils síns. „Bransinn hefur breyst mikið. Ég sá CoverGirl aug- lýsingu með Taylor Swift og hugsaði með mér: „Vá, það er mun erfiðara fyrir fyrirsætur að verða sér úti um vinnu í dag. Þú verður að geta dansað og sungið ofan á allt annað.“ Þegar ég var uppi á mitt besta þótti eðlilegt að vera í fata- stærð sex, núna þykir eðlilegt að vera í stærð tvö.“ Breyttur bransi Hljómsveitin Hvanndalsbræður og söngvarinn Magni Ásgeirsson hafa sent frá sér lagið Frjáls. Tvíeykið hefur unnið töluvert saman að undanförnu og þótti þeim tími kominn á að gefa út lag saman. Hvanndalsbræður hafa verið starfandi í níu ár og gáfu á síðasta ári út sína fimmtu plötu, sem fékk fínar viðtökur. Hljóm- sveitin hefur í nógu að snúast um páskana því fram undan eru böll á Græna hattinum, Spot, Loga- landi og í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Gefa saman út lagið Frjáls NÝTT LAG Hvanndalsbræður og Magni hafa gefið út lagið Frjáls. HISSA Fyrirsætan Cindy Crawford segir fyrirsætubransann hafa breyst mikið á síðustu árum. NORDICPHOTOS/GETTY Ástralska fyrirsætan Miranda Kerr fyllir 28 árin í dag. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.